Leita í fréttum mbl.is

Þessar fréttir segja sitt um ástandið í Palestínu

 Alltaf þega heimurinn er farinn að halda að eitthvað sé að rofa til þarna þá koma upp svona mál hjá Ísraelsmönnum:

Frétt af mbl.is

  Solana brugðið yfir útbreiðslu byggða gyðinga á Vesturbakkanum
Erlent | mbl.is | 22.1.2007 | 8:58
Horft yfir á Vesturbakkann yfir aðskilnaðrmúr Ísraela. Javier Solana, sem fer með utanríkismál innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segist sleginn yfir því hversu mikil uppbygging hefur orðið í byggðum gyðinga á Vesturbakkanum að undanförnu. Þá hvetur hann Ísraela til að hætta stækkun og uppbyggingu þeirra og til að hætta byggingu aðskilnaðarmúrsins. Solana kveðst jafnframt vonast til þess að þessar framkvæmdir Ísraela muni ekki stand í vegi fyrir samkomulagi um stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.
Erlent | mbl.is | 22.1.2007 | 09:09

Ísraelsher uppvís að lygum

Ísraelsher hefur viðurkennt að 44 moldarvirki sem herinn hefur sagst hafa fjarlægt á Vesturbakkanum að undanförnu hafi ekki verið fjarlægð þar sem þau hafi ekki verið þar. Herinn lýsti því yfir á þriðjudag að 44 virki, sem hafi verið reist til að hindra umferð á milli þorpa Palestínumanna á Vesturbakkanum, hefðu verið fjarlægð. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

Með þessu kvaðst herinn hafa uppfyllt loforð Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, við Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínumanna, um að draga úr aðgerðum sem hindruðu ferðir Palestínumanna um Vesturbakkann.

Talsmaður hersins hefur nú staðfest að umrædd virki hafi annað hvort verið rifin áður en Olmert gaf Abbas umrætt loforð eða þá að Palestínumenn hafi rifið þau og herinn ákveðið að endurreisa þau ekki.

Áður höfðu starfsmenn Sameinuðu þjóðanna á Vesturbakkanum mótmælt staðhæfingum Ísraelshers um að virkin hefðu verið fjarlægð í kjölfar fundar Olmerts og Abbas í desember en Ísraelsher hefur reist um 400 slík virki á milli palestínskra þorpa á undanförnum árum.


mbl.is Solana brugðið yfir útbreiðslu byggða gyðinga á Vesturbakkanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband