Leita í fréttum mbl.is

Athyglisverðar upplýsingar um fjármögnun fyrirtækja í útrásinni.

Var að lesa athyglisverðar vangaveltur dr. Þorvaldar Gylfasonar í Fréttablaðinu í dag. Greinin heitir:

Eiga eða leigja?

Í greininni er hann að velta fyrir sér muninum á að eiga húsnæði og tæki eða leigja þau, bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga. En það sem ég hafði ekki gert mér grein fyrir er eftirfarandi:

Þessi sjónarmið skipta máli, þegar mat er lagt á ástand og horfur sumra þeirra fyrirtækja, sem mikið hefur kveðið að hér heima undangengin ár. Þau hafa sum snúið gömlu reglunni við. Þau kaupa fyrirtæki, selja utan af þeim húsnæðið, taka það síðan á leigu til að geta haldið starfseminni áfram á sama stað og nota féð, sem þau losuðu með eignasölunni, til að kaupa ný fyrirtæki og bréf og þannig koll af kolli. Þetta er einföld leið til að taka lán og losa fé og getur verið vænleg með lækkandi vöxtum, en hún er vafasöm eins og nú háttar með hækkandi vöxtum.

Þessi lausafjáröflunaraðferð þætti ekki heldur vænleg í venjulegum heimilisrekstri. Fæstir myndu selja húsið sitt upp úr þurru, taka það síðan á leigu til að geta búið þar áfram og festa féð, sem þeir losuðu við söluna, í álitlegum fyrirtækjum og hlutabréfum. Framsýnt fólk hættir helzt ekki meira fé en það hefur efni á að tapa. Fæstir hafa ráð á að missa húsið sitt, en þeir geta braskað með sumarbústaðinn eins og þeim sýnist. Bankar varast jafnan að veita þeim húsakaupalán, sem ætla sér að braska með lánsféð, enda eru veðin í húsunum þá ekki lengur til staðar.

Hvers vegna lána bankar þá fyrirtækjum, sem stunda tvísýn verðbréfaviðskipti? Eru þeir þá ekki í reynd að veita lán til áhættusamra hlutabréfakaupa? Hvernig er veðum háttað í slíkum viðskiptum? Kannski eru þessi fyrirtæki bara að braska með fé, sem þau mega við að missa. Kannski ekki. Bankarnir mættu gera meira að því að upplýsa almenning um starfshætti sína. Þeir mættu byrja á að skýra fyrir viðskiptavinum sínum, hvers vegna gamla varúðarreglan um eignarhald á húsnæði fyrirtækja er ekki lengur í fullu gildi.

Það er að bankar eru að lána þessu fyrirtækjum sem síðan selja húsnæðið nota söluandvirðið og leigja það síðan aftur af nýjum eigendum. Það er eðlilegt að hann velti fyrir sér veðum bankanna ef að illa fer að ganga hjá þessum fyrirtækjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband