Leita í fréttum mbl.is

Finnst málflutningur Magnúsar Þórs ekki til fyrirmyndar

Hlustaði/horfði á Kastljós í kvöld þar sem hann var í umræðum á móti Margréti Sverrisdóttur. Það voru nokkur atriði sem slógu mig:

  • Hann gat ekki fallist á það að ásjóna flokksins væri nokkuð einsleit. Þegar Margrét var að benda á að hann og Guðjón væru náttúrulega menn sem hafa barist gegn kvótakerfinu og fleira þá vantaði konur og þeirra mál og málflutning inn í framvarðasveit flokksins.
  • Mér fannst það ekki merki um lýðræðishugsun þegar Magnús Þór fór að vísa í að honum og Guðjóni hafi ekki litist á þetta eða hitt. Talaði eins og þeir 2 og svo Sigurjón ættu að ráða málum í flokknunm af því að peningar kæmu inn í flokkinn frá ríkinu út af þeim
  • Þá fannst mér ömurlegt þegar hann gerð lítið úr árangri Frjálslyndra í Reykjavík af því að Margrét hefði ekki komist þar inn og að flokkurinn hefði ekki náð að komast í meirihluta. Um leið og hann eignaði sér allan árangur af því að hafa komið manni inn á Akranesi.
  • Þá fannst mér hann gera hreinlega á sig þegar hann fór að gera lítið úr Margrét fyrir árangur hennar í síðustu Alþingiskosningum. Jafnvel þó hún benti á að hún hefði fengið mun fleiri atkvæði en hann og það væri vægi atkvæða sem hefði ráðið því að hann komst inn á þing.

Mér finnst leiðinlegt að sjá að flokkur sem hefur verið svona duglegur í 3 ár sé að líða fyrir fýlu og frekju manna sem láta eins og þeir ráði þessum flokki einir. Þeir virðast vera búnir að gleyma að formenn flokka starfa í umboði flokksmanna og eiga að framfylgja vilja flokksmanna.

Annars ætti ég bara að vera feginn. Því að aldrei mun ég kjósa frjálslynda.


mbl.is Margrét Sverrisdóttir býður sig ekki fram til formanns Frjálslyndra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það verður einhver að nöldra takk fyrir og þegar ég er ósáttu´r þá nota ég bara allar áttundir og fimmundir og bara alla þá tóna sem ég vill. Enda er þetta dálitið sami skalinn og aðrir nota hér til að drulla yfir Ingibjörgu Sólrúnu. Ég hef nú einusinni algjörlega frjálsar hendur hér á þessu svæði. Lík þessu svo með smá blús: sem byrjar svonaÞ

G7 - C7 - G7 - D7 - C7 - G7

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.1.2007 kl. 23:30

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Sammála greinarhöfundi að málflutningur Magnúsar Þórs var ómálaefnalegur og hreint út sagt leiðinlegur.Þau voru mörg atkvæðin sem runnu til Margrétar í kvöld.

Kristján Pétursson, 23.1.2007 kl. 23:48

3 identicon

Sælir, Magnús Helgi; og Þrymur !

Þrymur, verð reyndar að taka fram, að þrátt fyrir að við Magnús Helgi séum ekki samstíga, í öllum greinum, þá vil ég nú ekki væna Magnús Helga um vælukjóa-nöldurtón. A.m.k. fæ ég, þjóðernissinninn alltaf kurteislegar viðtökur, á síðu Magnúsar, sem og hjá þér, Þrymur !

Jú, jú,........ víst hefði verið ákjósanlegt, að Frjálslyndi flokkurinn fylgdi fram, af festu, umræðunni um sívaxandi fjölda útlenzkra hér. Ekki einungis, að ég vilji stöðva; með öllu, þá Múhameðsku hingað, út til Íslands, þá og ekki síður að fyrirbyggja undirboð á almenna vinnumarkaðinum (ASÍ - SA, þurfa að fara að taka á þessu, eins og menn) sem ófyrirséð er með öllu, hvað úr verður.

Sjáum til, hvernig þeim Margréti og Magnúsi Þór tekst til, um helgina, vona bara, að ræðuskörungurinn Valdimar Leó fái það brautargengi, hjá þeim, sem hann á fyllilega skilið. Bakka ekki, með það viðhorf mitt, að þau Þorgerður Katrín og Sigurður Kári komust full greiðlega, í gegn; með helvítis ohf-inguna, á Ríkisútvarpið.

Með kveðju /

Óskar Helgi   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 23:51

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Takk fyrir hlý orð í minn garð Óskar Helgi og Kristjáni er ég sammála eins og oftast Valdimar Leó er ágætis maður. Hann hefði bara mátt hafa sig meira í frammi eftir að hann komst á þing. Hann var mjög öflugur í trúnaðarmannastörfum hjá Sfr og BSRB og bariðist af hörku fyrir réttindum þeirra sem hann starfaði fyrir sem var starfsfólk á Sambýlum og í þjónustu við fatlaða. Hann átti allt gott skilið en leið fyrir það að hafa ekki fyrr en nú í vetur vaknað almennilega til lífsins. Því fékk hann ekki brautargengi hjá Samfylkingunni.

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.1.2007 kl. 23:59

5 identicon

Magnús Þór talaði um mikilvægi þess að halda sömu framvarðarsveitinni.  'I mínum huga hefur Margrét Sverrisdóttir verið í framvarðarsveit flokksins frá stofnun hans ( er ekki komið á 9. ár síðan).   En hve lengi hefur Magnús verið í framvarðarsveitinni ? rúmlega 4 ár ?   Málflutningur hans var að mínu mati alls ekki sannfærandi.

Þóroddur (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 00:32

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Var verið að benda mér á að Þrymur hafi sennileg verið að tala um Magnús Þór ekki mig. Og þar með er færsla mín alveg út úr kú þarna fyrir neðan athugasemdina hans Þryms og ég biðst afsökunar á látunum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.1.2007 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband