Leita í fréttum mbl.is

Um 60% þjóðarinnar vill Gamla góða Ísland með sínni verðbólgu, og gengishruni aftur!

Ósköp er þessi þjóð heimsk. Hér hefur krónan sigið á einni öld 2000 falt. Hér grasserar verðbólga og hefur gert í síðustu 50 ár. Hér hafa verið og verða við lýði háir vextir þar sem að annars myndi fjármagn streyma úr landi. Hér geta fámenni hópar útgerðamanna og bænda fokkað í okkur eins og þeir vilja. Hækkað verð, lækkað gengi og svo fram eftir götunum.

Hér þarf að vera sérstök mynt "Verðtryggð króna" því annars væri ekki hægt að lána hér á landi nema á okur vöxtum Hér er fólk sem er að gráta það að borga kannski um 100 milljónir af 20 milljónaláni á 40 árum.

En samt vill fólk hér allt óbreytt. Ekki reyna neitt nýtt! Ekki segja að nú eigi allt að verða öðruvísi. Því nær allar aðarar leiðir hafa verið reyndar til þessa og allar hrunið í andlitið á okkur. En nei það má ekki horfa í hvað við fáum út úr aðildarviðræðum. Frekar Ísland fyrir Íslendingaa, útlendingar eru vondir menn sem eru að reyna að stela auðlindum okkar og fleira gáfulegt. Fólk vill nú bara loka okkur af hér á hjara veraldar og hætta nær öllu alþjóðasamstarfi og viðskiptum. Bara lifa á því sem vð ræktum og veiðum. Svoleiðis bullandi þjóðernisremba að maður verður veikur að hlusta á þetta bull

Verði ykkur að góðu. En samning skulið þið fá til að geta endanlega gert upp hug ykkar í þjóðaratkvæði.

Minni á að fyrir 2 árum var góður meirihluti með aðildarviðræðum að ESB og hafði verið um árabil


mbl.is Aðeins fjórðungur vill í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ert þú einhver Ayatollah norðursins? Getur þú dæmt um það hvort fólkið sem býr á Íslandi sé heimskt eða ekki?

 Getur það verið að fólk sé jafnvel tílbúið að gjaldmiðillinn sé notaður til að stýra efnahagi landsins, í staðin fyrir atvinnuleysisstuðul, eins og víðast tíðkast í ESB löndunum? Jafnvel í mestu kreppu sem sögur fara af á Íslandi, er atvinnuleysið lægra en meðaltalið í ESB. Allan síðasta áratug hefur atvinnuleysi ekki mælst á Íslandi.

Lífskjör hafa verið þau hæstu í heimi, ásamt Noregi, Sviss, USA og nokkrum öðrum löndum.

Ef ekki væri verðtrygging, þá væri heldur enginn sparnaður. Þú mátt ekki bara tala sem skuldari. Það er algert lykilatriði að sparnaður byggist upp í landinu. Margir, t.d. þeir sem keyptu húsnæði á neikvæðum vöxtum og borguðu aldrei íbúðarlánin sín voru að hagnast, en á sama tíma brann sparnaður þessa fólks upp. Verðtrygging á sparnaði er nauðsynleg. Hún helst í hendur við verðtryggingu á skuldum. Það þarf að lækka verðbólgu og vexti á Íslandi, það hefur ekkert með verðtryggingu að gera.

joi (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 23:42

2 identicon

Magnus tu bendir a ad tjodin sje heimsk . gadu ad tvi ad tegar tu ert ad benda a adra eru 4 fingur sem benda  til baka a tig . tad gaeti tulkast tanig ad tu sjest 4 x heimskari    http://www.theforbiddenknowledge.com/hardtruth/targets_of_illuminati.htm

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 00:00

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þú ert eins og einræðisherra Magnús sbr.Samning skuluð þið fá. Afkoman er auðvitað mikils virði,til þess þurfum við vinnu,veistu það ekki?  Höfum við ekki lært af þessum hremmingum,eða kanski bara Samfylkingin?  Tekur hún ekki stöðu með bönkunum í einu og öllu, þessi óhreina vinstri stjórn.  Fólk vill ekki allt óbreytt, ekki eins og það er núna.Því ættum við ekki að spjara okkur,eins og við gerðum í öndverðu,hafandi á að skipa menntuðu fólki,sem tekur þjóðina framyfir flokkinn. Innlimun í Esb.má ekki verða.

Helga Kristjánsdóttir, 2.7.2010 kl. 00:29

4 identicon

Hver er heimsk(ur)?  Verðbólgan er 5% núna... sé ekki að það séu nein ósköp!

Freyr (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 00:41

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Held að spurningin hef ekki verið rétt og tími hennar ekki heldur.  Bloggaði um þessa skoðanakönnun fyrr í kvöld, sjá eftirfarandi: 

Þegar vitlaust er spurt – verða svörin út í hött. Þó ég hafi í mörg ár verið fylgjandi aðild að ESB, eru auðvitað fjölda margir sem alls ekki hafa myndað sér skoðun á málinu, sem er hið eðlilegasta mál.

Ég skora hér með á einhvern þar til bærann aðila að láta fara fram skoðanakönnum þess efnis hvort kjósendur hér á landi eru fylgjandi aðildarviðræðum við ESB eða ekki.

Það er mín sannfæring að í raun sé minni hluti þjóðarinnar með fast mótaða skoðun með eða á móti aðild, á þessu stigi málsins. Fáum skoðanakönnun um stöðu dagsins  í dag.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.7.2010 kl. 01:56

6 identicon

Hví óttast fólk svo mjög viðræður við ESB þar sem þjóðin mun á endanum ráða úrslitum um?

Hafa menn eitthvað að fela? Eða eru menn dauðhræddir við að missa kjöt úr katli sínum? Eða treysta þeir ekki þjóðinni til sjálfstæðra ákvarðana?

Maður bara spyr...!

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 02:17

7 Smámynd: Lárus Baldursson

Eigum við ekki að bíða með þessa umsókn og gefa æsku landsins tækifæri á því að breyta landinu, þessir steinaldarmenn sem hafa haldið landinu í herkví í marga áratugi fara fljótlega að hrökkva upp af, og framtíðin er björt tækifærin margfalt fleiri í dag en þegar steinaldarmennirnir uxu úr grasi við þurfum ekki ESB til að verða efnahagslega vel stæð þjóð.

Lárus Baldursson, 2.7.2010 kl. 02:41

8 identicon

Fólk er búið að gleipa við áróðri LÍÚ sægreifanna og bændanna sem eru á ríkisspenanum, það má ekki hrófla við þeim. Síðan kommúnistarnir í XD (Vinir Ögmundar og Lilju) ályktuðu á móti ESB er samfylkingin ein á hægri vængnum.

Freyr þó að verðbólga sé um 5% (sem á alþjóðlegum mælikvarða þykir hátt) þá er verðbólga hæst á Íslandi af OECD löndunum.

Bjöggi (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband