Leita í fréttum mbl.is

Ólíkt kann ég betur við ung Vg heldur en unga sjálfstæðismenn

Var að lesa á www.pressan.is kafla úr ræðu formanns Sambands ungra sjáflstæðismanna og ekki er það uppbyggilegt og í raun til skammar af framámanni í stjórnmálaflokki. En pressan hefur eftir úr ærðu hans.:

„Mér var þó kennt að gera ekki grín að gömlum konum en mér var aldrei kennt að vera ekki vondur við kommúnista. Meðan ég starfa sem formaður SUS mun ég aldrei hætta að níðast á þeim.“ Með þessum orðum fengu þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. kalda kveðju í gærkvöldi.

Ólafur Örn Nielsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, fór víða í gagnrýni sinni á ríkisstjórnarflokkana í ræðu sinni á 80 ára afmæli sambandsins í gær.  Hann sagði Samfylkinguna hafa dregið löngu útbrunna Jóhönnu í forystusæti, við hlið hennar sæti Dagur B. Eggertsson, sem væri að kvöldi kominn og loks hefði rauðvínsflaskan verið tekin af Össur Skarphéðinssyni og honum bannað að blogga á næturna. 

Ólafur Örn bætti svo við:

Til marks um hina miklu endurnýjun sem krafist var í hinni svokölluðu búsáhaldabyltingu má nefna að sjálfur var ég ekki fæddur þegar þau Jóhanna og Steingrímur settust á þing.

Mér var þó kennt að gera ekki grín að gömlum konum en mér var aldrei kennt að vera ekki vondur við kommúnista. Meðan ég starfa sem formaður SUS mun ég aldrei hætta að níðast á þeim...

Ungir sjálfstæðismenn munu gera það að meginverkefni sínu að koma kommúnistunum frá og tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn komist aftur til valda okkur öllum til heilla.

Ég´get ekki ýmyndað mér að nokkru vilji stafa með manni með svona hugsunarhátt. Og er þetta framtíðin i Sjálfstæðiflokknum. Þá er þessu sjálfhætt hjá þeim. Og síðasti landsfundur er merki um að þeir eru á þessari leið.

Allt annað að lesa þessa málefnalegu ræðu formanns ungra VG liða. Ekki farið í skítkasst og ómurlegheit.


mbl.is Fullorðið fólk talar saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Ljótt er að heyra. Sjálfstæðismenn eru nú að átta sig á að ESB ályktunin sem þessir stuttbuxnadrengir knúðu í gegn mun dæma flokkinn frá stjórnarþátttöku um ókomin ár. Það heitir á mannamáli að mála sig algjörlega út í horn. Þarf nokkuð að gráta það?

Björn Birgisson, 27.6.2010 kl. 23:40

2 identicon

En getur þú sagt mér eitthvað um félagshyggju flokkinn samfylkinguna, sem situr í ríkisstjórn og er búin að brjóta öll fögru félagshyggjumálin í þeirri ríkisstjórn ?

Til hvers er fólk að starfa í pólitík , sem segist vera félagshyggjufólk, en svíkja svo allt sem það segist standa fyrir ?

Ég er búinn að gefa öllu þessu fólki mitt atkvæði í átatugi, en það er því miður sama rassgatið undir því öllu, sama hvaða pólitísku afli það tilheyrir !

Þetta fólk hugsar allt um það sama, hvar get ég verið svi lítið beri á !

JR (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband