Leita í fréttum mbl.is

Skoðanarkönnun Fréttablaðsins um fylgi flokkana

Það hafa verið skrifuðu ófá blogg um hversu illa samfylkingin kemur út úr þessari könnun. En ég hef mínar efasemdir um hversu marktæk þessi könnun er:

Fyrir það fyrsta þá eru ekki nema svona um 450 sem gefa upp afstöðu sína. Sem þýðir að það er rétt rúmlega helmingur aðspurðra. Um 42,7% gefa ekki upp afstöðu sína sem er alveg merkilega mikið.

Eins finnst mér merkilegt hversu lítið er gert úr því að Framsókn er orðin minnsti flokkur landsins. Framsókn hefur tapað um 60% af fylgi sínu miðað við þetta. Síðan bendi ég á að hér til hliðar er skoðunarkönnun hjá mér á síðunni og ég held að hún gefi mun réttari mynd af stöðunni í dag. Hún er þó byggð á 970 atkvæðum. Fréttablaðið hefði líka átt að gera meira úr því hversu margir eru óákveðnir. Og geta um það hvort að svarhlutfall sé 100% eða hvort þetta er byggt á þeim sem svöruðu.

Annars bendi ég á bloggið hennar Guðríðar Arnardóttur bæjarfulltrúa í Kópavogi og hvernig hún lítur á stöðu Samfylkingar skv. þessari skoðanakönnun

Og svo var ég að lesa bloggið hans Árna Rúnars Þorvaldssonar forseta bæjarstjórnar á Hornafirði. EN þar segir hann m.a.

Um fátt er meira rætt nú um mundir í bloggheimum sem og öðrum heimum en meint fylgisleysi Samfylkingarinnar. Ótrúlega margir spekúlantar finna sig knúna til þess að útskýra stöðu Samfylkingarinnar. Flestir spekinganna virðast vera sammála um að kenna megi formanni flokksins, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur um slakt gengi flokksins.

Sömu spekinga vil ég minna á það að eitt sinn var fylgi Samfylkingarinnar undir stjórn Össurar Skarphéðinssonar komið niður í 11% og raddir urðu háværar um að skipta þyrfti um forystu í flokknum. En í stað þess hlaupa á eftir skoðanakönnunum flykktu menn sér á bak við formanninn sinn og studdu hann með ráðum og dáð. Upp úr fylgislægðinni vann flokkurinn sig svo í síðustu kosningunum með eftirminnilegum hætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband