Leita í fréttum mbl.is

Náttúrulega hárrétt hjá Birni Vali

Finnst nú svona í fljótu bragði að Björn Valur sé sá þingmaður sem hefur komið mér skemmtilegast á óvart. Yfirleitt maður sem vill leysa mál af skynsemi tek sér staklega undir þetta hjá honum:

„Nei, ekki þannig. En það er auðvitað mjög sérstakt að fólk lýsi því yfir fyrirfram að ef það nái ekki fram sínum ítrustu kröfum í einhverjum málum að það styðji þá ekki lengur ríkisstjórn, í það minnsta á meðan verið er að leysa málið. Þetta eru dálítið stór orð og það gæti farið svo að fólk yrði annað hvort að standa við þau eða skipta um skoðun.“

Það er einmitt málið. Guðfríður og félagar eru í raun að lýsa því yfir að ef að ekki verði farið að þeirra vilja þá verði stjórn slitið og þetta mál falið öðrum flokkum. Og með þessum yfirlýsingu Guðfríðar er hún búin að mála sig út í horn. Því að ef um málamiðlun verður að ræða þá þarf hún að skipta um skoðun frá því hún rauk með látúm í fjölmiðla.

Og þetta:

„Við vitum ekki hvaða lending verður í þessu máli. Okkur eru ekki allir vegir færir í því. Þannig að það er líklegra en hitt að við verðum að finna einhverja sameiginlega lendingu sem allir geta unað við, ekki eingöngu þeir sem hóta stjórnarslitum. Þeir sem gera það eru þá sömuleiðis þeirrar skoðunar að þetta mál sé betur leyst af einhverjum öðrum en okkur. Því er ég ósammála.“

Skynsamur maður skipstjórinn frá Ólafsfirði. Ekki bara í þessu máli heldur fleirum t.d. sem varaformaður fjárlaganefndar

 


mbl.is Sérstakar yfirlýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband