Leita í fréttum mbl.is

Er málflutningur frjálslyndaflokksins í innflytjendamálum - Rasismi ?

Hef verið að velta fyrir mér málflutningi Frjálslyndra nú undanfarið í málefnum innflytjenda og þeirra sem hingað hefur komið til að vinna. Þeir sverja af sér allan rasisma en samt finnst mér ekki mikill munur á því hvernig þeir tala og svo t.d. málflutningi þjóðernissinna t.d. í Frakklandi.

Jean-Marie Le Pen  og Þjóðar- Fylkingin eru náttúrulega öfga rasistar en þeirra boðskapur hefur mildast nú síðustu ár og má kannski taka saman í:

 Að frá upphafi hefur Le Pen barist gegn gyðingum og vilja þá og aðra innflytjendur burtu úr Frakkalandi en með árunum hefur það breyst í að sumir innflytjendur megi vera áfram en hvítir frakkar ættu að hafa forréttindi.

Magnús Þór og Guðjón töluðu báðir í upphafi þannig að þeir vildu ekki að múhameðstrúar fólk flytti hingað. Nefndu að þeir hefðu engan áhuga á að hér kæmu Bræður Múhameð sem eru öfgatrúarmenn og að hér flytti inn fólk sem færi að stunda "Heiðurs morð" minnir mig að það sé kallað þegar einhver ver heiður ættar sinnar með því að myrða einhvern sem hefur gert á hluta hennar.

Mér fannst þetta nú alltaf skrýtin rök því að þetta er náttúrulega aðeins tíðkað meðal öfgatrúarmanna.  Svona svipað og engin frá Bandaríkjunum mætti flytja hingað þar sem að líkur á því að þá fyllist  allt af morðingjum sem kæmu þaðan.

Jón Magnússon talaði um Ísland fyrir íslendinga. Sem er það sama og Le Pen sagði í Frakklandi.

Síðan þetta var hefur málflutningur þeirra mildast eðlilega og nú eru þeir farnir að tala um að ekki megi vera óheftur flutningur af fólki hingað sem taki vinnu frá íslendingum og lækki hér laun. En þeir gleyma að hér er í dag nær ekkert atvinnuleysi og að vöxturinn hér á landi yrði nær enginn ef að þetta fólk kæmi ekki til. Það eru um 20. þúsund erlendir starfsmenn í vinnu hér mest í byggingarvinnu. Þetta kemur til af því að það voru ekki til iðnaðarmenn og verkamenn hér á landi til að sinna þessu. Iðnaðarmenn voru farnir að rukka laun langt uppfyrir taxta og hefði væntanlega samkvæmt reglum um framboð og eftirspurn leitt til þess að íbúðarverð væri í dag mun hærra því að vinna þeirra hefði orðið enn dýrari.

Auðvita á að tryggja að hér fái allir borgað samkvæmt kjarasamningum og öll réttindi séu varin. Ég er næsta viss um að þegar og ef þensla hér á landi minnkar og þar af leiðandi eftirspurn eftir vinnuafli þá leita þessir menn annað, þar sem að hér er dýrt að búa og leiga er mjög há og því lítið fyrir þá að græða á því að vera hér áfram.

Auðvita þarf að vera hér skýr stefna varðandi innflytjendur og útlendinga í störfum hér. Það þarf að standa vörð um réttindi þeirra og skyldur sem og að þeir sem ætla að vera hér um lengri tíma þurfa sannanlega að læra íslensku og á íslenskt samfélag. En hagur okkar af þeim sem hingað koma er alveg gífulegur. Fólk hér á höfuðborgarsvæðinu sér þetta t.d. í Fatahreinsunum, þvottahúsum, ræstingum, búðum og á fullt af stöðum. Þar er þetta fólk að sinna störfum sem við erum hætt að fást í. Út á landi hefur þetta fólk haldið heilu frystihúsunum gangandi.

Ég held að það væri rétt fyrir fólk í flokknum að athuga að Margrét Sverrisdóttir hefur mótmælt þessum málflutningi.


mbl.is Gefur kost á sér til embættis ritara Frjálslynda flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll, Magnús Helgi !

Þakka þér góðan og skilmerkilegan formála, en.................... Magnús;; ég hefi getið þess áður, í ræðu og riti, sbr. pistil minn, til hinnar ágætu jafnöldru minnar, Margrétar Sverrisdóttur, varaformannsefnis í Frjálslynda flokknum; undir hennar pistli ''Nornaveiðar'' á dögunum, að það er hin mesta ósvinna, jafnt fyrir okkur Íslendinga, sem og aðrar þjóðir ÞESSA HEIMS, að sjá ekki hversu háski mikill er undirliggjandi í þeirri afleitu trú, sem oft er kennd við Múhameð nokkurn, frá Mekka, og nálægum plássum. 

Gat þess, í ritlingi, nú í vetur, varðandi svokölluð innflytjendamál, almennt; til þeirra Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, Guðjóns Arnars Kristjánssonar og Sigurjóns Þórðarsonar, að þeir fornu ágætu Arabar, hverjir bjuggu, a.m.k. á Palmýrusvæðinu (hvort heldur er Sýrlandsmegin eða Jórdaníu) höfðu þrjú ágæt skurðgoð, upp á að hlaupa, þá Aglibol - Baalshamin og Malachbel, líklega má ætla, að hinir ágætu Arabar hefðu verið betur komnir, með skurðgoð sín, sem og stokka og,, bara venjulegt grjót; til átrúnaðar, í nútímanum, en þessi ósköp sunnan frá Mekka, hvar dauði - eyðilegging og alls lags göglerí annað plagazt, sérdeilis.

Magnús Helgi ! Að öðrum þáttum innflytjendamálanna, víst er það rétt, þökk sé vanmetakennd ASÍ og SA, til samans, mögulega þjóðargrátkór Einars Odds Kristjánssonar samhliða, að íslenzkt fiskverkafólk, já og verkafólk almennt; lætur ekki bjóða sér einhverjar 2 - 6,8,10% prósenta sporslur, sem horfið hafa jafnharðan út í almennt verðlag;; JÁ, og auk þess lágskýjaður persónuafsláttur, eins og Sigurður T. Sigurðsson verkalýðsfrömuður bendir á, í ágætri grein í Blaðinu, í dag eða í gær ! Skammtímaminni mitt hverfult, en............. Magnús Helgi, talandi um að ekkert atvinnuleysi sé, hér; sem stendur, víst er það en hugsum a.m.k. einhverja tugi ára, fram til þess tíma, að stigmögnun átaka á vinnu markaði kynni að verða, milli íslenzkra og innflytjenda. Hvað þá, ungi maður ???

Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra básúnaði svokallaða ''innflytjendastefnu stjórnvalda'' í fjölmiðlum, í dag. Félagsmálaráðherra þessi er, því miður af þeirri sömu sort, og Einar Oddur, gjörsneyddur skilningi eða áhuga fyrir bættum kjörum almennings, í þessu landi. EKKI HAFA ÞESSIR PILTAR MÓTMÆLT NÝJUSTU ''LAUNALEIÐRÉTTINGU'' KJARARÁÐS, TIL ÆÐSTU EMBÆTTISMANNA ÞESSARRAR ÞJÓÐAR OKKAR ENN, SEM KOMIРER !!! Síðasta hækkun, til þessa fólks hljóðaði upp á ein 6.5% ! Mætti ekki fara að skjóta á almennu þingi, þjóðarinnar allrar um, hvers konar stjórnskipulagi, já og eitthvað réttlátara samfélagi, fólkinu í þessu landi okkar, til handa ?  

Með beztu kveðjum, af Suðurlandsundirlendi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum         

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 00:49

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sæll vertu Óskar Helgi

Það er nokkuð víst að flest þetta fólk eru farand verkamenn. Þegar að harðna fer hér á dalnum hugsanlega í framtíðinni þá er ósköp lítið fyrir þá hér að gera. Þeir eiga flestir fjölskyldur í heimalandinu og þegar að leiga hér og hátt verð ásamt lítilli vinnu og þar af leiðandi lágu kaupi fer saman þá hjóta þeir að hugsa sér til hreyfings til lands þar sem að þeir eiga meiri möguleika til að framfleyta sér og sínum. Og líkur eru á því að þar sem þeir eru frá ríkjum í ESB að ástandið í þeirra eigin landi fari batnandi. Minni á að íslensk fyrirtæki eru einmitt að fjárfesta eins og þau mögulega geta í löndum Austur Evrópu. Eins þá geri ég skýran greinarmun á þeim sem koma hingað bara til vinnu og svo innflytjendur sem ætla að setjast hér að. Þeir sem hingað koma til að setjast að verða náttúrulega að laga sig að íslensku samfélgi og þar koma til reglur og áætlanir Magnúsar nafna míns Félagsmálaráðherra. Það verður að gera stífar kröfur um íslensku nám og eins að sjá þeim fyrir námi í samfélagsfræðum. Þetta eru brautir sem þarf að taka upp í menntastofnunum landsins t.d. menntaskólum og gera að skyldunámi fyrir þetta fólk.

En Óskar þú verður að gera þér grein fyrir að atvinnulífið hefur vaxið okkur yfir höfuð og við erum einfaldlega ekki nógu mörg til að sinna öllum þeim störfum sem hér eru og skapast á næstu árum. Nema kannski að við förum að skylda allar íslenskar konur til að taka frjósemislyf til að auka líkur á fleirbura fæðingum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.1.2007 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband