Þriðjudagur, 22. júní 2010
Dálítið til í því sem Mörður segir!
Held að enginn Íslendingur sé svo vitlaus að halda að ef gengistrygging verði bara afnumin og fólk borgi 2 til 3% vexti af þessum peningum þá sé það bara gróði!
- Enginn banki eða fjármögnunarfyrirtæki mega við því að tapa svona upphæðum árlega. Þ.e. að höfuðstóll lánsins sé ekki einu sinni verðtryggður.
- Og hvað gera þau þá? Nú ný lán og önnur lán verða dýrari. Það verða nýttir allir þeir möguleikar með eldri verðtryggð lán til að endurskoða og hækka vexti sem og að ný lán verða dýrari.
- Þjónustugjöld og önnur þau gjöld sem þau geta hugsanlega innheimt verða hækkuð eins og hægt er.
- Einhver fyrirtæki fara á hausinn og braskarar kaupa kröfur út úr þrotabúum og gera skuldurum lífið leitt.
- Það er ljóst að einhverjir bankar sem eru með stóran hluta útlána sinna gengistryggingu verða að nota aðra lánastarfsemi sína til að vega upp tapið á eignasafni sínu.
- Ríkið gæti tapað við gjaldþrot tugum eða hundruðum milljörðum sem þeir lögðu í Nýju bankana.
Finnst greinarmunur á þeim sem voru hvattir af bönkum til að taka gengistryggð lán og svo þeim sem sóttu það stýft að breyta verðtryggðum lánum sínum í gengistryggð. Fólk sem tók hærri lán en það hafði áður bara til að nota í neyslu.
En að lokum er ljóst að á endanum verður það almenningur sem ber kostnaðinn af því ef að kjör gengistryggðara lána verða slík að fólk er aðeins að borga brot af því sem það fékk lánað.
- Verri kjör hjá bönkum á öllum lánum næstu árin
- Hærri skattar ef að ríkið tapar á þessu milljörðum
- Hærri þjónustugjöld hjá ríkinu
- Meiri niðurskurður
- Hærri þjonusutugjöld banka
Það er nefnilega þannig að bankarnir eiga fjármögnunarfyrirtækin. Ef þau fara á hliðina þá tapa bankarnir. Tekjur bankana koma frá almenningi, annað hvort í gegnum fyrirtæki sem þau versla við eða beint í formi bankaviðskipta. Eða sem framlag af ríkinu til nýju bankana. Og nú er ekki lengur hægt að láta þetta bara falla á erlenda kröfuhafa.
Það hlýtur að vera hægt að finna einhverja lausn sem tryggir meira jafnvægi.
Smá viðbót ef að fólk trúir mér ekki:
Í viðtali við Bloomberg fréttaveituna segir Guðmundur Björnsson, framkvæmdastjóri GAM Management hf, að markaðsaðilar virðist vera farnir að gera ráð fyrir óbreyttum vöxtum en Seðlabankinn mun á morgun gera grein fyrir vaxtaákvörðun sinni.
Guðmundur segir við Bloomberg að óbreyttir vextir sýni hversu mikill skjálfti hafi hlaupið í íslenskt fjármálalíf við dómsniðurstöðuna. Vaxtaákvörðun Seðlabankans verður kynnt klukkan 9 í fyrramálið.
Bloomberg veltir einnig upp þeirri spurningu um hvaða áhrif dómsniðurstaðan kunni að hafa á endurskoðun efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og vitnar í Lúðvík Elíasson, hagfræðing hjá MP banka. Lúiðvík segir dóminn þýða að verulegur kostnaður muni falla á fjármálafyrirtækin og skattgreiðendur, óhjákvæmilega þýði dómurinn tilfærslu skulda milli þeirra sem tóku áhættusöm lán til skattgreiðenda. (www.pressan.is )
Vill verðtryggingu á lánin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:29 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Þú ert semsagt sammála því að ef fyrirtæki mokgræðir á samningsskilmálum sem svo eru dæmdir ólöglegir, þá eigi samt að tryggja fyrirtækjunum gróða með því að breyta einhliða samningsskilmálum í óþökk lántakanda, til þess að fyrirtækið fari ekki að beita sér af hörku gegn öðrum lántakendum? Hvar er sanngirnin í því?
Fólki var ráðlagt að taka þessi lán af fjármögnunarfyrirtækjunum og í skilningi samningslaga teljast fyrirtækin vera í yfirburðastöðu, sem leggur á þau mun ríkari kröfu um ábyrgð á þeim samningum sem þau gera. Allan vafa skal túlka þeim aðila, sem er í veikari stöðu, í hag. Ef eitt ákvæði í samningi tveggja aðila er dæmt ólöglegt, en samningurinn að öðru leyti heldur gildi sínu, þá þarf samþykki beggja aðila til þess að nýtt ákvæði komi í staðinn, t.d. ákvæði um verðtryggingu. Ef lántakandinn neitar því, þá er ekki hægt að þvinga hann til að sæta verðtryggingunni. Þessi glæpafyrirtæki verða bara að bíta í það súra og tapa á því að nokkrir einstaklingar fái að borga 3% vexti af óverðtryggðum lánum í einhvern tíma. Sömu fyrirtæki, hvers eigendur (bankarnir) voru vísvitandi að hafa lækkandi áhrif á gengi krónunnar, og við almenningur eigum að taka skellinn af því?
Í staðinn fyrir að hóta almenningi að hagsmunir fjármögnunarfyrirtækja verði settir framar þeirra hagsmunum með einhverjum lagasetningum, þá ættu þessi blessuðu stjórnvöld okkar að beita sér fyrir því að lækka þessa fjandans verðbólgu. Ef verðbólga lækkar þá "græðir" fólk minna á óverðtryggðum lánum og allir verða ánægðir, þ.e. fjármögnunarfyrirtækin.
Muddur, 22.6.2010 kl. 14:18
þarna komstu með það og sannaðir það fyrir mér að samfylkingin og þeir sem í henni eru taka afstöðu með helvítis vogunarsjóðunum gegn fólkinu í landinu ,
hélt að það væri einkvað vit þarna á bakvið, nei einn leysir vind og hinir fylgja á eftir skömm sé hrunflokkunum samfylkingu og sjálfstæðis.
Hafið ævarandi skömm fyrir,
Sigurður Helgason, 22.6.2010 kl. 14:44
Meðan verðtrygging er hér við við lýði er fjármagneigendum alveg sama um veðbólgustigið. Þeir fá alltaf sitt sama hversu há verbólgan er.
Hagsmunir lánveitanda og fjármagneiganda fara ekki endilega sama við hagsmuni lántaka /alþýðu manna sem blæðir því meir sem verðbólgan er hærri.
Ef e-r hluti lánasafns fjármagseiganda er dæmdur óverðtryggður með 2-3 % vöxtum þá er það skyndilega orðið hagsmunamál þeira að ná verðbólgunni niður í 0. Þar með fara hagsmunir allra landsmanna skyndilega saman.
Að gera þessi lán verðtryggð væru hinsvegar liður í að viðhalda verðbólgu, auðsöfnun fjármagnseiganda, á kostnað skuldara.
Markmið okkar ætti að vera að lækka hér verðbólgu niður í ca. 0-1%. Ef það tekst þá leysist meintur vandi bankanna ef gengislán verða dæmd óverðtryggð með sínum samningsvöxtum.
Í framhaldinu ætti að vera hægt að afnema hér verðtryggingu.
Jóhannes Gíslason (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 14:52
Öll rökin sem birtast í þessari færslu gilda í báðar áttir. Ef ég, sem er með gengislán, fer á hausinn vegna okurs, þá tapar bankinn (sem Magnús virðist líta á sem ríkisstofnun). Ef ég get borgað okrið, þá fær einhver annar lægri þjónustugjöld og lægri vexti. Er það eitthvað betra?
Marat (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 15:22
Það er ljóst hvar þú liggur Magnús í flokksræðinu! Komdu niður komdu niður komdu niður hrópa allir í kór!
Sigurður Haraldsson, 22.6.2010 kl. 15:42
Alveg hárrétt - mikið betra að láta tugi þúsunda fara á hausinn út af þessum ólöglegu lánum en að fjármögnunarfyrirtækin reyni að endurskipuleggja sig og endurgreiða og lækka lánagreiðslur viðskiptavina. Hagnaður yrði eitthvað minni, laun yfirmannanna þyrftu kannski að lækka um svona milljón en væru samt há.
Hefðurðu aldrei velt fyrir þér að það sé tap í því að setja þúsundir manna á hausinn? Greinilega ekki. Höldum til streytu ólöglegum gerningum af ótta við að eitthvað breytist.
Skil því miður ekki röksemdafærslu þína.
Eva Sól (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 19:19
Er ekki að skija þig Eva Sól. Ég er að tala um að þessum lánum verði breytt þannig að ákveðinn hópur sé ekki að græða á hruninu umfram aðra. Þ.e. að skattgreiðendur þurfi að borga þessi lán í raun að hluta. Ég er heldur ekki að tala um að þessi lán eigi að fara á einhver okur kjör. T.d. væri hægt að endurreikna þau út frá vöxtum seðlabanka. Það væri líka hægt að reikna þau út frá ótryggðum vöxtum eins og eru á lánunum fram til dagsins í dag og gera þau síðan upp. Þ.e. að fólki verði boðið að taka ný lán fyrir því sem eftir stendur af þeim. Það er engin að tala um að þetta fólk eigi að fara á höfuðið. Og skv. því sem ég sé verða þau með lægri greiðslubirgði en þau höfðu 2007 og 8 hvernig sem þessu væri breytt. Og væru sennilega búin að ofgreiða lánin síðan þá.
Sigurður Haraldsson. Ég sé nú ekki að þetta hafi neitt með flokkspólitík að gera. Ég er hins vegar harður á því að ég sætti mig ekki við að greiða hærri skatta af því að gera á sérstaklega vel við ákveðinn hóp skuldara.
Magnús Helgi Björgvinsson, 22.6.2010 kl. 20:35
Muddur ég er ekkert að tala um fyrirtækin. Ég er með lán hjá Lýsingu og er búinn að borga af því í 4 ár og reikna með að það sé að fullu greitt. Þó enn séu 6 greiðslur eftir. Það sem ég er að tala um er það sanngjarnt að einn hópur skuldara fái óverðtryggð kjör upp á 2 til 5% vexti þega svo allir aðrir þurfa að taka það á sig með hærri kjörum frá bönkum og fjármögnunarfyrirtækjum næstu árin vegna þeirra. Það sem ég var að ræða um að ef fyrirtækin lifa af verða þau að dekka þetta tap. Það geta þau aðeins með því að hækka öll önnur lán, taka upp þjónustugjöld, og hækka vexti almennt. Því það er eðli fyrirtækj og banka að verða að vera reknir með hagnaði. Annars vill engin eiga þau.
Og málið er að það var búið að vara fólk við gengistryggðum lánum. Menn eins og Guðmundur Ólafsson sagði okkur að krónan hefði hrunið áður og gæti gert það aftur. Margir tóku samt þessi lán og græddu alveg ógurlega fyrstu árin. Ég horfði á mann nær eignast Íbúð á 5 árum með þessi gengistryggðu lán. Nú er búið að dæma þessa gengistryggingu ólöglega á bílalánum en ég er ekki hress með að fólk átti sig ekki á því að t.d. ríkð á í öllum bönkunum. Ríkð á líka víkjandi lán í þessum bönkum. Ríkð á t.d. Landsbankan og hann á Lýsingu. Mér finnst það sangjarnt að höfuðstóll lána verði endurreiknaður skv. lánavísitölu/neysluvísitölu frá því að lánið var tekið mínus afborganir og vextir verði síðan eins og þeir voru ákveðnir í samningunum + verðtrygging. Þetta myndi væntanlega þýða lækkun á höfuðstól um helming.
Magnús Helgi Björgvinsson, 22.6.2010 kl. 21:33
Okurkjör. Síðan hvenær hafa ekki verið okurkjör á lánum til almennings á íslandi. Seðlabanki Íslands rekur okurvaxtapólitík sem er að ganga að öllu atvinnulífi dauðu.
Það er sorglegt að fólk skuli ekki geta glaðst með fjölda fjölskyldna sem sjá eitthvert ljós í myrkrinu.
Mér finnst málflutningur þinn ömurlegur en það er ekki í fyrsta skipti
Sigurður Sigurðsson, 22.6.2010 kl. 21:36
Stundum á fólk ótrulega erfitt með að sjá heildarmyndina.
Allt hefur afleiðingar, sérstaklega í svona litlu hagkerfi eins og hjá Íslandi.
Er því sammála honum Magnúsi, það hlýtur að vera einhver millileið.
Tryggvi (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 22:43
Magnús minn, hvernig ætlar þú að koma verðtrggingu inn í samningana?
Ríkið er ekki aðila að þessum samningum og þeim verður ekki breitt einhliða af ðrum aðilanum.
Mér skilst að flestir þessara samninga séu með endurskoðunarákvæði á vöxtum, ot eftir þrjú ár. Það hlýtur að fara að koma að því hjá mörgum. Aðrir komir yfir það tímabil og hjá þeim kanski lengra í næsta vaxtaendurskoðunardag. Þar eiga fyrirækin eina möguleikann á ná fram uppbótum vegna brottfalls ólöglega ákvæðisins.
Ríkið á nánast ekki neitt í bönkunum nema Landsbankanum sem það á allan. Þannig að ef allt færi á versta veg lendir þetta að litlu leiti á skattborgurum.
Eins og þú setur þetta upp mætti með sömu rökum réttlæta að tjónþegar hjá tryggingafélögunum ættu að bæta skaða sinn sjálfir að verulegu leiti því annars hækkuðu iðgjöldin hjá hinum tjónlausu.
Landfari, 23.6.2010 kl. 00:22
Bara að benda á að Sjálfstæðismaðurinn Pétur Blöndal er að tala á sömu línu og ég http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/06/23/brudlurum_bjargad/
Magnús Helgi Björgvinsson, 23.6.2010 kl. 01:08
Ríkið á um 5% í Aríon og lagði þar til víkjandid lán líka. Ríkð á um 13% í Glitni eða var það öfugt. Eins á Ríkð Landsbankann. Þessir fyrirtæki eiga fjármögnunarfyrirtækin. Fyrirtæki eins og bankarnir þurfa að eiga fyrir skuldum. Það er því ljóst að verði þau fyrir óvæntu tapi þá er eðli þeirra að velta því yfir á útselda þjónustu og í þessu tilfellum önnur lán og þjónustu.
Ég er ekkert að tala um að breyta lánum fullkomlega í verðtryggð lán. Og gjarna vill ég að ríkið komi ekkert að þessu. En það verður gert vegna kröfu frá fólki núna þessa dagana. En ég er næsta viss um að hæstiréttur fer einhvern milliveg þar sem að það er enn talað um fólkið sem tók lánin fyrir daga verðtryggingar og lánin brunnu upp á nokkrum árum. Það gildir þá sama um þessi lán. Og sárt fyrir aðra lántakendur að horfa á þá sem fóru hamförum í að skuldabreyta lánum sínum yfir í gengistryggð lán fá þau nærri gefins.
Það eru endurskoðunar ákvæði í sumum íbúðarlánasamningum en ekki í bílasamningum. Og ég veit að vextir hafa síðsta árið verið hækkaðir vegna þessa endurskoðunarákvæðis.
En mín vegna má þetta alveg því ég er bæði með gengistryggt lán og verðtryggt lán. Reyndar lág.
Það sem ég er að hugsa er framtíðar þjónustu bankana við mig. Það er hvort að ég eigi eftir að lýða fyrir þetta næstu árin í hærri vöxtum og þjónustugjöldum eða hugsanlega hærri sköttum næstu ár.
Held reyndar að það væri skynsamlegt að ákveðið yrði að greiða eftir upprunalegri greiðsluáætlun lánana þar til að hæstiréttur hefur dæmt um hvernig lánin skuli endurreiknuð.
Magnús Helgi Björgvinsson, 23.6.2010 kl. 01:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.