Leita í fréttum mbl.is

Þetta er nú að verða komið gott!

Finnst alveg makalaus vinnubrögð hjá VG. Til að koma allri ábyrgð yfir á Samfylkinguna þá halda þau fund og senda svo þingflokksformanninn af stað í fjölmiðla og tilkynna að þetta sé allt Samfylkingunni að kenna þessi samningur. Þó er þetta búið að fara 2x í gegnum nefnd um erlenda fjárfestingu og fulltrúar allra flokka í nefndinni nema Vg og Hreyfingar hafa lýst þessum samningi sem löglegum.

Guðfríður Lilja hótar að hætta að styðja stjórnina, svo kemur Þuríður og nú svona gefur Atli það í skyn. Hann hefur þó rænu á að minnast á það að þetta mál sé í vinnslu 5 ráðherra sem það hefur verið nú lengi. Það er óvart bara ekki til einföld lausn á þessu. Fólk ætti að muna að það hafa verið gerðar 3 tilraunir til að innlendir aðilar kaupi þetta. M.a. Lífeyrissjóðir en þeim leyst ekki á kjörin.

Spurning hvað þingmenn VG voru að gera í allan vetur nema að þvælast fyrir öllum málum. Ekki haf ég séð tillögur til þingsályktunar um HS orku frá þeim eða frumvörp um breytingar á lögum um fjárfestingu í orkufyrirtækjum

Síðan minni ég menn á að það er ekki rétt hjá Atla og co að einhver sé að öðlast auðlindirnar eins og hann talar heldur er um nýtingarrétt í afmarkaðan tíma að ræða. Rétt að lögin eru þannig að þessi nýtingartími er allt of langur. Því þarf að breyta.

En það verður aldrei þingmeirihluti fyrir því að ríkið fari að ausa nú tugum milljörðum til að kaupa HS orku. Ég trúi því ekki. Það verður farið í að takmarka hvað HS orka getur stækkað og koma í veg fyrir að önnur orkufyrirtæki verði í meirihlutaeign einkaaðila. Og eins að landeigendur geti ekki selt einkaaðilum orkunýtingarrétt hjá sé.

Mér er alveg sama um það að hver þingmaður eigi að fara eftir eigin sannfæringu en fyrr má vera. Settust þessir þingmenn og ráðherrar VG ekki niður í maí í fyrra og ákváðu að fara í samstarf við Samfylkingu? Manni virðist stundum að einhverjir hafi bara verið í fríi þá og skrifað undir án þess að meina nokkuð með því. Því þeir hafa verið einna duglegastir í að veikja þessa stjórn og grafa undan henni.

Vona að Samfylking taki það ekki í mál að kosta til tugum milljarða í að friða VG. Frekar að hætta þessu bara núna! Þessi barátta er dæmd til að tapast ef VG heldur svona áfram.

Bendi að lokum á ágæta grein um þetta HS orku dæmi hér Orkubloggið


mbl.is Gæti ógnað ríkisstjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líklegast ráða  þingmenn VG ekki við órólegu deildina innan flokksins, þ.e. rauðliðana. Sem eru nú ekki alveg skörpustu pólitíkusarnir á landinu ef þeir ætla sér að sprengja stjórnina með þessu máli.

Sem þýðir væntanlega endurkomu hrunflokkanna að valdastólunum...

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 17:45

2 identicon

Hversvegna gerði Samfylkingin ekki neitt?

Og hversvegna telur Samfylkingin að hagsmunir skuggalegs skúffufyrirtækis í Svíþjóð séu mikilvægari en ríkistjórnarsamstarfið og þeir almannahagsmunir að orkufyrirtækin verði í opinberri eigu?

Agnar Kr. Þorsteinsosn (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband