Leita í fréttum mbl.is

Hættulegt vinnuaðstaða á sjúkrahúsum ?

Eftirfarandi frétt var á www.visir.is þetta vekur spurningu um hverning ástandið eru hér:

Fréttablaðið, 25. jan. 2007 01:00

Veiktust vegna geislunar


Átta hjúkrunarfræðingar á hjartadeild háskólasjúkrahússins í Haukeland í Noregi hafa verið greindir með krabbamein. Ástæðan er talin vera geislun á vinnustað.

Haukeland-sjúkrahúsið er það stærsta og fullkomnasta í Noregi. Að mati sérfræðinga í vinnutengdum sjúkdómum við Háskólann í Björgvin bendir allt til að ófullnægjandi umgengni um geislun hafi haft þessar afleiðingar í för með sér fyrir starfsfólkið.

Stjórnendur deildarinnar hafa alls skráð sextán tilfelli krabbameina meðal starfsfólksins. Í skýrslu er því slegið föstu að fyrir átta þessara starfsmanna séu mestar líkur á að vinnuumhverfið á deildinni sé orsök sjúkdómsins. Þrír þeirra eru þegar látnir.

Hjúkrunarfræðingarnir sem greinst hafa með krabbamein unnu við röntgenrannsóknir á Haukeland-sjúkrahúsinu á tímabilinu 1980 til 1995. Tækjabúnaður sjúkrahússins hefur síðan verið endurnýjaður.

Bente Slaatten, formaður Félags norskra hjúkrunarfræðinga, segir ábyrgð stjórnenda spítalans mikla og hjúkrunarfræðingar spyrja hvort tæki á norskum sjúkrastofnunum séu fullnægjandi. Einnig er gagnrýnt að þrjú ár liðu frá því að grunur vaknaði fyrst á tengslum krabbameins við geislameðferð sjúkrahússins og þar til skýrsla um málið var birt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband