Leita í fréttum mbl.is

Menn lesa nú misjafnlega út úr þessari grein Uffe Ellemann

Pressan.is segir frá þessari grein og þar stendur m.a.

Fyrrverandi utanríkisráðherra Dana segir að innganga Íslands í Evrópusambandið myndi skila Íslendingum miklum ávinningi. Hins vegar hafi Íslendingar mjög sérstök afstöðu gagnvart útlendingum eftir bankahrunið. Hann segir meðal annars að Davíð Oddsson beiti sér kröftuglega gegn aðild.

Uffe Elleman, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, skrifar pistil í Berlinske Tidene um aðildarviðræður Íslendinga um inngöngu í Evrópusambandið. Hann segist viss um að það muni borga sig fyrir Íslendinga að ganga  í Evrópusambandið en telur stemmninguna á Íslandi mjög gegn alþjóðasamstarfi.

Hann hittir einmitt naglann á höfuðið það er búið að ala markvisst á því að útlendingar og útlönd séu vond og við eigum sem minnst að vera í samstarfi við þau.

Þetta gerir Davíð og co ekki bara út af fiskiauðlindinni sem útgerðamenn verja þó með því að reka hér dagblað með bullandi tapi með peningum sem þeir hala inn á kvótanum. Heldur er þetta líka vegna þess að með inngöngu í ESB þá missir valdastéttin hér möguleikann á að leika sér t.d. með gengi krónunnar með stöðutökum, þeir fá hingað samkeppni sem veldur því að hagnaður þeirra gæti minnkað.

Og þessi áróður hefur sannarlega virkað. Fólk almennt er tilbúið að trúa öllu sem er logið að þeim. Það liggur við þegar maður les blogg og annað hjá andstæðingum ESB aðildar að maður sjái fyrir sér menn með horn og hala í Brussel sem gnæfa yfir Íslandi tilbúnir að slíta Geysir upp með rótum og gleypa hann hráan. Það er talað eins og öll ríkið ESB séu bara fórnarlömb og kúguð ríki sem þrái það ekkert heitar en að losna undan samvinnunni í ESB og verða sjálfstæð aftur. En þegar maður flakkar um netið og skoðar þetta þá er ekkert ríki sem vill hætta í ESB.

Er skrítið þó að ESB sé undrandi á málflutningi um bandalagið hér. Bullið það vellur hér á netið. Menn leita uppi allskonar öfgasíður og öfgamenn sem sjá samsæri í öllum hornum. Halda menn að með stærstu leyniþjónustur í heim að aðildarríkin væru ekki löngu búin að koma upp um þessar áætlanir. T.d. Íhaldsflokkurinn í Bretlandi. Og síðan að ganga úr ESB. Nei það hefur ekkert ríki gert. Heldur eru þau fá ríkin í Evrópu sem vildu ekki ganga þarna inn ef þau hefðu tækifæri til þess.


mbl.is Segir of snemmt að fara í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flest ríki hafa ekki jafn mikilvæg mál einsog Ísland:

Fiskinn, vatnið, rafmagnið, og hugsanlega aðgang að norðurpól, ef ísa leysir þar alveg.

Skil vel að ESB vilji innlima okkur á þeirra reglum.

Skil ennþá betur að við Íslendingar séum ekkert spenntir yfir þessu.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 22:06

2 Smámynd: The Critic

Íslendingar eru heimsk þjóð, þeir hafa ekki hugmynd um hvað ESB og EES er og það frelsi sem EES er búið að gefa okkur og hvaða frelsi býður okkar ef við gengjum inn í ESB. Erlendis hlæja menn af fáfræði og heimsku íslendinga og hvað íslendingar halda að þeir séu merkilegir.

The Critic, 28.7.2010 kl. 22:30

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Birgir þú ert ekki að meina þetta er það? Ha ha ha. Öll ríki framleiða rafmagn og mörg svo mikið að þau geta flutt það út. M.a. með Kjarnorku. Flest ríki eru sjálf sér nóg um vatn. Og fiskimið okkar skarast ekki á við nein fiskimið annara ESB ríkja. Svo eru ekki nema nokkrar sem eru eitthvða að sinna fiskveiðum og aðallega Spánverjar og Bretar og smá í Þýskalandi en þar erum við líka stóriri Samherji á þar stærsta fyrirtækið held ég.  ESB er ekki sjálfstætt ríki heldur samband ríkja sem hafa kosið að vinna náið saman. Það er alltaf talað um ESB vilji þetta og hitt. Það eru 27 ríki sem ákveða stefnu ESB. ESB samstarfið er ekki altækt heldur er það á ákveðnum sviðum og allar þjóðri þar eru sjálfstæðar enda stefna þeirra í mörgum málum misjöfn. Tek undir með þér Critic.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.7.2010 kl. 22:38

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ég held að gamli daninn hafi rétt fyrir sér. Íslendingar eru ekki tilbúnir að ganga inn í samfélag siðmenntaðara þjóða. Við erum í tómu bulli enn eftir hrunið. Það hefur ekki farið fram uppgjör og enn situr sama liðið að kjötkötlunum.

Það eina vitræna sem við gerum í stöðunni er að fara í þessa samningalotu og reyna síðan að vona að þjóðin vitkist eitthvað á tímabilinu. Hætti að hlusta á jarmið i Hádegismóanum frá DO sem ég vona að verði ekki nein eftirspurn eftir fljótlega. 

Líu kóngarnir verð tjóðraðir og bannað verði að nota gróða að auðlindum þjóðarinnar til þess að borga 4 milljóna launareikning i móanum

Sigurður Sigurðsson, 28.7.2010 kl. 22:49

5 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Slakiði alveg á. Við erum komin í aðildarferlið. Nú er bara að gera gott úr þeirri stöðu. Um það snúast stjórnmál. Í stjórnmálum einsog skák má ekki taka upp leik. Það má setja skák í bið og stjórnmál leyfa það. Að draga aftur aðildarumsókn er ekki í stöðunni. Það er hægt að fella samninginn þegar hann liggur fyrir. Ég geri ráð fyrir að DO sem virðist ráða stefnu Ósjálfstæða FLokksins eigi við geðræna truflun að stríða. Post traumatic stress disorder er hugtak yfir það. Bara klikkuðum manni dettur í hug að draga til baka umsókn sem Alþingi hefur sent frá sér. Þar á bara þjóðin síðasta orðið.

Gísli Ingvarsson, 28.7.2010 kl. 23:09

6 identicon

Vá...

Hlótið að vera Samfylkingarmenn hér

Allir með að selja landið !

AFB (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 23:31

7 identicon

Hann er skrítinn þjóðrembingurinn í íslendingum, því ef sagan er skoðuð nánar þá hefur maður svo sem ekki mikið til að vera stoltur yfir.

Frá því lýðveldisbyrjun hafa íslendingar nefnilega fengið lífskjörin frítt upp í hendurnar.

Marshall aðstoðin sem var sú stærsta per höfuð á Íslandi, þó tjónið hafi verið takmarkað hér á landi af styrjöldinni. Ìslandi var kippt inn í tuttugustu öldina með aðstoðinni.

Grunnurinn var lagður meðal annars að orkuveitum landsmanna, sem íslendingar eru búnir að keyra í kaf í skuldum, og sjávarútvegnum sem ekki er minna skuldugur.

Íslendingar hafa þurkað upp þorskstofna, síldarstofna og loðnustofna, með lágmarkshagnaði.

Ameríkanar sköffuðu í 60 ár, allt að 20% í þjóðarbúskapinn. þeir byggðu flugvelli vegi og ekki má gleyma Leifsstöðinni, stolt landsmanna.

Og vel á minnst 200 mílna landhelgin vannst með símtali frá Hvíta Húsinu. Og íslendingar hafa ekki einu sinni getu til að sinna og halda uppi lágmarks þjónustu í þessari landhelgi.

þessi þjóðhópur á eyðiskerinu hefði aldrei átt að fá sjálfstæði, en árið 1944 var þjóðin álíka vitstola og hún er í dag.

Allar þær lygar og sögufölsun sem búið er að dæla í landslýð í gegnum skólakerfið um sögueyjuna sem stendur öllum löndum framar, er ekkert skárri heldur en ,,, ja ég segi ekki meira.

Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 00:10

8 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það er hægt að kenna öllum um allt ef að því er að skipta Magnús Helgi en það lagar ekki stöðuna sem við erum í núna og sem núverandi Ríkisstjórn er búin að setja þjóðina í. Býrð þú hérna á Íslandi Magnús Helgi !!! spyr ég vegna þess að mér finnst þú skrifar svo niðrandi til Lands og Þjóðar... en vonandi hef ég rangt fyrir mér þar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.7.2010 kl. 00:31

9 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ragnar Thorisson ert þú Íslendingur...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.7.2010 kl. 00:34

10 identicon

Ingibjörg,,, ég er Evrópskur Ríkisborgari ,, fæddur á Íslandi.

Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 00:39

11 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég er nokkuð viss um að Uffe Elleman segir það með réttu að við munum græða margt á aðlild að ESB.

Eitt af því sem alið hefur verið á og er stórlega ofmetið er andstaðan við aðildina.

Það er bráðnauðsynlegt að gera hið fyrsta könnum á því hver sé afstaðan til sjálfra aðildarviðræðnanna. Hvort fólk sé sátt við aðildarviðræðurnar og þjóðaratkvæði í kjölfarið.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.7.2010 kl. 01:01

12 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

@AFB

Bara að benda þér á að það er enginn að tala um að selja eitt eða neitt. Við sem fylgjum því að komast í samstarf með öðrum Evrópu þjóðum fylgjum því að hagsmunir okkar og þeirra 27 ríkja sem eru í þessu samstafi fari saman. Það er ekkert til sölu varðandi aðildarviðræður við ESB. Það er hinsvegar samið um inngöngu sem þýðir að hverju landi eru skapaðir möguleikar í viðræðum til að koma að sínum áherslum sem ef samþykktar verða bætast við sáttmála ESB.

En þið sem eruð á móti aðildarviðræðum sjáið sennilega framtíð okkar í að halda áfram að einangra okkur hér úti á ballar hafi. Stundum hef ég sagt að þið stefnið okkur aftur í moldarkofana. Bendi á að stærstu framfarir okkar hafa orðið með aðildum að ríkjasamstarfi og við höfum alltaf fengið sérstöðu okkar viðurkennda.

Þetta á við þegar við gerðumst aðilar að Noruðulandaráði þá fengum við fjárstyrki á 7 áratugnum því við vorum þá með fátækustu Evrópuþjóðum.

Þegar við gerðumst aðilar að EFTA fengum við fjáhagsaðstoðu og undanþágur þar sem við uppfylltum ekki skilyrði til að vera þar í upphafi. Þetta var eins með EES. Það er eins og fólk átti sig ekki á þessu. Áður en við gegnum inn í þetta samstarf vorum við fátæk þjóð. Fram tíl 1980 voru hér gjaldeyrishöft. Þannig fékk fólk ekki gjaldeyri nema að framvísa farseðlum. Fólk gat ekki keypt bíl á 7 áratugnum án þess að sækja sérstaklega um heimild til þess. Fram á 6 áratugin voru hér skömmtunarseðlar.

En í hvert skipti sem við höfum gegnið inn svona samvinnu við önnur ríki hafa menn hér komið og sagt að hér myndi allt fyllast af útlendignum sem myndi stela af okkur fyrirtækjum, fiskinum og einnig landbúnaðinum. Ekkert af þessu hefur gerst.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.7.2010 kl. 01:22

13 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svona var talað 1969:

"Við skulum ekki gleyma því að Ísland er og verður útkjálki í Evrópu. Ef Ísland rennur inn í stóra efnahagsheild mun að því stefna að landið verði fyrst og fremst útibú fyrir erlenda auðhringi og veiðistöð fyrir samevrópskan markað." (Ragnar Arnalds á þingi 1969 um EFTA)

Og svona var talað þegar við gerðumst aðila að EES

Erlendir togarar á ný inn í landhelgi. Hin íslenska þjóð, sem telur 260.000 manna, gefi 380 milljónum manna fullan rétt á við sig í þessu ónumda landi til atvinnustarfsemi, jafnan rétt á sem flestum sviðum.
    Ég er heldur ekki viss um að hin íslenska þjóð sé sammála því að sæta, eftir að samningurinn hefur verið gerður, viðskiptabanni á ýmsum vöruflokkum sem við sannarlega flytjum nú inn, t.d. frá Bandaríkjunum, sem liggur ljóst fyrir að reglugerðir Evrópubandalagsins munu banna að hingað verði fluttar. Guðni Ágústson á Alþingi 1992

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.7.2010 kl. 01:29

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Málið er að Uffe þekkir til íslands og virðist hafa fylgst aðeins með umræðunni - og blöskarar sem von er.

Segir ma. að það hafi verið Davíð sem fann uppá því að brjóta EES samninginn með tileyrandi skaðakostnaði fyrir landið:

,,Det var ham, (innsk mitt: David) der under bankkrisen forrige år vakte briternes harme ved at erklære, at kun islændinge måtte kunne regne med dækning for mistede indskud, ikke udlændinge. Det var en dyr bemærkning – for det var i klar strid med de EØS-regler, Island var forpligtet af"

Eftrfarandi finnst mér samt eftirtektarverðast hjá honum og það sem sumir ísl. mættu íhuga. Uffe segir að ísl. sumir ættu fyrst og fremst að skilja og átta sig á þessu viðvíkjandi aðild að ESB:

..Men først og fremmest en forståelse for, at det at gå med i EU ikke handler om at opgive sin selvstændighed. Her kunne lande som Danmark og Sverige og – især – Finland gøre en god gerning ved at bidrage med egne erfaringer."

En fyrst og fremst verða ísl. að öðlast skilning á, að það að gerast aðili að ESB handlar ekki um að uppgefa sitt sjálfstæði.  Þar gætu lönd eins og Danm.,Svíþ. og líka Finnl. unnið þarft verk með að miðla reynslu sinni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.7.2010 kl. 02:16

15 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Tek undir með Ingibjörgu Guðrúnu Magnúsdóttur. En upp í hugann komu orð Vigdísar Finnbogadóttur,í viðtali í Sjónvarpinu Ruv.  Hún nefndi að ef Íslendingar væru ekki sammála færu þeir strax að rífast. Skyldist að útlendingar væru ,,dannaðri,, og beittu rökum,kanski gerum við hvorutveggja. En ESB: nei takk. Menn sögðu þetta og hitt,já,já. Fullyrði að við erum miklu upplýstari núna heldur en 1969,til dagsins í dag.

Helga Kristjánsdóttir, 29.7.2010 kl. 02:21

16 identicon

The Critic hefur 100 % rétt fyrir sér og Magnús H.B.-Flestir Íslendingar eru það heimskir að þeir skilja ekki hvað þú meinar, en þú hefur fullkomlega rétt fyrir þér.  Oft þegar ég les rök manna um bandalagið, kemur upp í hugann - Var þessi í fóstri hjá Helga heitnum á Uppsölum, eða hvað?

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 09:51

17 identicon

Hann hét víst Gísli, en það breytir ekki stöðunni. Sorry.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband