Leita í fréttum mbl.is

Já gott fólk þetta er það sem ég hef sagt frá því í Júní

Og margir hafa skrifað á móti að ég sé vitlaus og skilji þetta ekki. þetta er nefnilega ekki spurning um hvort að eitthvað lendi á fjármálafyrirtækjum vegna þessara lána, heldur eins og segir í fréttinni:

Blaðið segir, að í vinnugögnunum komi fram að stjórnvöld telji sig þurfa að hækka tekjuskatt, virðisaukaskatt og skera enn frekar niður, verði þessi eignayfirfærsla að veruleika. Þar segi einnig að kostnaður við alla almenna fjármálaþjónustu myndi líklega stórhækka ef samningsvextir lánanna yrðu látnir standa.

Þ.e. að allur bankakostnaður fólks hækkar, önnur lán verða dýrari, ríkið þarf að skera meira niður og skattar og virðisaukaskattur að hækka.

Minni líka á að þó að þessi fjármálafyrirtæki fari á hausinn þá hverfa ekki lánin heldur verða að eignum í þrotabúinu sem ganga svo væntanlega til kröfuhafa eða hæstbjóðenda. En hugsanlegar inneignir fólk af þessum lánum eftir að gengisviðmið var dæmt ólöglegt væri sennilega horfin.


mbl.is 350 milljarða tilfærsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Magnús, ástæðan er ekki lán heimilanna og það átt þú að vita.  Ástæðan er lán fyrirtækjanna.  Það er út í hött að stilla því þannig upp að fái maðurinn í næsta húsi leiðréttingu í samræmi við hugsanlega niðurstöðu dómstóla, þá lendi það á skattgreiðendum.  Gengistryggð lán heimilanna stóðu niðurfærð í um 110 milljörðum í bókum bankanna um síðustu áramót, voru um 290 milljarðar við hrun.  Það er búið að gera ráð fyrir að stór hluti lánanna væri ekki innheimtanlegur og því verður ekkert viðbótarhögg sem nokkru nemur, NEMA að fólk sé hreinlega búið að of greiða inn á lánin.  Ég efast um að það jafngildi 100 milljörðum.  Nei, ástæðan er að fyrirtækin eru njóta baráttu einstaklinga fyrir réttlæti.

Marinó G. Njálsson, 8.7.2010 kl. 12:11

2 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Og "blaðið segir" er náttúrlega alveg óvéfengjanlegur sannleikur?

Nú er ríkisstjórnin og fjármálafyrirtækin á fullu að hræða almenning til hlýðni með því að hóta með auknum skattheimtum og dýrari fjármálaþjónustu ef skuldarar beygi sig ekki undir þá lagleysu sem Hæstiréttur er búinn að úrskurða um.

Þeim tekst það líka afbragðs vel að etja saman almenningi og fá þá til að skipta sér upp í hópa; gengislánahópa, verðtryggða hópa og þá sem engin lán hafa tekið. Síðari hóparnir tveir eru nú þegar með á nótunum og hafa hátt um þá ósvinnu ef gengislánahóparnir kæmust nú undan því að sjá lán sín tvö- til þrefaldast. Ég geri ráð fyrir að sömu hópar hafi verið fullir samúðar og talað fyrir því að þeir fengju að færa lán sín yfir í heiðarlega íslenska verðtryggingu þegar gengið féll með 50% á einni nóttu.

Stærstu bankarnir eru allir búnir að gefa það út að þeir þoli vel þann skell að lánin verði aðeins með samningsvöxtunum og að þeir þurfi ekkert viðbótarframlag frá ríkinu í því sambandi. Og ef fjármögnunarfyrirtækin þola það ekki þá sé ég ekki að það væri neinn stórskaði þó að þau færu þá bara hreinlega á hausinn. Það risu þá kannske upp önnur með svo snjöllum lögfræðingum að þeir gætu lesið og skilið íslensk lög.

Jón Bragi Sigurðsson, 8.7.2010 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband