Leita í fréttum mbl.is

Ónákvæm vinnubrögð við skoðanakannanir

 

Var að lesa um skoðanakönnun sem http://www.heimur.is/ birti í gær. Það sem vakti athygli mína er eftirfarandi.

 Alls var 571 spurður og mikið var um óvissa og þá sem ekki vildu svara. Í könnuninni voru 11% óviss og 30% vildu ekki svara. Um 3% ætluðu ekki að kjósa eða skila auðu. Þetta er hærra hlutfall alls og í síðustu könnunum Frjálsrar verslunar. Um 56% tóku afstöðu en til samanburðar má nefna að í könnun Fréttablaðsins um síðustu helgi tóku um 57% afstöðu.
Vikmörk eru allvíð eða +/-5,4% (miðað við 95% vissu). Þetta þýðir t.d. að í spá um fjölda þingmanna stóru flokkanna þriggja gæti munað 2-3 þingmönnum til eða frá. Hjá hinum flokkunum er óvissan minni í prósentustigum talið eða 1-2 þingsæti.

Þetta þýðir að verið er að birta niðurstöður sem byggðar eru á svörum um 300 manns því að aðrir vilja ekki gefa upp afstöðu sína eða eru óviss. Svo heyrði ég að þetta væri byggt á könnun sem gerð er á Púlsinum sem er póstkosning. Þar með er með öllu óvíst hver er að gefa upp afstöðu sína. Gætu verið unglingar sem eru í tölvu heimilis og fleira.

Eins var Fréttablaðskönnunin byggð á fáum svörum. Þegar svona fáir eru sem gefa upp afstöðu sína fær  hvert atkvæði mun meira vægi. Þannig má álykta að skekkjumörkin séu jafnvel hærri en þeir geta um.

Heimur.is hefur jú verið þekktur af hægri slagsíðu leiðist það örugglega ekki að skv. þessari óvísindalegu könnun kemur Samfylkingin illa út

Nei ég bíð enn eftir vandaðri skoðanakönnun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Það er mikið til í þessu hjá þér og ég geri mest með Gallup almennt, það er 800 manna úrtak í Fbl og yfirleitt yfir 40% óákveðnir eða neita að svara. Sá hópur er stærsti flokkurinn í landinu og hann skiptist í öðrum hlutföllum en þau 60% sem svara, þar eiga miðjuflokkarnir meira held ég en flokkarnir á köntunum, VG, xD og xF minna - amk var það klárlega þannig fyrir kosningarnar 2003 og út frá þeirri forsendu gekk DV alltaf þegar þar voru gerðar kosningaspár í denn.  Mér finnst Heimur hins vegar gera mun betri og nákvæmari grein en Fbl fyrir annmörkunum á þeirra könnun, þeir birta vikmörk, og fyrir það vil ég hrósa þeim.

Pétur Gunnarsson, 27.1.2007 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband