Sunnudagur, 27. júní 2010
Smá söguskýring fyrir afdankaða ESB andstæðinga
Það væri ágætt að rifja það upp þið ágætu fáfróðu einföldu einstaklingar sem látið mata ykkur á vitleysunni eftir farandi:
Þegar að Finnar og Svíar lentu í fjármálakreppu var eitt af fyrstu ákvörðunum þeirra að ganga í ESB til að minnka líkurnar á þetta kæmi fyrir aftur.
Og ef við horfum okkur nær þá er þetta það sama og við höfum gert.:
- Innganga okkar í Norðurlandaráð á 7 áratug eftir langt hallæri. Þar fengum við sérstakan stuðning og kjör umfram aðrar þjóðir
- Inngang okkar í EFTA sem var um 1970 eftir algjört hrun hér hjá okkur í kjölfar þess að við nær eyddum síldarstofninum við landið. Þar fengum við styrki og sérstaka meðhöndlun umfram önnur ríki því að við uppfylltum ekki skilyrði.
- Innganga okkar í EES sem var jú í kjölfari af mestu verðbólgu sem hér hefur verið og algjöri verðstöðnun, og frystra launa. Þar fengum við líka ýmiskonar sérákvæði af því að við vorum svo lítið land.
- Og nú hefur orðið hrun aftur og við erum að sækja um ESB. Og ætlum okkur að fá góða samninga því við erum í erfiðri stöðu og lítið land.
- Innganga og aðild okkar að þessum stofnum og samningum hefur alltaf verið gagnrýnd og alltaf haldið fram að hér muni allt fyllast af útlendingum sem myndu stela öllu af okkur og allskonar kjaftæði en ekkert hefur staðist af því.
Þeir sem ekki vilja skoða ESB eru að stefna að þvi að hér verði allt eins og það varð fyrir hrun. Hlustið á þau:
- Aukin stóriðja sem eykur þensluna og felur sjúkdómseinkenni
- Ekki má hreyfa við sjávarúrvegi
- Ekki má hreyfa við styrkjum til bænda
- Það á að einkavæða allt sem allra fyrst
- Lækka skatta á fyrirtæki og auðmenn
- Krónan er svo góð af því að með henni er hægt með því fella hana, að lækka lán hér án þess að fólk taki eftir því strax. Krónan hefur fallið 20 falt síðan við tókum af henni 2 núll og 2000 falt síðan 1920. Árið 1980 voru 1 dönsk króna og 1 íslensk króna nær jafn verðmiklar.
Á hvað minnir þetta? Jú gamla góða Davíðs tíman. Er ekki kominn tími til að reyna eitthvað annað? Eitthvað afgerandi sem hefur reynst öðrum vel. T.d. hefur einhver heyrt um kreppu nú í Þýskalandik, Finnalandi, Svíþjóð, Danmörku? Ekki mikið um það rætt. Enda standa þau vel.
ESB-aðildarsinnar héldu illa á málstað sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:27 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Alltaf gaman að heyra frá mönnum sem eru á móti ESB
Sigurður Haraldsson, 27.6.2010 kl. 02:30
Magnús, þú ert rugludallur! Það er ekki heil brú í því sem þú ert að fabulera um!
Elias (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 02:39
Hvaðan var þessi þvæla kópí-peistuð?
Klukk, 27.6.2010 kl. 03:09
Lítið land? Nei stórasta land í heimi.
Helga Kristjánsdóttir, 27.6.2010 kl. 04:26
Bara að lesa söguna gott fólk. Þetta er ekki kóperað neinsstaðar frá. Þetta eru staðreyndir og marka allar ákveðin þáttaskil í sögu okkar. Minni ykkur á að fram til 1970 vorum við með fátækustu löndum Evrópu. Það var fyrst þegar við gerðum aðilar að þessum samningum sem hér urðu framfarir. Hefði reyndar átt að bæta Marshall aðstoðinni við um 1950.
Helga við getum verið stolt af landinu okkar er staðreyndin er að við erum lítið land. Við erum með fámennustu löndum í heminum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 27.6.2010 kl. 07:07
Magnús. Það sést á svörum þeirra sem blogga hér að ofan, að þeir hafa engin andsvör við þessum staðreyndum. " Lífið er eins og konfektkassi, þú veist ekki hvað þú færð nema opna hann ". Þannig lít ég á aðildarviðræðurnar. Klárum þær og kjósum svo. Í millitíðinni ættu andstæðingar að berjast fyrir lagabreytingu om að sú kosning yrði BINDANDI.
Það er málið.
Kristinn (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 08:51
Hvernig stendur á því að fólk trúir því enn að það að ganga í ESB sé einhver töfralausn þar sem Íslendingar geti bara valið og hafnað því sem þeim þóknast?
Það eru engar afsláttarútgáfur af Lissabon samningnum. Þess vegna verða "samningaviðræðurnar" stuttar, "Hér er Lissabon samningurinn, já eða nei?" Það gæti verið hægt að grenja út tímabundnar undanþágur en þær verða hvorki stórar né margar.
Gulli (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 09:28
þá þarftu nú ekki að óttast þjóðaratkvæðagreiðslu Gulli. Allt tal um einhverja "töfralausn" er fabúla ESB-andstæðinga.
Páll (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 10:38
Bara smá spurning:
Er ekki nokkuð ljóst að það eru ekki margar leiðir til þess. Við höfum reynt þær flestar áður. Af hverju ekki að sjá hvað aðildarsamningur við ESB býður okkur upp á?
Magnús Helgi Björgvinsson, 27.6.2010 kl. 12:14
Auðvitað er draumurinn að vöruverð lækku og fleira af því sem þú nefndir. Hins vegar er það ekki veruleikinn. Ég bjó á Spáni þegar tekin var upp evran og það hækkaði allt nema launin og við erum ekki að tala um neitt litla hækkun. Auðvitað yrði hækkunin ekki eins mikil hérna en ég er viss um það að ekki yrði lækkun eins og þú talar um. Ég veit ekki betur en að Finnar séu farnir að finna fyrir kreppu og var ég að lesa í síðustu viku einhvers staðar að atvinnuleysi væri orðið mikið þar. Veit ekki betur en að atvinnuleysi sé yfirleitt mjög mikið í ESB og núna er það líka í löndum sem hafa yfirleitt verið með minna atvinnuleysi. Stöðugleiki, veit ekki annað en að allt ESB skjálfi núna á beinunum úr hræðslu því að evran er við það að hrynja. Það hafa komið virtir fræðimenn og sagt þetta þannig að ég hef það frá þeim ;)
Nei, ég vill bara ekkert þangað inn og mér finnst mjög skrítið að ESB sinnar séu jafn staðfastir og áður um að fara þarna inn. Skoðið bara fréttirnar af ESB, þær eru ekki góðar og ég held að við verðum bara að fara að einbeita okkur að vandamálunum hérna heima og hætta þessu rugli. Þetta er allavegana ekki tíminn til að ganga í ESB.
Auðbjörg (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 12:24
Auðbjörg það þýðir ekki að miða við Spán. Því þar var lágt vöruverði fyrir inngöngu þeirra í ESB. Ég veit það því ég fór nokkrum sinnum þangið áður en þeir gengu í ESB. Finnar eru ekki að finna fyrir hækkunum á lánum eða að bankar séu að hrynja. Þeir gegnu í ESB til að koma í veg fyrir það. Atvinnuleysi á Spáni var mjög hátt áður en þeir gengu í ESB. Það minnkaði en vegna offjárfestingum í Byggingariðnaði vegna þess að útlendingar sóttu tll Spánar fyrir hrun þá sitja þeir í súpunni. Það er ekkert ESB sem kemur í veg fyrir það.
Bendi þér t..d. á að í dag er kvóti á hvað má flytja hingað af matvöru. T.d. osti, kjöti og fleiru. Hér vilja erlend fyrirtæki ekki koma vegna þess að þau geta ekki notað sama gjaldmiðil hér og annarstaðar sem kemur í veg fyrir samkeppni og ég gæti haldið áfram en er farinn út í góðaveðrið. En að lokum afhverju ekki að sjá hvað við náum út úr samningum. Okkur hefur tekist á ná miklum sérkröfum og fengið mikla aðstoð út úr öllu örðum samningu sem við höfum gerst aðilar að. Ekkert ríki fékk eins mikin stuðning og afslætti við aðilda að EFTA og EES samningunum. Ekkert ríki fékk eins háa Marshall aðstoð en við. Ef þetta verður allt ömurlegt þá samþykkjum við ekki samninginn.
En í dag eru það aðallega útgerðarmenn sem fjármagna baráttu gegn ESB og eru að heilaþvo fólk. Og svo bændur. Þetta eru undir 10 þúsund manns sem hafa mestan hag af því að ganga ekki í ESB og fólk bara trúir þeim
Magnús Helgi Björgvinsson, 27.6.2010 kl. 12:40
Magnús, leiðréttu mig ef ég hef rangt fyrir mér en er Svíþjóð ekki að "rísa" þökk sé sænsku krónunni?
Af sænskum miðlum er það að ráða að atvinnuleysi sé lækkandi og komið niður að 9% en atvinnuleysið er rísandi í Evrólöndunum
Þegar Svíþjóð gekk inn eftir þeirra hrun var atvinnuleysið stopp við 10% og rauk upp í 23%? Þú athugar að þetta á ekki bara við Svíþjóð heldur líka hérum bil öll ESB lönd, ég held öll því ég hef ekki enn fundið land þar sem atvinnuleysið rauk ekki af stað eftir innagaungu.
Hvernig geturðu haldið því fram að inngangan muni laga allt þegar það er einkennandi að atvinnuleysi aukist við inngaungu
Brynjar Þór Guðmundsson, 27.6.2010 kl. 12:44
Ef það sem að við erum búinn að fá að sjá af starfsháttum hjá ESB er það sem koma skal, og við erum bara búinn að fá að sjá fína búningin í umbúðum... þá hef ég ekki áhuga á því sem þessi konfektkassi inniheldur.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.6.2010 kl. 13:02
Sænska krónan er bundin EVRU. Hún hefur vikmörk upp á einhver %
Norðmenn stunda það mikið að fara yfir landamærin til Svíþjóðar að versla. Fyrir inngöngu Svia í ESB var vöruverð sambærilegt milli landana
Ingibjörg þetta var það sama og fólk sagði um EFTA hér myndi allt fyllast af útlendingum sem tækju öll fyrirtæki og keyptu upp allt landið. Og miðin myndu fyllast af útlendingum. Það gerðist óvart ekkert af þessu. Ekkert af þeim 27 ríkjum sem eru í ESB eru á leiðinni þaðan.
Magnús Helgi Björgvinsson, 27.6.2010 kl. 13:25
Sorry misminni hjá mér Sænska krónan er ekki bundin evru. Svíar hafa hinsvegar yfirleitt reynt að láta hana sveiflast með Evru enda stórhluti þeirra viðskipa innan ESB
Magnús Helgi Björgvinsson, 27.6.2010 kl. 13:40
Reyndar fylltist allt af pólverjum(mér er svo sem sama, flestir eru þeir hið besta fólk en rétt skal rétt vera) þannig að það var allveg rétt og þar sem menn hentu ákvæðinu um ESB og fiskmiðin. Það hefðu mátt vera fleiri kafblar sem hefðu mátt fylgja með í þá tunnu. Þar fyrir utan eru fjölmargir sænskir bændur búnir að koma sér fyrir á jörðum hér og þar(mér er líka sama um það, það var nefnilega þannig sem ég kynntist konuni minni) þannig að það var reyndar rétt líka. Það er svo skrítið að þessir bændur(sem flestir koma frá Svíþjóð og Þýskalandi) eru allir á móti inngangunni. Getur verið að það sé ekki alveg jafn gott að vera Í ESB?
En magnús værurðu til í að útskýrir fyrir mér eitt, Þegar forsendubrestur verður er eðlilegt að hætt sé við. Til dæmis ef gengið er of hart gegn fiskinum er eðlilegt að draga úr veiðum/ grípa til aðferða sem draga úr afföllum(nenni ekki að ræða útgerðarmái) eða ef þú kemst að því að konunni lýði illa yfir einhverju sem þú gerðir/gerir er þá ekki að laga það/hætta því.
Hvers vegna standa ESB sinnar enn svo hart á sínu, Össur hefur þrisvar verið tekinn fyrir að hylma yfir slæm mál/stinga undir sól eða að ljúa að þjóðinni og það er margt sem bendir til þess að hann hafi umtalsvert óhreint mjöl í pokarhorninu til viðbótar smk. ESB sjálfum
Hvernig geta EB sinnar haldið uppi óbreyttum formerkjum þegar í ljós hefur komið sá forsendubrestur sem umræður. Nú er ég bara að ræða burt sé frá pólítískum skotgröfum og því skít kasti, því þegar á botninn er hvolft þá sníst þetta um það hvað sé best fyrir Íslenska þjóð, en ekki trú.
Þeir sem koma þaðan(sem ég þekki og þeir eru ekki fáir) þeir seigja að þetta sé ekki skinsamlegt og áróður Samfó reyndist Lýgi sem einginn fótur var fyrir. hér er ég á vinsamlegu nótunum
Brynjar Þór Guðmundsson, 27.6.2010 kl. 14:17
Magnús:Njóttu góða veðursins,ekki veitir þér af sýnist mér á skrifum þínum.
Ætli væri ekki hægt að fá að vita hvað var í Gríska konfektkassanum eða þá um gumsið í þeim Spænska. Ef Íslenskir evrópusinnar geta ekki sagt frá því hvað í þeim var held ég að lítið sé að marka sem þeir segja um Evropumál.
Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 14:38
Já, þetta er étt. Inngangspistill sko.
Full og formleg aðild að ESB er eðlileg og rökrétt þróun af því sem undan er farið. Fullkomlega rökrétt þróun.
Og beisiklí var aðildin að EES miklu stærra skref í ofannefndri þróun.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.6.2010 kl. 16:21
Edit: "rétt"
Og í framhaldi vakna spurningar afhverju sjallar voru að samþykka 70-80% aðild að esb með ees samningnm ef það er svona óskaplegt samband.
Málið er að umræðan uppá síðkastið í andsinnum er svo vitlaus að orð ná varla yfir það.
Og það að vitleysisumræðan skuli ná svo fastri fótfestu í lengst af stærsta flokki landsins á lýðveldistímanum er mjög fyndið.
Sjallaflokkur er að verða bara eins og breski sjallaflokkurinn.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.6.2010 kl. 16:27
Krónan er góð af því að það er hægt að fella hana. Við það lækkar kaupmáttur hratt og óstöðugleiki kemst á atvinnumarkaðinn og atvinnulausir pilla sér úr landi þeir sem geta og eftir sitja sannir þjóðernissinnar af því að þeir komast ekki úr landi og hirða störf sem til falla fyrir lítinn pening en hvað munar mann um að haf tvær til þrjár vinnur. Maður er nú alinn upp við svoleiðis. Nú vertryggingin passar svo upp á að eignamenn og lífeyrissjóðir sameinist um að hirða aukapeninginn ef einhver verður þegar skatturinn hefur fengið sitt.
Það er betra að láta bankana hirða af sér peninginn en að fá umráð yfir honum sjálfur til dæmis með því að fjárfesta erlendis í almenninlegum gjaldmiðli. Stóriðjustefnan er góð alveg þangað til engin orkar er lengur virkjanleg á gjafverði. Kvótinn má alls ekki fara á uppboð því það gæti lækkað skattana og gert ríkið sjálfbært til lengri tíma litið. Útgerðarmenn eru nefnilega einu aðilar á íslandi í dag sem eru í aðstöðu til að fjárfesta erlendis og flytja gróðann úr landi sem þeir gera í stórum stíl með stæl. Ekki viljum við hefta frelsi þeirra. Krónan er það sem við þurfum til að halda þjóðinni í fjötrum fortíðar. Þess vegna er ég þjóðernissinni.
Gísli Ingvarsson, 27.6.2010 kl. 17:35
Ómar, ég var ekki að byðja um "hvers vagna" við ættum inn
Ég spurði hvers vegna halda menn "trúfast" í ESB eftir allt sem á undan er gengið og talaði fyrir því að þetta sé utan pólitíst skotgrafarhernaðar
Brynjar Þór Guðmundsson, 27.6.2010 kl. 18:43
Þessi "saga" þín er fyrir einfeldninga eins og þig, burt séð frá því að túlkanir þínar á henni eru einfeldningslegar og óupplýstar. Hin sanna saga Íslands hefur ekki verið skráð fyrir óupplýstan almenning, og er um margt ólík því sem hann heldur. Skoðaðu hverjir stofnuðu "Sjálfstæða Ísland" og hvað þeir áttu sameiginlegt. Og hvernig gátu Íslendingar "unnið" Þorskastríðið? Hver kippti í spotta bak við tjöldin? Máttuga og öfluga spotta? Og afhverju? Hvers vegna ákvað Danakonungur bara að veifa okkur bless einn góðan veðurdag?
Ég skal gefa þér vísbendingu? Stóra vísbendingu, sem þú munt ekki skilja fyrr en, ef nokkurn tíman, þú verður tilbúinn til þess. Þeir sem kipptu í spottana voru ekki í Evrópu. Meira en það? En afhverju kipptu þeir í spotta? Vísbending tvö.......ef við ættum að ræða það nánar þyrftum við að fara út í hluti þyrftum við að fara út í málefni sem þú veist ekkert um..nákvæmlega ekki neitt.
Landið þitt lifir bara út af öflum sem þú þekkir ekki. Þú getur rakið slóðina til þeirra með að skoða fólkið sem stóð að Sjálfstæðisbaráttu Íslands og ýmislegt í kringum það fólk. En líklega muntu aldrei gera það... Þú ert frjáls afþví aðrir gáfu þér frelsi. Lifi frelsið!
Við höfum nú fengið að skyggnast inn í hvað það er mikið af spillingu og óréttlæti bak við tjöldin. Það sem flestir fá aldrei að skyggnast inn í er allt það góða sem hefur verið gert fyrir þá á bak við tjöldin. Þú yrðir mjög hissa ef einhver segði þér þína raunverulegu sögu. Helstu og mestu vinir Íslands, sem sáu til þess við unnum þorskastríðið, losnuðum við Dani og fleira furðulegt sem lítil smáþjóð rík af auðlindum ætti aldrei að geta gert, voru ekki "Evrópumenn". Þeir áttu sér þó bandamenn hér í Evrópu.
Það eru til stór, stór "bandalög" þarna út sem er ekki á neinu landakorti, en spanna nánast allan heiminn. Ef þau vilja þér vel, geta þau leyst þig úr böndum. En ef þú ert svo það heimskur og vanþakklátur þeim sem bárust fyrir frelsi þínu að hneppa þig sjálfur í þau aftur, geturðu ekki endilega reitt þig á þér komi þér til bjargar, þó þeir hafi stutt forfeður þína og þannig lagt grunninn að velferð þinni og velgengni, sem þú getur svo valið að kasta á glæ í fávisku.....
Ísland bak við tjöldin (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 19:51
Nokkuð ljóst að margir sem skrifa hér sækja það stíft að fá aftur gamla góða Ísland með tilheyrandi sveiflum á gjaldmiðli, verðbólgu, verðtryggingu, þennslu og hruni. Okkur hefur aldrei tekist að að komast út úr þessu og þið viljið þetta ástand áfram. Það eru fullreyndar allar gömluaðferðinar og því ekkert í boði en að reyna eitthvað nýtt til að koma okkur varanlega út úr þessu og menn láta ljúga sig fulla um að ESB sé eitthvað allt annað en það er. Menn halda þetta sé
Ups þarf að fara að horfa á TV. Kannski meira síðar.
Magnús Helgi Björgvinsson, 27.6.2010 kl. 22:37
Brynjar, þetta hjá þér með ,,forsendubrest"og ,,allt sem á undan er gengið" o.s.frv. - er ekki alveg að sjá punktinn. E þú átt við að ,,ESB sé að hrynja" eins og mætti halda ef maður les aðeins mogga eða mbl.is - þá eru þær fregnir stórlega ýktar, eins og maðurinn sagði.
Það er studnum eins og mogginn sé að vonast eftir og predika glóbalt hrun samfélaga evrópu. Undarleg fréttapólitík hjá mogga, verð að segja það.
Sko, fréttir um ESB skipta hundruðum ef ekki þúsundum vikulega og jafnvel daglega í erlendri medíu.
Það sem moggi gerir er að taka aðeins neikvæðar fréttir sem hann finnur, aðalega úr telegraph og öðrum anti eu-evru miðlum. Miðlum sem halda að Bretland sé enn heimsveldi etc.
Eins og Jónas Kristjánsson fv. ritsstjóri sagði: Þetta eru ekki fréttir. Þetta er áróður!
That said, þá eru víða og á öllum tímum erfiðleikar í heimi hér glóbalt.
Það hefur samt ekkert með þá staðreynd að gera að Ísland tengist evrópu sögulega og menningarlega í 1000 ár og þróun á síðastliðinni öld hefur verið í átt að samvinnu og samstarfi við evrópuríki er ísland á auðvitað mest sameiginlegt með í alla staði og á skýlausann rétt á að gerast formlegur aðili að sambandi fullvalda og ýðræðisríkja Evrópu.
Stærsta skrefið þar að lútandi ar stigið með EES. Eða eruði að tala um að fara úr EES? Nei, hélt ekki! Það dettur engum manni eða konu í hug nátúrulega.
Þýðir ekkert að láta svona. Við erum að tala um þróun hérna. Jú jú, það er hægt að tefja framþróunina eitthvað lítilega og þæfast og þumbast eitthvað. En Ísland verður komið inní ESB fyrr en varir. Það er augljóst ef horft er til sögulegrar þróunnar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.6.2010 kl. 23:51
Geturðu þá sagt mér af hverju Samfylkingin og VG eru að nota gamlar aðferðir til að "koma okkur uppúr kreppunni", aðferðir sem er vitað að gera lítið annað en að dýpka og lengja kreppur.
Ef þú heldur að langtíma stefna ESB sé ekki að verða Sambandsríki ESB þá ertu einfaldari en ég hélt.
Jóhannes H. Laxdal, 27.6.2010 kl. 23:59
,,Og hvernig gátu Íslendingar "unnið" Þorskastríðið?"
Varðandi það atriði sérstaklega - þá var það bara þróun. Alþjóðleg þróun í takt við tímann. Útfærsla efnahagslögsögunnar meðal strandríkja og byrjaði í BNA, má segja, eftir seinna stríð.
Það eru fá atriði á íslandi sem íslendingar hafa jafnmiklar ranghugmyndir um en þessi ,,þorskastríð" enda fólki aldrei sagt frá staðreyndum og eðli máls, heldur er haldið að þeim einhverju hallærislegasta þjóðrembukjaftæði ever.
Staðreyndin er sú að útfærsla landhelginnar var alveg fyrirsjánleg og aldrei hefði þurft að koma til ágreinings. Hægt hefði verið að semja um þetta allt við Breta í rólegheitunum á siðmentaðann hátt yfir te eða kaffibolla eftir atvikum.
En nei! Heimtufrekjan og remban í ísl. var svo yfirgengileg að það mátti nú ekki.
það þarf að skrifa söguna um útfærslu efnahagslögsögunnar alveg uppá nýtt - og þó það sé gert, þá tekur áratugi fyrir ísland að melta það því þeir eru svo fastir í þjóðrembunni. Rembuháttur ísl. sumra er eiginlega böl á þjóðinni sem skilar sér í fáfræði og ranghugmyndum um umheiminn og ísland - eins og sást best í aðdraganda sjallahrunsins. Þá voru ísl.svo frábærir að það var bara genatískt! Ótrúlegt alveg.
Ef menn trúa ekki ofansögðu, þá er hægt að sjá hér hvað einn virtasti sagnfræðingur ísl. núverandi segir um svokölluð ,,þorskastríð":
,, ... voru þorskastríðin ekki óumflýjanleg. Í hvert sinn hefði verið hægt að fallast á þokkalega málamiðlun en íslensk innanlandspólitík réð talsverðu um það að ráðamenn ákváðu frekar að berjast við Breta en semja við þá."
http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=4588
Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.6.2010 kl. 00:42
Ómar minn er það ofsögum sagt þegar Angela merkel seigir að ESB eigi það á hættu að líða undir lok?
Þegar sérfræðingar ESB mæla með því að gjaldmiðill ESB verði lagður niður/breitt úr núverandi mynd?
Ég er að reyna að ná þér upp úr pólitískum hjólförum em þú ert pikfastur í
Kveðja Brynjar
PS já það hægt að komast framjá þoskastríðinu en þú hefur snúið þessu á haus, Íslendingar gerðu það sama hátt og BNA og USSR og UK og fleiri en sumir voru ekki sáttir. Lausn Íslendinga þar var sú sama og er með Iceave.....Þolinmæði
Brynjar Þór Guðmundsson, 28.6.2010 kl. 05:53
"Eitthvað afgerandi sem hefur reynst öðrum vel. T.d. hefur einhver heyrt um kreppu nú í Þýskalandik, Finnalandi, Svíþjóð, Danmörku? Ekki mikið um það rætt. Enda standa þau vel."
Ég vildi aðeins leiðrétta þennan texta þar sem Svíþjóð er alls ekki í frábærum málum þó þeir séu ekki á hausnum, en það sem ég ætlaði aðallega láta útá var að Þýskir þegnar hafa kvartað sáran útaf evrunni eins finnst mér rosalega lélegt af þér að nefna Þýskaland þar sem ekkert getur verið eins ólíkt Íslandi eins og Þýskaland þegar kemur að ESB og sleppir að nefna þau lönd sem eru í veseni innan ESB og hafa ekki fengið neina hjálp. Skrítið hvað þetta virðist allt vera sérvalið til að fegra þína skoðun og get ekkert annað en spurt mig hvort að restin af textanum sé ekki sama uppá teningnum.
En svona er bara mín skoðun :D
Sigurður Sigurðsson, 28.6.2010 kl. 21:38
Re: Páll (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 10:38
"þá þarftu nú ekki að óttast þjóðaratkvæðagreiðslu Gulli."
Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu skiptir ekki minnsta máli því miðstýringarflokkurinn þorði ekki að hafa hana bindandi - vegna þess að niðurstaðan gæti verið "óæskileg".
"Allt tal um einhverja "töfralausn" er fabúla ESB-andstæðinga."
Prófaðu að lesa athugasemdir Gísla Ingvarssonar og Magnúsar Helga Björgvinssonar og segðu mér svo að þar séu ESB andstæðingar að predika!
Re: Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.6.2010 kl. 16:27
"Og í framhaldi vakna spurningar afhverju sjallar voru að samþykka 70-80% aðild að esb með ees samningnm ef það er svona óskaplegt samband."
Íslendingar hafa bara tekið upp u.þ.b. 10% af lögum ESB í gegnum EES.
Gulli (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 08:42
Magnús Helgi, Svíar hafa aldrei "reynt að láta hana [sænsku krónuna] sveiflast með Evru" því sænska krónan flýtur á markaði og færist því upp og niður eftir markaðnum. Svíar hafa ólíkt Íslendingum áttað sig á kostum og göllum þess að láta markaðinn stýra gengi krónunnar og séð að kostirnir eru mun meiri en gallarnir og láta krónuna því standa sjálfstæða.
"Norðmenn stunda það mikið að fara yfir landamærin til Svíþjóðar að versla. Fyrir inngöngu Svia í ESB var vöruverð sambærilegt milli landana"
ESB hafði ekkert með þetta að gera, verðbólga í Noregi fór af stað vegna innspýtingar fjármagns í formi gríðarlegs olíugróða og norsk stjórnvöld náðu ekki að hefta það. ESB aðild hefði engu breytt þar. Á mót má kannski nefna að fyrir bara 15 árum fóru Svíar yfir til Danmerkur til að versla ódýrt. Nú hefur það algjörlega snúist við og Danir flykkjast til Svíþjóðar til að versla mjög ódýrt. Hvað gerðist á þessum 15 árum? Jú, Danir bundu dönsku krónuna við evru!
Gulli (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 08:50
Gulli ég er búinn að skoða þetta aðeins og þú hefur að mestu rétt fyrir þér! Nema að ég set spurningamerki við verðbólgu í Noregi vegna olíugróðan því Norðmenn hafa held ég frá upphafi haldið olíugróðanum utan efnahagskerfis síns með því að hagnaðurinn fer að mestu í olíusjóði sína sem eru ávaxtaðir utan Noregs.
Vöruverð í Svíþjóð lækkaði um tugi % við inngöngu í ESB. Það er staðreynd. Hér á landi þegar við værum laus við krónu væru erlend fyrirtæki viljugri til að koma hingað með viðskipti sem myndi skapa samkeppni á fákeppnismarkði sem nokkrir aðilar ráða. Hingað koma menn varla ef þeir þurfa að eiga á hættu að gjaldeyrir þeirra verði frystur hér um styttri eða lengri tíma.
Held að það sé nú algengara að Danir fari til Þýskalands að versla.
En að sænsku krónunni aftur. Sænska krónan ólíkt okkar er gjaldgeng um allan heim og auðskiptanleg. Samt þurfa svíar töluverðan erlendan gjaldeyrir til að skipta þeim í viðskipum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 29.6.2010 kl. 09:25
Ég verð nú að segja að fyrir svokallaða kreppu komu fáir erlendir aðilar til Íslands með samkeppni ef það var þá nokkur og þá var ekki nein hætta á frystingu gjaldmiðils ég veit ekki afhverju þú heldur að esb innganga muni breyta því. Þeir munu líklegast halda áfram að hugsa að markaðurinn er oflítill fyrir þá. Ekki að ég sé ekki sammála að það þurfi að eyða samkeppni bara skil ekki afhverju þú heldur að ESB muni redda því. Ég sé heldur ekki afhverju það ætti að lækka verð á Íslandi því að þó tollar falli sem er alls ekki á öllum vörum, þá mun flutningskostnaðurinn enn vera til staðar.
Mér hefur ekki tekist að sjá neitt ennþá í esb sem er gott fyrir Íslenska framtíð, það er jú það sem við þurfum að hugsa um ekki hvað við fáum fyrst um sinn.
Sigurður Sigurðsson, 3.7.2010 kl. 02:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.