Leita í fréttum mbl.is

Frestun, frestun, frestun.......! Er ekki kominn tími fyrir Samfylkingu að standa í lappirnar

Nú var þetta að því mig minnir ákveðið í stjórnarsáttmála að fækka hér ráðuneytum. Ef þetta er rétt að Vg sé að setja fæturnar fyrir þetta mál, finnst mér að nú sé að koma að því rétt sé að hætta þessari tilraun Samfylkingar að halda Vg í stjórn.

Þetta fer að verða pirrandi. Það er ýmist hluti Vg eða allur flokkurinn sem gerir athugasemdir og mótmælir öllu sem á að gera. Þannig að flest af stærri málum þessarar ríkisstjórnar eru sífellt að frestast eða hætt við þau.

Þetta er nú ekki til að auka fólki trú á þessa stjórn. Það að Vg sem flokkur og svo órólegadeildin skuli ekki vera tilbúin að taka af skarið með neitt bendir til þess að þingmenn Vg séu svo hræddir við ákvarðanir að þeim finnist best að halda þessu í lausulofti og þar af leiðandi hverfur allt það góða sem stjórnvöld hafa þó verið að gera í skuggan af þessu.

Finnst því rétt að ef Vg greiðir atkvæði með að draga ESB umsókn til baka að Samfylkingin slíti þá strax þessu samstarfi. Og hér verði mynduð stjórn sem hikar ekki við að framkvæma það sem þau haf samið um í stjórnarsáttmála sín á milli


mbl.is Stofnun atvinnuvegaráðuneytis frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er eins mig rámi í að Vg hafi haft á stefnuskrá sinni að sameina ráðuneyti, en þó einkum að færa verkefni tengd sjávarauðlindinni í umhverfisráðuneytið. Nú er meirihluti þingflokks Vg því orðinn sérstaklega andvígur þeirri breytingu. Svona geta menn hlaupið í gönur.

Það er hins vegar greinilegt að hluti Vg vill ekki lengur eiga aðild að ríkisstjórnarsamstarfinu. Verkefni Samfylkingarinnar sem ábyrgt forystuafl í íslenskum stjórnmálum er að sjá til að skaðinn verði sem minnstur þegar upp úr slitnar. Þetta verður hún að gera þótt einhverjum finnist hún "standi ekki í lappirnar" fyrir vikið.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 12:58

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þessi breyting er eingöngu gerð til að falla að reglugerð ESB. Ekki til þess að draga úr útgjöldum og hjálpa þjóðinni út úr þessari kreppu. Þarna er verið að keyra reglugerð ESB inn. Það er ekki samningsviðræður Magnús Helgi...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 28.8.2010 kl. 17:02

3 identicon

Þú hefur nú líklega rangt fyrir þér, Ingibjörg Guðrún, sameining ráðuneyta er búin að vera á dagskrá lengi án þess að um aðildaraðlögun að ESB sé að ræða. Vg hafði hana m.a. á stefnuskrá sinni.

Í raun ganga hugmyndir ríkisstjórnarinnar of skammt. Hér ætti aðeins að vera eitt ráðuneyti, skipt í ca. 6 stjórnardeildir. Það er t.d. fáránlegt að ekki er hægt að rótera embættismönnum með góðu móti milli ráðuneyta, hvað þá sameina stofnanir eða hagræða verkefnum milli ráðuneyta.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband