Leita í fréttum mbl.is

Hvaða auðlindir? Spyr Illugi Jökulsson

Ágæt spurning hjá Illuga á blogginu hans í dag:

Á blogginu er fólk sífellt að þusa um að hið illa ESB ásælist auðlindir okkar.

Eins og hinir 500 milljón íbúar ESB muni aldeilis komast í feitt þegar þeir fá að koma höndum yfir allt ríkidæmið hér.

Hvaða ríkidæmi er það?

Hvar eru þessar auðlindir sem ESB á að sækjast svo mjög eftir?

Þær duga okkur ágætlega, við getum flutt út slatta af fiski og svoleiðis.

Við erum að verða búin með orkuna, en hún mun þó duga eitthvað áfram.

En við erum líka bara rúmlega 300 þúsund.

Hvar eru þessar auðlindir sem 500 milljón manns líta svo hýru auga?

Það væri gaman að vita?

Við þetta er nú hægt að bæta.

  • Hvernig ætlar ESB að stela orkunni okkar'
  • Svona miðað við að fiskveiðar skila milli 100 og 200 milljörðum, hvað munar ESB svona mikið um það?
  • Ef fólk nefnir vatnið þá get ég nú ekki séð hvernig ESB ætti að geta nýtt það án þess að við stjórnum því.
  • Og einnig og Illugi bendir á erum við komin langt með að nýta mest af þeirri orku sem við höfum svo það er ekki mikið til skiptana lengur.

Bendi svo á góðan pistil Guðmundar Gunnarssonar um ESB umræðuna http://gudmundur.eyjan.is/2010/08/afvegaleidd-umra.html


mbl.is Vill afgreiða tillögu um ESB-viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Hermannsson.

Rétt hjá þér Magnús, Guðmundur Gunnars er allt af góður.

Ég er einnig sammála Merði og Þorsteini Pálssyni, það bráðnauðsynlegt að fá heinar línur -  þó ekki væri nema til að freista þess að minnka aðeins þvæluna í öllum sérhagsmuna- og einangrunarsinnum sem stunda þetta ofsagengna samrúnk hér á blogginu.

Það hefur sýnt sig að þeir eru búnir að taka afstöðu gegn aðild hvað sem kann að vera í boði. Þá er alveg sama hversu oft þeir eru leiðréttir eða upplýstir að ekki líður nema dagurinn að sama þvælan er aftur komin inn. Þeir hafa bara engan áhuga á að fræðast og vita meira - því það veldur þeim bara óþægindum.

Alveg magnað að verða vitni að því að menn sem í fljótu bragði virðast í lagi skuli haga sér eins og ofvaxnir smákrakkar. Ég er ekki frá því að það sé að verða aðkallandi að finna meðferðarúrræði fyrir þessa menn.  

En persónulega ætla rétt að vona að aðlögunar- og innlimunarferlið sé farið af stað og muni ganga eins og smurð vél. Því eftir inngöngu í ESB er fyrst smá von um að þessi þjóð hætti að skíta reglulega upp á bak, þroskist og fari að haga sér eins og þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við.

Atli Hermannsson., 29.8.2010 kl. 11:40

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ekki freistar það að þurfa að borga yfirstjórn ESB fyrir hreina vatnið sem rennur hér um allt. Ef þú hefur ekki efni á að kaupa þér vatn á Íslandi, og slysast til að fá þér að drekka úr einhverri sprænu áttu von á að verða sektaður fyrir þjófnað af ESB-löggjafanum?

Ég vil svo gjarnan deila með öðrum þjóðum af þessum auði. það gæti Ísland gert án þess að vera í ESB. það eru fleiri ríki en ESB sem skortir vatn sem er drykkjarhæft?

Hvernig hefur friðarbandalagið hugsað sér að sinna þörf annarra ríkja? Er ESB kannski ekki svo gott og traust í að taka tillit til þjóða utan ESB í sinni friðar-stefnu og mannúð?

það er ýmislegt sem hljómar afskaplega mótsagnarkennt sem kemur frá þessu bandalagi? M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.8.2010 kl. 11:53

3 identicon

Mörður veit sem er að ef aðildarumsókn verður hafnað er þessi ríkisstjórn búin að vera og hann veit líka að fólkið í þessari ríkisstjórn - VG sem hafa lýst sig andsnúna ESB aðild og aðrir sem lúra á afstöðu sinni -  mun kjósa gegn sannfæringu sinni og betri vitund til að halda þingstólum sínum, nefndarsætum og þeim völdum sem þeim þykir þingseta færa þeim. Þessi ummæli eru bara ögrun við VG - "ókei kjósum bara - ef þið viljið eyðileggja þessa vinstri velferðarstjórn!". Málið er hinsvegar að mikill meirihluti þjóðarinnar er á móti þessum aðildarviðræðum þó svo að þingmenn séu ekki til í að framkvæma vilja þjóðarinnar.

Soffía (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 12:09

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Soffía. Hótanir mega bara ekki vera stjórnunar-aðferðin á Íslandi! M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.8.2010 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband