Leita í fréttum mbl.is

Svona fer mogginn og Heimssýn að því að móta skoðanir Íslendinga í þessu máli.

Þetta er úr frétt af www.dv.is

Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson hélt því fram á fésbókarsíðu sinni um helgina að könnun sem unnin var fyrir Moggann um skoðanir Íslendinga á Evrópusambandsaðild hefði verið ritskoðuð í meðförum blaðsins.

„Í könnun Mbl um ESB var einnig spurt um afstöðu til aðildar að ESB ef tryggð væru yfirráð Íslendinga yfir fiskveiðilögsögunni. 71% aðspurðra sögðust þá vera hlynnt aðild. Það hentaði greinilega ekki Mbl að birta þessa niðurstöðu,“ sagði Sveinn Andri en könnunin var unnin af MMR, Markaðs- og miðlarannsóknum.

Það er nú ekki merki um góða fréttamennsku að sleppa bara hluta úr skoðanakönnun sem hentar ekki málstaðnum!


mbl.is Ræddu um skipulag aðildarviðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hefur einhversstaðar komið fram nokkur vísbending um það að Íslendingar muni fá slíka sérmeðferð og fá að halda fullri stjórn yfir fiskveiðilögsögunni?

Og hættu svo að tengja vangavelturnar þínar við fréttir sem fjalla um eitthvað allt annað. Það er fátt meira böggandi en það.

Halldór Rúnarsson (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 16:01

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Halldór, Það er nú bara þannig að sameiginlega fiskveiðistefna ESB snýst um sameiginlega kvóta.

Fyrir utan einstaka sameiginlega stofna. Þá er enginn fiskveiðistofn íslendinga sameiginlegur með fiskveiðistofnum annara ESB ríkja. Það er því augljóst að íslendingar þurfa nauðsynlega að stjórna þessum málum sjálfir. Hvernig svo sem útfærslan verður á því á endanum. Það er því alveg ljóst að sjálfstjórn íselndinga varðandi fiskistofna við Ísland á eftir að verða mikil. Útfærslan á hinsvegar eftir að koma í ljós, eins og eðlilegt er.

Jón Frímann Jónsson, 9.7.2010 kl. 16:09

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Jón Frímann og eru þið ESB sinnar að sjá það að við munum halda okkar öllum réttindum sem við eigum og höfum alveg óskertum... Þessi innganga er ekkert nema fórnir á annan veginn og gróði á hinn veginn og sá vegur er ekki okkar vegur hjá ESB... Sameiginleg eða ekki málið er að afhverju eigum við að þurfa að gefa eftir af því sem að við eigum í Auðlindum til að geta fengið inngöngu í ESB... Þetta er meira bullið þetta ESB segi ég.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.7.2010 kl. 17:28

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ragnar Arnalds var í löngu viðtali á útv.Sögu. Hann er reyndur pólitíkus og veit að Brussel mun stjórna allri fiskveiðistefnu hér,værum við í þessu bévítans apparati.  Heillaðist af ungum metnaðarfullum Íslendingum, sem vilja berjast fyrir ættjörð sína og verjast ágirnd Esb.í auðlindir okkar.

Helga Kristjánsdóttir, 10.7.2010 kl. 03:14

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ragnar Arnalds og fleiri sögðu  þetta líka um það þegar við gengum í EFTA um 1970  og EES 1994  að hér myndu erlend fyrirtæki kaupa upp öll fyrirtæki og jarðir og erlend fiskiskip fylla hér landhelgina bara strax eftir undirskrift. Þetta reyndist bara ekki rétt. Hann er nú fyrrverandi formaður og stofnandi Heimsýnar þannig að hann er nú ekki að horfa hlutlaust á þetta mál. Og hefur alltaf verið á móti því að við ættum í nánu samstarfi við Evrópu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.7.2010 kl. 13:22

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Eftirfarandi er hægt að lesa í þjóðviljanum þegar ákveðið var að sækja um aðild að EFTA og haft eftir Ragari Arnalds:

Ekki má gleyima því, að ísland er og verður útkjálki- í Evrópu. Ef Islamd rennur inn í stóra efnahagsheild,mun ad því, stetfiia, að landið verðd fyrst og fremst útibú fyrir erlenda auðhringi og veiðistöð fyrir saimevrópskan markað. Aðildin að EFTA er einmdtt spor í þessa átt.  

Þeir sem hins vegar skilja, hve gífurlega mdkilvægt það er fyrir örsmáa þjoð eins , og okkur Islendinga, að í landinu verði í framtíðinini starfrækt ísienzk fyrirtæki, af ísienddngum og i þeirra þágu, mumu leggja á það allt kapp að vernda ísienzka atvinnuvegi og reyna að tryggja,að þjóðin verði áfiraim efnahagslega sjáifstæð eining.

Þetta sagði hann 1969 kannast einhver við sönginn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.7.2010 kl. 13:32

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég vil árétta það sem Jón Frímann segir um yfirráð yfir fiskimiðunum okkar eftir inngöngu Íslands í ESB

Fiskistofnar við Ísland eru staðbundnir hvað varðar djúpsjávartegundir eins og þorsk og við munum halda fullum yfirráðum yfir þeim áfram.

Uppsjávarstofnar eins síld og loðna eru sameiginlegir með öðrum þjóðum og um þá samið nú þegar.

Samningsstaða okkar með ESB við samningaborðið í viðræðum við Norðamenn mun aðeins styrkjast enn frekar.

Ég skora á Svein Andra að ná fram í dagsljósið gögnum um þessa könnum sem hann segir að hafi verið skotið undan. Ég trúi öllu á Móablaðið nú til dags.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.7.2010 kl. 13:18

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ragnar Arnalds hefur rækilega afsannað sína spádómsgáfu með þessari klausu um EFTA 1969

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.7.2010 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband