Leita í fréttum mbl.is

Bara svona að velta fyrir mér! - Hvar mega erlendir fjárfestar fjárfesta hér á landi

Nú er nokkuð ljóst að frá hruni höfum við talað hátíðlega um að laða hingað erlenda fjárfesta til að efla hér efnahagslífið. Nú er þjóðin að sameinast gegn fjárfestingu í HS orku. Allt í lagi en þá fór ég að velta fyrir mér eftirfarandi:

Það er ljóst að fólk vill ekki fjarfestingu erlendra aðila í orkugeiranum. Þó það þýði að við komum þá ekki til með að virkja mikið á næstu árum því að ríkið og sveitarfélög verða þá í ábyrgðum fyrir öllum lánum sem tekin verða vegna orkuframkvæmda og þau þykja ekki góður pappír í dag fyrir háum lánum.
  • Fólk er að æsa sig yfir fjárfestingu í útgerð. Þannig að það yrði ekki vel séð.
  • Fólk er á móti stóriðju þannig að það er ekki líklegt að hún verði enda getum við illa skaffað henni orku þar sem við getum ekki virkjað.
  • Fólk er á móti flestum sem vilja fjárfesta hér í gagnaverum. Þannig að það gengur ekki vel.
  • Landbúnað vill fólk helst ekki að útlendingar komi í enda held ég að þeir hafi engan áhuga á því.

Getur einhver sagt mér hvaða fjárfestingakosti við getum boðið erlendum aðilum upp á. Annað en að opna hér veitingastaði og kannski banka. Við höfum hrakið í burtu starfsemi sem tengdist tryggingu oft og iðulega. Fyrirtæki sem vildi opna hér bensínstöðvar og fleiri.

Menn hljóta að átta sig á því að Íslenskir aðilar fara ekki stórframkvæmdir án þess að taka til þess erlend lán sem teljast þá hluti af þjóðarskuldum okkar og þær mega ekki hækka og hægstæð lán eru ekki boði enda megum við ekki við aukningu á skuldum sér í lagi sem bera ábyrgð ríkis eða sveitarfélaga. 

Finnst í raun það sem boðið er uppá sem hugmyndir að atvinnutækifærum nú sé aðallega einhver svona smá ferðamannaiðnaður og strandveiðar.

Það sem við græðum á erlendri fjárfestingu er að ríkið og þjóðin verður ekki ábyrgð fyrir því fé. Og það eykur ekki skuldir okkar. En fólk getur gleymt því að einhver komi hingað ef að verkefni sem honum býðst að fjárfesta í eru ekki arðbær.

Væri  nú ekki vit að setjast yfir öll okkar lög um fjárfestingar, auðlindir, og viðskiptaumhverfi og gera þau skotheld og hætta að verða hrædd í hvert skipti sem einhver vill koma hingað með fjármagn. Því að ef við ætlum að taka lán erlendis á okkar ábyrgð er hætta á að við lendum í því sem Nýfundnaland lenti í og er rakið hér. Og svo náttúrulega að ganga í ESB þannig að krónan valdi því ekki að fáir vilji skoða það sem við höfum upp á að bjóða.


mbl.is Telur söluna á HS Orku ólöglega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Hver er innkoma HS orku á ársgrunndvelli Magnús hefur þú hugmynd um það,! Ef söluverðið er meira en það sem nemur ársgróða sinnum 65 ár þá má alveg athuga sölurétt á þessum afnotum...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.7.2010 kl. 09:03

2 identicon

Afhverju meiga hlutir ekki bara vera? Afhverju þarf alltaf að framhvæma, fjárfesta, fjölga, skuldsetja o.s.frv.? Afhverju getum við ekki bara verið ánægð með hlutina eins og þeir eru?

Það þarf enga skuldsetningu ef að við værum einfaldlega ánægð með hlutina eins og þeir eru.  Ég er til dæmis að fá langt um meira rafmagn og heitt vatn en ég þarf, svo að ekki þarf að stækka neitt í þeim geiranum. Fyrst að það þarf ekkert að stækka, afhverju þarf þá að fjárfesta, skuldsetja o.s.frv. Ekki spyrja semsagt hvar erlendir fjárfestar meiga fjárfesta, heldur hvort við þurfum erlenda fjárfesta yfirhöfuð. Miðað við offramleiðslu heits vatns og rafmagns hér á landi myndi ég segja að við séum í nokkuð góðum málum varðandi orkugeiran og því allar áhættuframhvæmdir með öllu óþarfar. Þar af leiðandi eru þessi vinsælu rök um að við „losum okkur frá allri áhættu“ ógild. Sama sagan er með landbúnaðinn.

Ég hef ennþá ekki heyrt góð rök fyrir því hversvegna stöðnun sé svo slæm. Að mínum dómi er hræðsla við stöðnun jafn rökrétt og hræðsla við álfa eða tröll. Og þess vegna spyr ég: Hvers vegna meiga hlutir ekki bara vera?

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 11:53

3 identicon

Þú nefnir Nýfundnaland.

Það kom fleira til en skuldirnar sem réttilega eru nefndar í gamla leiðaranum. Pólitísk óeining hafði varað í meira en áratug og undir lok fimmta áratugarins skiptist þjóðin í tvær fylkingar; með og á móti inngöngu í kanadíska sambandsríkið.

Aðildarsinnar veifuðu loforðum um styrki og bætur. Þeir sögðu að öruggara að vera hluti af stórri einingu. Það væri líka gott fyrir efnahaginn. Svo var kosið og 51% þjóðarinnar studdi inngöngu 1949, hinir sögðu nei.

Fyrstu 10 árin var þetta í lagi og svo fór að síga á ógæfuhliðina. Íbúar Nýfundnalands eiga 7 fulltrúa á kanadíska þinginu en kvarta yfir því að rödd þeirra heyrist ekki. Fiskurinn var ofveiddur en þeir eiga samt meira nóg af auðlindum, en bara njóta ekki afrakstursins.

Þeir, sem létu glepjast af gylliboðum og kusu já, hengdu haus sinn í skömm þegar í ljós kom að andstæðingar inngöngu höfðu haft lög að mæla. Þeir sem enn lifa ganga með veggjum, enn þann dag í dag. Þeir hafa lært af biturri reynslu að sjálfstæðið sem þér létu af hendi var þeirra dýrmætasta auðlind.

Örlög Nýfundnalands ættu að verða okkur víti til varnaðar.

Sú sorglega leið sem þjóðin hefur gengið síðustu hálfu öldina gæti hæglega orðið sá vegur sem fyrir okkur liggur ef við látum líka glepjast og villumst inn í Evrópusambandið. Þær breytingar sem smátt og smátt eru að verða á sambandinu, sérstaklega eftir Lissabon samninginn, hafa fært það hratt í áttina að því að verða sambandsríki, eins og það sem Nýfundaland gekk í árið 1949. Það mega ekki verða örlög Íslands.

Því miður er enn til fólk sem vill telja íslenskri þjóð trú um að við séum bara að ganga í efnahagsbandalag til að tryggja hagsæld og aukin viðskipti. Verði af inngöngu getum við gleymt Nýja Íslandi, því niðurstaðan yrði Nýfundna-Ísland.

Haraldur (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 12:22

4 identicon

Rúnar, það þarf að fjárfesta osfrv. til að skapa störf, þú mannst það kannski ekki en atvinnuleysi er frekar hátt á Íslandi í dag. Eða kannt þú eitthverja töfraaðferð til að skapa störf handa Íslendingum.

Bjöggi (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 12:51

5 identicon

Já Bjöggi, ég kann einhverja töfraaðferð til að skapa störf handa Íslendingum: Vinna minna.

Þó svo að við séum alltaf að iðnvæðst meir og meir og framleiðum allt það sem við þurfum með miklu meiri afköstum á miklu hagkvæmari hátt, þá erum við samt að vinna jafn marga tíma og áður. Framleiðsla per einstakling eykst en vinnustundir per einstakling stenst í stað. Það þarf einga háskólagráðu til að átta sig á að það eru einungis tvær útkomur úr þessu dæmi. Þ.e. annaðhvort verður offramleiðsla eða atvinnuleysi. Fyrir kreppu lifðum við á tímum offramleiðslu. Við spreðuðum meira en við þurftum, framleiddum meira en við þurftum. Fjárfestingar, skuldasöfnun, erlend innkoma og allt þetta er bein afleiðing offramleiðslu. Núna hins vegar lítur út fyrir að við séum að færa okkur yfir á hina útkomu þess þegar framleiðsla per einstakling eykst en vinnustundir per einstakling stenst í stað, það er atvinnuleysi.

Til að sporna gegn atvinnuleysi þá getum við jú auðveldlega farið að stunda offramleiðslu aftur 2007-style. En það er jafnvel auðveldara að staðna og vinna minna per einstakling. Við framleiðum jú allt sem við þurfum og því ættu launin að haldast í stað hjá hinum vinnandi stéttum.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 14:09

6 identicon

Það er engin offramleiðsla í gangi á Íslandi, kannski ofneysla á ákveðnum sviðum. En segðu atvinnulausu fjölskyldunum eða fjölskyldunum sem eiga varla til hnífs og skeiðar að fara vinna minna. Þú villt kannski líka minnka íslenskan útflutning og í leiðinni leggja niður heilbrygðiskerfið. Þú Íslendingar þurfa að vinna miklu meira og skapa meiri verðmæti, til dæmis til að halda uppi menntakerfi og heilbrygðisþjónustu, en þú virðist ekki hundsvit á hvernig þessi apparöt eru fjármögnuð.

Svo vissi ég ekki að Íslendingar framleiði allt sem þeir þurfa, síðast þegar ég gáði framleiðs ísleindgar ál og fisk.

Rúnar, mig grunar að þú sérst svona nýaldar-afturhalds-hippi, hefur lifað af foreldrum eða ríkinu alla þína ævi.

Bjöggi (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 15:08

7 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þetta er auðvitað alveg rétt hjá þér. Það er ekkert arðbært hér nema vera ríkisstarfsmaður, Umboðsmaður skuldara, móttökuaðili fyrir peningageymslu Seðlabankans, í símarekstri, flutningum eða tryggingum enda samantekin ráð um verð og ríkisstyrkur sem býðst.

Einar Guðjónsson, 27.7.2010 kl. 15:35

8 identicon

Bjöggi: Ofneysla er afleiðing offramleiðslu. Hvernig getur maður neytt meira en hann þarfnast þegar það er framleytt jafnmikið og menn þurfa?

Hvort að ég sé hippi, kommi, búddisti, póst-módernisti eða fimínisti skiptir málinu engu, enda er það rökin sem gilda en ekki persónan sem ber hana fram. En þú efaðist um skilning minn á gangverki samfélagsins, gott og vel. Ég skil það ekki, ekki frekar en meirihluti hinnar vinnandi stéttar. Svo að skoðun mín er jú byggð á fordómum. En ekki segja mér að það geri allar skoðanir allra sem hafa ekki fullan skilning á samfélaginu ótæka í rökræðum um samfélagið.

Ég veit hins vegar hvað heilbrigðiskerfi er, og ég veit hvað menntakerfi er. Það þarf í grunninn ekkert fjármagn fyrir einn mann að kenna öðrum, né fyrir einn mann að lækna annan. Auk þess náðist að reka ágætis heilbrigðiskerfi þegar fiskur var ennþá bara fiskur (ekki fé bundið í sjónum) og ég held að það eigi alveg að vera mögulegt að reka ágætis menntakerfi svo lengi sem heitt vatn er bara heitt vatn (ekki framtíðarfjárfesting).

Hinar vinnandi stéttir á Íslandi framleiða allan andskotann, það sem við framleiðum ekki fáum við sent víðsvegar að. Og það sem við framleiðum of mikið af sendum við út. Skilvirkari framleiðsluaðferðir gera það að verkum að það þarf minni vinnustundir til að framleiða jafn mikið magn. Ég er ekki að tala um að hinir atvinnulausu vinni minna, heldur einfaldlega að með aukinni skilvirkni í framleiðslu ætti að mindast meiri frítími og þar með ættu fleiri menn að geta deilt minni vinnu á milli sín með jafn miklum arði. En það er ekki gert, heldur eru færri menn látnir vinna jafn mikið með meiri arði, sem engin þörf er fyrir og deilist þar með ójafnt yfirstéttunum í hag. Ég vill snúa þessu við.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 17:33

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú ert bæði að misskilja málið og snúa út úr því. Erlendar fjárfestingar eru af hinu góða og vil viljum þær inni í landið.

Það sem þetta mál snýst um er að þjóðin sjálf/við/þú og ég,eigum að hafa yfirráðarétt yfir auðlindum okkar og fá af þeim arð.

Það lagaumhverfi sem er í gildi í dag, virðist götótt og ófullkomið og enn vantar að setja það skýrt í Stjórnarskrána okkar að allar auðlindir okkar séu þjóðareign.

Magmamálið snýst um að yfirráðin yfir sjálfri auðlindinni á Reykjanesinu flytjist úr landi og geti síðan gengið kaupum og sölum á markaði eins og hver önnur vara.

Þarna er á ferðinni orka sem vel er hægt að eyða upp á tillögulega skömmum tíma. Það eru settar stórar spurningar við umgengni erlendra auðjöfra við slíkar auðlindir.

Olíuslysið á Mexíkóflóa er ekki meðmæli með því að miskunnarlausir peningamenn stýri slíkum verkefnum.

Umgengni við náttúruna er stórt mál og þegar við verðum orðin aðilar að ESB mun hin ískalda peningahyggja víkja fyrir strangari reglum um náttúruvernd

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.7.2010 kl. 20:41

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hólmfríður hvað mega erlendir aðilar fjárfesta í? Steingrímur talaði um að þeim væri velkomið að fjáfesta í iðnaði! Hvaða iðnaði? Hann veit eins og við hin að til þess þarf að virkja og þá erum við að binda þær orkuauðlindir í kannski 40 ár. Þannig er það t.d. með Kárahnjúka, megnið af Nesjavöllu, Hellisheiði, flestar virkjanir í Þjórsá. Þær eru bundnar með samningum í að selja stóriðju okru. Hvað mundi t.d. gerast ef að Alcoa myndi vilja selja Reyðarál. Nú er Vg á móti stóriðju eigum við þá að kaupa Reyðarál. Bara að taka lán upp á 200 milljarða og kaupa það?

Það er ljóst að til þess að fá fjárfesta hingað þurfum við að geta boðið þeim eitthvað sem þeir sjá sér hag í. Þeir sem hafa komið hingað til hafa komið af því að  við getum selt þeim orku á lægra verði en aðrir. Og getum ekki pressað verðið upp af því að það er engin samkeppni um þessa orku.

Og ef við höldum áfram að skuldsetja okkur til að geta boðið orku þá sitjum við uppi með allsherjar gjaldþrot ef að t.d. Áliðnaðurinn myndi af einhverju orsökum hrinja. Því við erum í ábyrgðum fyrir öllum lánum vegna orkuöflunar. Bæði vegna Landsvirkjuna, OR og hugsanlega vegna HS orku ef að samningar þar verað dæmdir ólöglegir eða við tökum það eignarnámi.

Ætli að þessi fyrirtæki samtals skuldi ekki um 500 til 700 milljarða samtals sem eru með ríkisábyrgðum.

Það er engin að segja að hér verði eitthvað virkjunar æði. En við þurfum að skapa um 16 þúsund störf fljótt til að eyða atvinnuleysi og um 3 til 5000 þúsund störf á ári til að halda okkru frá því að það´vaxi aftur. Við getum ekki leyst það með því að við tökum lán og setjum alla í að byggja.

Sé ekki alveg hvaða iðnaður ætti að sækja í að koma hingað núna ef að allir erlendir fjárfestar eru meðhöndlaðir sem glæpamenn fyrirfram.

Auðvita eiga hér að vera ströng lög um nýtingu orku. Þau lög eiga að tryggja að ekki sé gengið svo nærri jarðvarma að virkjun sjá sem mest sjálfbær. En mér sýnist að opinber fyrirtæki eins og OR og Hitaveita Suðurnesja hafi ekki mikið verið að velta því fyrir sér hingað til.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.7.2010 kl. 21:40

11 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ef ekki má fjárfesta í orkunni,  þá er ekki eftir nema orkufrekur iðnaður. Þú minnir mig á ágæta bloggara sem kallar sig Aðalstein og hefur bitið sig svo fastann í frjálsar handfæraveiðar að hann sér ekkert annað.

Hér eru mjög mörg spennandi sprotafyrirtæki í hugbúnaðargeiranum. Frumkvöðlastarf með miklum blóma og svo margt annað sem hægt er að leggja í fé um leið og þar skapast störf.

Við erum ekki að meðhöndla útlendinga eins og glæpamenn enda eru það ekki þeir sem bjuggu þannig í haginn að orkulindirnar okkar eru á leiðí hendur einkaaðila. Þeir "glæpamenn" eru á Íslandi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.7.2010 kl. 23:57

12 identicon

Rúnar þú segir

"Ég veit hins vegar hvað heilbrigðiskerfi er, og ég veit hvað menntakerfi er. Það þarf í grunninn ekkert fjármagn fyrir einn mann að kenna öðrum, né fyrir einn mann að lækna annan."

Þetta toppar vitleysuna frá þér. Þú ert semsagt að segja að læknistól og lyf kosti ekkert,eða bækur og tölvur eða bara aðgangur að þekkingu.

Ertu svo að segj að lausnin sé að framleiða meira, en á skilvirkari hátt. Hvaðan eigum við að fá orkuna fyrir framleiðsluna, aðföng til að byggja orkuver að bara peninga til að byggja það. Svo er það ekki sem Íslendingar þurfa í dag, við þurfum að skapa meiri verðmæti, til dæmis með að framleiða meira.

Svo ertu ekki að fatta afhverju það er verið að reysa orkuver, það er ekki verið að því svo við getum notað meira rafmagn eða baða okkur upp úr meir að heitu vatni, heldur á orkan að fara til fyritækja, til dæmis framleiðslufyritækja. Svo ertu líka að gleima að svo að draumsýn þín um skilvirkari framleiðsluhætti gangi upp, þá þarf orku og orkuvirkjanir.

Þú virðist vera einn þessara nýaldar-afturhalds-hippa, sem hefur by the way ekkert að gera með trú eða pólitískar skoðanir, heldur hugsanargang sem virðist einkenna fólk sem hefur aldrei þurft að hafa fyrir hlutunum og halda að hlutir gerist af sjálfum sér, svona eins og hugmyndir þínar um hvernig heilbrygðiskefi og menntakerfi virka.

Þú ætlar kannski að segja mér að við eigum aftur að taka upp sama heilbrygðiskerfi og fyrir rúmum 100 árum þegar meðal aldur var rúm 50 ár á Íslandi.

Bjöggi (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband