Fimmtudagur, 8. júlí 2010
Úps ekkert að marka Bjarna Ben!
Þetta sagði Bjarni í grein sem hann skrifaði ásamt Illuga Gunnarssyni 13 des 2008:
Tveir frammámenn Sjálfstæðisflokksins á þingi, Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson, lýsa því yfir í Fréttablaðinu í dag að þeir vilji að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið og að innganga í sambandið verði borin undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Bjarni og Illugi segja í aðsendri grein í blaðinu að krónan muni reynast okkur fjötur um fót til lengri tíma. Þó megi ákvörðun um aðild ekki eingöngu snúast um gjaldmiðilinn. Þeir segja að stjórnvöldum hafi mistekist á undanförnum árum að tengja saman ríkisfjármál og stjórn peningamála. Vextir hafi orðið ein helsta útflutningsafurð þjóðarinnar og því hafi gengi krónunnar orðið sterkara en verðmætasköpun þjóðarinnar gat staðið undir. Einkavæðing ríkisbankanna hafi þó ekki verið mistök en þeir telja að herða hefði þurft reglur um eignarhald bankanna. Þá hafi Fjármálaeftirlitið verið of veikt og benda þeir á að enn sé það aðeins með um 60% af mannafla Fiskistofu.
Þá segja Bjarni og Illugi að atburðir síðustu mánaða hafi dregið úr trausti fólks á stjórnmálamönnum. Þeir telja því nauðsynlegt að endurskoða kosningafyrirkomulagið. Hvert sú endurskoðun ætti að leiða skýra þeir ekki frekar.
En nú ert þetta bara allt gleymt og heytir að hann hafi viljað:
Eftir hrunið fannst mér rétt að menn sýndu umræðunni umburðarlyndi og veltu alvarlega fyrir sér öllum valkostum í stöðunni
Ekki gat ég lesið það út úr grein hans fyrir 2 árum. Er furða þó menn tali um hann sem vindhana. Þ.e. hann snýst eins og vindar blása en gerir að öðruleyti ekkert gagn.
Umsókn Íslands verði dregin til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Nýjustu færslurnar
- Ef þjóðin kýs yfir sig Viðreisn næst fer hún úr öskunni í eldinn, að fá Þorgerði Katrínu sem næsta forsætisráðherra - ESB innganga?
- Smávegis af illviðri gærdagsins (7.nóvember 2024)
- Donald Trump mun á EINUM DEGI stöðva stríð!
- Viltu framlengja fortíðina eða skapa nýja og betri framtíð?
- Efnahagslegar afleiðingar valdatöku Trumps (líka fyrir Ísland)
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Var evrópusambandið búið að lýsa því yfir AFDRÁTTARLAUST að Íslendingar þurfa að gera upp Icesave skuldina, sem er líklega tæplega útgjöld ríkisins í þrjú ár skilyrðislaust ef landið ætlar inn í ESB? Væntanlega ekki. Utanríkisráðherra hefur meira segja haldið hinu gagnstæða fram, allt fram á þennan dag.
Illugir er ekki lengur á Þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Bjarni Ben. er formaður flokksins, honum ber að fara eftir stefnu flokksins. Á landsfundinum á síðasta ári var tillaga um að ganga í ESB ekki einu sinni borin upp, hún fékk ekki einu sinni nægilegt fylgi á fundinum til að verða tekin til umræðu. Vilji Sjálfstæðisflokksins þá var ótvíræður.
Á auka landsfundi flokksins í síðasta mánuði var í þrígang kosið um hvort ætti að hætta aðildarviðræðum að ESB að sinni. Í öll skiptin var niðurstaðan sú sama, að draga aðildarviðræður til baka að sinni.
Hvað Bjarna Ben. varðar, þá er fylgið á uppleið. Hann tók við flokknum í um 27%, en er nú farinn að mælast með 35%. Fylgið hefur aukist um 40% á rúmu ári eftir að Bjarni tók við. Menn geta svo rifist um hvort það sé Bjarna að þakka, stefnu Sjálfstæðisflokkins, eða einfaldlega ömurlegri ríkisstjórn sem getur ekki gert nokkurn skapaðan hlut án þess að úr því verði klúður. Líklega er þessi fylgisaukning bland af þessu öllu saman.
Gætir þú annars birt link inn á þessa grein, það er erfitt að átta sig á hver sagði hvað þegar slitrur úr greinum eru birtar, og verið að quota í fréttablaðið.
joi (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 20:13
Joi láttu ekki svona. Eignir Landsbankans gamla duga fyrir um 90% af höfðustól lánsins. Þannig að eftir er í mesta lagi 100 til 180 milljarðar. Og það er innan við 30% af útgjöldum í eitt ár. Og við höfum til ársins 2020 að borga það Og fáum framlengu eins og við viljum. Jafnvel talið að eignirnar dugi fyrir nærri öllum kostnaði okkar miðað við að efnahagslífið er að taka við sér aftur.
ESB getur ályktað eins og það vill. Við greiðum atkvæði um samning um inngöngu í ESB ekki um samning við Bretland og Holland sem löngu verður tilbúinn áður en til þess kemur. Auðvita vill ESB að við göngum frá deilum okkar við önnur ESB ríki. En ESB hefði ekki samþykkt að hefja viðræður við okkur núna ef þetta væri mál sem þeir settu sem skilyrði.
Magnús Helgi Björgvinsson, 8.7.2010 kl. 20:55
Svo er kannski rétt að benda þér á að ESA sem er eftirlitsstofnun EFTA með EES samningi telur að við eigum að borga og hefur veitt okkur frest fram í næsta mánuð að svar 3 eða 4 ítrekun þeirra. Eftir það fer málið fyrir EFTA dómstól sem yfirmaður ESA segir að dæmi okkur til a borga.
Magnús Helgi Björgvinsson, 8.7.2010 kl. 21:00
Sæll Maggi. Hvernig dettur þér í hug að taka mark á þessu kumpánum. Skoðanir þeirra ganga kaupum og sölum eftir því hver býður best. BB seldi sínar skoðanir fyrir það sem hann heldur að kallist "völd" en er í raun hlutverk strengjabrúðu valdaklíkusamfélagsins.
Illugi er svo ofur seldur sínum afglöpum að hans skoðun skiptir engu sem stendur.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.7.2010 kl. 21:59
Ja hérna Magnús Helgi þú ert allur fastur í fortíðinni það er alveg orðið ljóst. Hamrar á því sem var og þjóðin rak í burtu með mótmælum í von um betra... og hvað kom í staðinn... Er betra að hafa þessa sauðspilltu Stjórnmálamenn sem eru siðblindir út í eitt og lugu sig til valda til að geta klárað að ræna Landsmenn öllu sínu sem þeim tókst ekki í skjóli Sjálfstæðisflokksins... Svei og Skömm segi ég... Út með allt þetta fólk sem er í Ríkistjórn núna og komi það ALDREI aftur til valda... Það sem er núna er það sem við eigum að líta til. Kveðja.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.7.2010 kl. 21:59
Djöfull er fólk fljótt að gleyma. Icesave er afkvæmi Sjálfstæðisflokksins og það var þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins sem lofaði endurgreiðslu fyrir hönd þjóðarinnar. Bretar og Hollendingar trúðu þessu og greiddu innistæðueigendum út peningana sína. Nú vilja Hollendingar og Bretar fá peningana til baka sem þeim var lofað, vegna þess að þeim var lofað þeim. Ef þeim hefði ekki verið lofað þeim af Geira Haarde hefðu innistæðueigendurnir sem voru vissulega að leggja inn á óörugga reikninga tapað peningunum hjá íslensku einkafyrirtæki og enginn gæti neitt sagt. Sjálfstæðismenn lofuðu að borga þetta til baka og það er bagginn sem við sitjum uppi með.
Pétur Sig, 9.7.2010 kl. 00:49
Bjarni er búin að skipta oft um skoðun hvað varðar ESB alveg eins og með IceSave. Einusinni vildi hann borga IceSave með 6,5% vöxtum og ganga í ESB.
Bjöggi (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 12:26
Svona til að sýna hvernig Mogginn og sjálfstæðoisflokkurinn vinnu má benda á þetta:
Magnús Helgi Björgvinsson, 9.7.2010 kl. 13:45
Bjarna Ben, var jú bannað að detta það í hug að hafa áhuga á ESB viðræðum á landsfundi, þar með er hann eins og allir aðrir sjálfstæðismenn sem voru sömu skoðunar allt í einu búnir að sjá ljósið og nú orðnir harðir andstæðingar ESB. Ekkert ESB fyrir Ísland, og alls engin þjóðaratkvæðagreiðsla um málið. Þetta verður bara útkljáð á Íslenska mátann, þ.e. á bak við tjöldin.
Bjarni (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.