Leita í fréttum mbl.is

Æ ég bara er ekki viss um að þetta sé rétt!

Svona miðað við hvernig Ögmundur hefur látið þá má hann nú taka stakkaskiptum ef þessi breyting á að leiða til einhvers góðs. Og ef hann og Jón Bjarnason ætla að láta eins og þeir hafa látið verður væntanlega lítið úr verki hjá þessari stjórn. Er í miklum vafa um hvort að þetta sé rétt hjá flokkunum. Sé ekki hvað menn eru að kaupa sé með þessum hrókeringum. Ögmundur hefur jú staðið eins og klettur með stjórnarandstöðunni í öllum stærri málum
mbl.is Ögmundur bíður eftir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má ekki gerast að stjórnarandstöðuþingmaður verið gerður að ráðherra.

Af hverju þá ekki Sigmund Davíð eða Þór Saari?

Þessir þrír tala einni röddu.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 20:39

2 identicon

Ég hafði ekkert á móti Ögmundi og ég heyrði að það væri vel af honum látið, hjá þeim sem þurftu að hafa samskipti við hann þegar hann var heilbrigðisráðherra. En það voru líka margir reiðir út í hann, þegar hann sagði af sér.
Mér finnst þetta mikill hringlandaháttur og ótrúverðleiki að hann verði settur aftur inn í ríkisstjórnina. Hann sagði sig úr henni, það var hans ákvörðun. Sorry Ögmundur of seint að hætta við að hætta.

Lara (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 20:50

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Magnús Helgi. Og hver eru stærri málin og hver á að ákveða hvaða pólitíska stefna er rétt eða röng í slíkum skilningi? Ég leyfi mér oft að efast?

En Ögmundur þarf að standa með sjálfum sér og einungis sínum skoðunum, en ekki einhverra vina og kunningja sem eru að reyna að nota þennan viskuríkasta mann stjórnmálamanna á þessum vettvangi!

það fólk sem reynir að misnota hann er ekki skoðana sinna verðir á þannig þrýstings-vettvangi!!!

Ögmundur er sá eini sanni ef hann lokar á alla utanaðkomandi sem reyna að misnota hann í þeirri stöðu sem hann er!

Nú þurfa allir að skilja að hann er í ríkistjórn en ekki kunningja-reddingum, eða BSRB!!!

þá mun Ögmundur gera landsmönnum öllum hindrunarlaust allt það besta sem hægt er að gera! Hann er eins og viskunnar-munkur, þessi ágæti maður. Getum við beðið um eitthvað tryggara í stöðunni? Svari nú hver fyrir sig? M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.8.2010 kl. 20:54

4 identicon

Ögmundur á alls ekki skilið það lof sem hann fær. Fjarri því.

Hann hefur valdið meiri skaða en margan grunar.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 22:45

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ögmundur er á móti áætlun sem ríkið gerði í samráði við AGS. Hann er á móti öllu fjárfestingum erlendra aðila hér á landi. Hann hljóp út úr ríkisstjórn vegna Icesave. Hann er heltekin af því að mál þurfi að leysa 63- 0. Hann hefur dottið í einhverja draumkenda heimspeki sem dugar ekki þegar fólk kallar á að tekð sé af skarið. Og hann eins og aðrir ráðherrar þurfa að fylkja sé saman til að koma málum af stað þó þau stundum gangi kannski aðeins á ská við lífssýn þeirra. Því allir vita að það er betra að taka ákvörðun sem flestir geta lifaði með og fara af stað með málin. Það er hægt að laga vankannta á leiðinni. Það má bara ekki allt staðna. Það verður að hreyfa við málum koma þeim af stað og allir að fylgja þeim eftir, því annars finna anstæðingarnir alltaf leiðir til að koma fleyg á milli manna og draga úr trú annarra á þeim

Magnús Helgi Björgvinsson, 31.8.2010 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband