Leita í fréttum mbl.is

Við tökum upp evruna fyrr en seinna.

Hef verið að lesa ummæli  dr.Jóns Þórs Sturlusonar um þetta mál og er allaf að sannfærast frekar og frekar um að evran kemur hér innan einhverra ára hvort sem við erum með eða á móti því í dag.

úr fréttinni á mbl.is  

Evruvæðing eðlileg

 

Jón Þór dró fram margvíslegan efnahagslegan ávinning af því að taka upp evruna, m.a. á verðlag, umfang viðskipta og samkeppni. Hann tók þó fram að ávinningurinn yrði enn meiri ef Bretland, Danmörk og Svíþjóð tækju upp evruna. Jón Þór sagði ókostinn m.a. felast í missi sjálfstæðrar peningastefnu og hægari aðlögun raunlauna að aðstæðum hverju sinni en benti jafnframt á að árangur af peningamálastefnu hér væri ekki góður og það hefði komið fram í mikilli verðbólgu og miklum sveiflum í framleiðslu.

www.morgunhaninn.is

Endum með evru í Evrópusambandinu

24.janúar 2007 - kl. 12:03
"Nú reynir mjög á slæmar afleiðingar þess að hafa krónu. Flökt á genginu er talsvert og vextir háir. Það er eðlilegt að viðskiptalífið líti til annarra kosta og þar er undiraldan mikil," segir dr. Jón Þór Sturluson hagfræðingur. Hann segir slæman kost ef samfélagið verði "evrulægt" án þess að um það hafi verið tekin skynsamleg ákvörðun. - "Fólk er í auknum mæli farið að vinna á fleiri stöðum en hér á Íslandi og almenningur á viðskipti víða á ferðalögum sínum." Jón Þór segir ekki ótítt að kjósendur eða "þjóðin" fylgi ekki viðskiptalífinu, en ný könnun Fréttablaðsins bendir til þess að meira en 6 af hverjum 10 séu hvort tveggja á móti evru og umsókn um aðild að Evrópusambandinu. "Við erum á þeim tímapunkti þar sem stjórmálamenn og viðskiptalífið eru ekki lengur samhljóma." Jón Þór gagnrýnir óhamin útgjöld ríkis og sveitarfélaga og segir þjóðinni dýrt að beita þeim tækjum sem felist í firna háum vöxtum. "Við verðum að komast út úr núverandi vanda áður en við ræðum um evruna. En við endum með evru inni í Evrópusambandinu."

 


mbl.is Hlutafé í evrum rökrétt framhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á tveimur árum hefur nýtt 20 m kr. húsnæðislán til 40 ára hækkað upp í 22.4 milljónir vegna verðbólgu og verðtryggingar. Samt er búið að borga af því u.þ.b. 2.4 m á sama tíma.

Hefði lánið verið týpískt evrópskt húsnæðislán hefðu vextir verið um 3% en ekki 5%+verðbólga. Afborgunin hefði verið um 90 þ á mánuði en ekki 100 þ á mánuði og skuldin hefði lækkað eftir hverja afborgun.

Þannig lánamarkað vil ég hafa.

Dofri Hermannsson (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 08:52

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta er náttúrulega æpandi ástæða til að skoða þetta fyrir alvöru.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.1.2007 kl. 09:01

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það má nú snúna þessu við og segja hvað fáum við frá ESB. ESB hefur jú styrkt ríkulega dreyfðar byggðir, landbúnað, rannsóknir og ýmislegt sem við gerum í dag. Þannig má sjá það fyrir sér að landbúnaðarstyrkir ESB dragi úr þörf okkar sjálfra að niðurgreiða hann. Það skiptir jú milljörðum á ári. Vissulega komum við til með að þurfa að borga eitthvað til sambandsins en við fáum líka í staðinn. EES samningurinn kostar líka og er einmitt í endurskoðun nú við stækkun ESB. Manni skilst að þeir samningar hafi dregis á langinn af því að ESB vill fá mun hærri greiðslur frá Noregi og okkur.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.1.2007 kl. 10:41

4 identicon

Já fá smá aumingja styrki frá sambandinu. Hey semjum aftur við noregs konung um endurnýjun á gamla sáttmála og gefust upp á því að halda úti sjálfstæðu ríki því við erum aumingjar.

Að ganga í ESB og taka upp stjórnarskrá ESB er að hafna Sjálfstæðu lýðveldi Íslands. Þeir sem það vilja eru af þeim sökum óvinir lýðveldisins og myndu selja það fyrir krónur og aura.

Jújú vextirnir eru lágir þar en það er ástæða fyrir því. Vextirnir eru lágir því það er ekki hægt að borga af hærri vöxtum. Vextir eru hér háir því við getum borgað af þeim. Lágir vextir evrópu eru afsprengi efnahagslegrar stöðnunar í stærstu löndum sambandsins.

Ekki gefast upp á lýðveldinu eftir rétt sex áratugi.  

Fannsi (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 12:11

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ert þú þá að hald því fram að Bretland, Frakkland, Þýskaland, Spánn, Portúgal, Svíþjóð, Finnland séu ekki lengur sjálfstæð. Við erum jú komin í náið samstarf við Noreg. Og ef þeir fara í ESB  þá erum við í slæmum málum. Það fylgir því ekkert framsal á sjálfstæði landsins að ganga í ESB. Við erum nú þegar bundin af því að taka upp lög og reglur frá þeim í gegnum EES samningin.

EN sumir ná ekki að höndla það breytingar geta verið til góðs. Og ef þeir hefðu ráðið þá værum vð en í torfkofum. Við höfum jú komist í álnir hér með því að græða á bretum og bandaríkjamönnum í stríðinu, Marshall aðstoðinni, og alskyns snapi sem lagið grunnin að því að við gátum farið að byggja á því. Ég er ekkert sáttur við að borga nær helmingi hærra verð fyrir mat heldur en aðrir í Evrópu reyndar í heiminum held ég. Við erum að borga hæstu vextina í evrópu og hæstu skattanna þegar allt er talið til. Ég sé ekkert að því að skoða möguleika okkar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.1.2007 kl. 12:32

6 identicon

Já en við erum líka með ein þau hæstu laun sem gerast. Lækkun á matarverði ef við tökum upp evru er sú mesta lygi sem hefur komið. Matvælaverð og vöru verð almennt hækkaði í öllum, ÖLLUM löndum á evrusvæðinu. matvælaverð á Ítalíu og á Grikklandi margfaldaðist. þannig að annað hvort veist þú ekki af þessu og þannig að þú ert að hafa eitthvað eftir öðrum eða þá þú ert að ljúga að okkur blákalt. ég hef meiri trú á því fyrra. 

Enn ef við erum tala um lága vexti afhverju tökum við þá ekki upp Yen? Þar eru vextir rétt í kringum hálft til eitt prósentið. miklu lægri vextir en í evrópu. 

England missti allt vald úr höndum sér til þess að semja við ríki fyrir utan ESB. Við erum land sem er að ná að gera fríverslunar samning við kína. eitthvað sem fjölmörg öfunda okkur af. enn ef við gengum inn í ESB þá myndi þessi verðandi samningur detta úr gildi. 

Vertu stoltur og frjáls Íslendingur.

Fannsi (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 17:51

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Lau í Svíþjóð veit ég að eru mun ærri en hér og mér er sagt að svo sér líka í Finnlandi. Ég var út í Grikklandi eða á Krít nú í haust og þar var nú ekki hægt að segja að verðlag hafi verið hátt. Síðan bendi ég á það sem Baldur Digurbarki kollegi minn skrifar hér að ofan.

Þá vill ég benda á eins og ég hef marg oft gert. Ég hef ekki heyrt um neitt land sem er í ESB sem vill ganga úr sambandinu. Það finnst mér merki um að þessar 27 Evrópuþjóðir sjá sér hag í þvi að vera í ESB

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.1.2007 kl. 21:27

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Smá viðbót. Þegar talað er um verðhækkanir er það ekki evrunni að kenna. Það var rætt um að kaupmenn hafi notað tækifærið til að hækka og rökstutt það með því að þeir þyrftu að rúna verðin af. En þar var notuð lírur og hún var eins og gamlamyntin hér fyrir 1980 þ.e. að þú varst farinn að borga fyrir föt í milljónum lira. Við mynntbreytingu hér hækkuðu kaupmenn líka verðið. Það er hægt að stöðva með eftirliti

Síðan leiðist mér þegar fólk er að tala um að þessar þjóðir hafi misst öll völd á sínum málum og jafnvel sjálfstæðið. Ef svo væri þá gengju þjóðir eins og Frakkar og Bretar þaðan út.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.1.2007 kl. 21:38

9 identicon

HEHE. þið talið um þau lönd sem hafa ekki evruna. Svíþjóð og Bretland. er það nú ekki frekar mikil hræsni.

Bretar, Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar eru þau 4 lönd sem ráða og ákveða hvernig þróun ESB mun verða. Fyrir hvern stóran fund hittast þessi lönd og semja sín á milli og gefa skít í smá ríkinn.

Þeir sem síðan segja að norðulanda þjóðirnar gætu saman haft meira atkvæða magn enn þjóðverjar eru að misskilja helvíti mikið. Við deilum einna mest við norðurlanda þjóðirnar, þannig að samstaðan yrði voðalega lítil nema í málefnum sem eru ósnertanleg. þ.e.a.s. málefni sem allir eru sammála um og enginn vill mótmæla.  

Fannsi (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 13:21

10 identicon

Enn ef grasið er grænna hinumeginn og á Íslandi sé lífið svona andskoti skítt. afhverju í fjandanum flytjið þið ekki burt og leyfið okkur sem viljum búa hér og halda okkar frelsi og sjálfstæði að vera í friði.

Þeir sem vilja fórna stjórnarskrá lýðveldisins fyrir ómerkilega silfur peninga eru lítið betri en Quisling.

Fannsi (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 13:24

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Afhverju átt þú að ráða því hvernig Ísland er?  Ég veit að bretar og svíar hafa ekki tekið upp evruna enn. En ég var að tala um þjóðir sem eru í ESB. Og hvað höfum við hér? Krónu sem einhverjir aflóga stjórnmálamenn með lögfræðipróf eiga að vernda. Við höfum svo lítið efnahagskerfi að hér verður að nota verðtryggingu til að verja hagsmuni bankanna því að krónan er svo óstöðug. Við höfum svo litla mynnt að í raun og veru hvert og eitt stórfyrirtækið og bankar gætu leikið sér að því að sveifla henni upp um jafnvel tugi prósenta á einum degi ef þeir vildu. Sem og að ekkert erlent fyrirtæki sem vill koma hér á markaðinn og veita samkeppni.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.1.2007 kl. 13:49

12 identicon

Evra evar. afhverju tökum við ekki upp Bandaríkja dal? eða Breskt pund? eða Japanskt Yen. Til að taka upp evruna þurfum við að ganga í ESB. það tekur nokkur ár að komast í gegnum alla þá samninga og síðan verður að öllum líkindum kosið um málið. gefum þessu svona 4-5 ár. síðan tekur við 3 ára aðlögunar tími þar sem við þurfum að sanna að við séum með nóga stöðugt efnahagslíf svo að við fáum að taka upp evruna. þannig að þetta eru kannsi 7 til 10 ár þangað til evran getur verið kominn á Ísland sem gjaldmiðill.

Síðan eru helstu hagfræðingar sammála um að Evran sé veikur gjaldmiðill því hún hafi ekki verið sett á laggirnar sem efnahags tæki til þess að auka hagvöxt og örfa efnahagslíf aðildarlanda sinna. nei hún var sett á til þess að sameina enn frekar evrópu pólitískt. Evran er tæki sem á að stuðla að USE. United States of Europe. Af þeim völdum hefur evran ekki stuðlað neinum uppgangi í stæðstu löndum sambandsins sem ráða ferðinni í vaxtastefnunni.

Og segðu mér eitt. hvað myndi gerast hérna á okkar ástkæra fróni ef vextir myndu lækka niður í 3%??? Allir, ALLIR  myndu fara á gjörsamlegt lána fyllerí. lán yrðu slegin á allar eignir svo gjörsamlega að lána staða almennings og skuldir í dag yrðu séðar í hyllingum sem gömlu góðu tímarnir. 

Háir vextir eru þar sem hagkerfið þolir þá. Vextir væru lágir ef hér væri bullandi greppa og volæði.

Ísland á að halda sig við krónuna og bjóða erlendum fyrirtækjum að koma hingað. gera upp í krónum, evrum, pundum, dollurum, yenum og öllum öðrum gjaldmiðlum sem þau fyrirtæki vilja vera með.  

og ég er ekki að ráða hvernig Ísland er. Hvernig er staðan á því hvað Íslendingar vilja. vilja Íslendingar ganga í ESB og taka upp Evruna? Ef þið haldið það. bjóðið þá fram í kosningum með ykkar helstu stefnumál að taka upp Evruna og ganga sem fyrst í ESB. ég á við ykkur alla ESB sinnana. Ef þið þorið því ekki. þá er þetta bara eitthvað ómerkilegt röfl. 

Fannsi (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 15:26

13 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þú verður að athuga að ef fyrirtæki fara að nota evruna í viðskiptum þá felur sá kostnaður sem fylgir viðskiptum, gjaldeyriskaupum seðalbankans og annað á okkur almenning. Þetta kemur til með að birtast m.a. í hærri vöxtum og þjónsutugjöldum. Þá verður þú að athuga að nú í dag geta allir farið út í banka og sótt um lán í erlendum mynntum. Flestir taka lánin í yenum eða svissneskum frönkum og borga um eða undir 3%. Bankar hér á Íslandi taka inn megnið af hagnaði sínum með því að taka lán í þessum mynntum og lána okkur svo í Krónum með um 15% vöxtum ef við tökum verðtryggingu inní . Bandarnir eru að fá lánin sín á innan við 1% vöxtum. Mér væri sama ef að við gætum tekið upp Svissneska franka en það er háð samþykki Sviss og engin hefur fengið það ennþá. Ég er búinn að missa trúnna á stjórn íslenskra ráðamanna á efnahagslífinu sem og gengi krónunar. Þegar að þeir missa svona gjörsamlega tökin á verðbólgu og genginu við það eitt að byggja eina stóriðju og álver. Að það þurfi að kosta mig í nokkur ár 10 til 15% vextir finnst mér alveg út í hött. Þeir hækka lánshlutfall og keppa við banka og missa allt úr böndunum. Þá vill ég heldur aðeins hægari hagvöxt með lámarks vöxtum og stabilum gjaldmiðli.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.1.2007 kl. 17:43

14 identicon

Þannig að þú hefur meiri trú á skriffinskubákninu í Brussel? Sem setur lög sem bannar það að selja bannana ef þeir eru ákveðið mikið bognir. ESB er ekkert nema höft, boð og bönn. Grasið er ekki grænna hinumegin. Sem eitt ríkasta land í heimi, land þar sem meðal tekjur eru þær hæstu. þar sem almenn velsæld er ein sú mesta. þá er það ótrúleg vitleysa að reyna að leita eitthvert til finna eitthvað betra þegar þar hefur fólkið það verra en við. 

myndir þú vilja 10% atvinnuleysi? Við hér á fróni erum með minnsta atvinnuleysi í heiminum. eðlilegt atvinnuleysi. atvinnuleysi sem er orsakað af þeim sem: vilja ekki vinna, eru að leita sér að starfi eða eru að koma úr skóla er: 1,5%. á Íslandi fór atvinnuleysið fyrir áramót niður fyrir 1%. 

Vextir, vextir. þið röflið alltaf um vexti. afhverju reyniru ekki að fara í samstarf við einhvern erlendan banka um að koma hingað til lands og bjóða lán á góðum kjörum. á lægri kjörum en hérlendir bankar gera. Eða viltu bara að ríkið reddi þessi öllu og skaffi allt. Ef þú vilt hafa það betra, reyndu að gera eitthvað í því. hið opinbera er aldrei gott. hvort sem það er hér á Íslandi eða í Brussel.

Virkjanir og stórframkvæmdir voru samþykkta af Ingibjörgu Sólrúni og samfylkingunni sem sátu þá í borgarstjórn. Ertu líka þreyttur á stjórnarandstöðunni fyrir að samþykkja þetta og samfylkingunni í Skagafirði fyrir að ætla að hefja stóriðju framkvæmdir?

Nú þá er bara einn flokkur sem kemur almennilega til greina og það eru vinstri grænir. 

eina alvöru lausninn er að minnka völd stjórnmála manna og draga ríkið úr samkeppnis rekstri. Jújú við getum ennþá haft þau fyrirtæki sem eru í ríkiseigu í dag í ríkiseigu á morgun enn allar framkvæmdir ættu að stoppa og það ætti að láta einkaaðilum um verkið allt.

Stjórnmálamenn eiga ekki að vera með eins mikil völd og þeir hafa. Allir stjórnmála menn, sama úr hvaða flokk þeir eru misnota aðstöðu sína að einhverju leiti. Þannig að þessir góðu í dag verða hinir slæmu á morgun.  

Fannsi (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 14:25

15 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég vill bara fá að vita um möguleika okkar. Ég held að laun hér á landi séu ekki með þeim hæstu í heimi. Þjóðartekjur eru með þeim hæstu en ekki almenn laun. Ég neita að trúa því að 27 þjóðir mundu sætta sig við það ef þetta væri svona slæmt. Ég er ekkert að fegra það að Ingibjörg og co hefðu betur skoðað hug sinn þegar þau greiddu atkvæði um ábyrgð Reykjavíkur á lánum til Landsvirkjunar. Og hverning fólk hefur látið í Skagafirði.

Ég ítreka að þó ég sé nú fylgjandi því að aðild okkar að ESB og/eða örðu mynntbandalagi. Þá tek ég rökum þegar þau koma frá sérfræðingum. Málið er að ég veit að þetta er ferli sem gæti tekið jafnvel meira en 10 ár og því finnst mér að þetta eigi að skoða. Ég held að það sé skynsamlegra heldur en að vakna við það að í raun séum við komin þangað inn undirbúnings laust. Þ.e.

  • Fyrirtæki taka evru (eða einhvern annan gjaldmiðil upp) sem er byrjað.
  • Fólk fer að taka bankalán í erlendum mynntum - sem er byrjað
  • Fólk fer að fá hluta launa sinna í erlendri mynnt  - sem er byrjað. Og seinna öll launin sín
  • Það að sífellt fleiri aðilar eru á leið frá því að nota íslensku krónuna þýðir að hinir verða að bera kosnað af henni vegna sveiflana og þeim kosnaði sem fylgir að vera með eigin örmynnt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.1.2007 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband