Leita í fréttum mbl.is

Óttalega er þetta vitlaust!

Það væri gaman að vita hvort að Vilhjálmur Birgisson geri sér grein fyrir að hér hrundi allt ári eftir að þessi ummæli Jóhönnu féllu. Hvað vill hann að Jóhanna geri? Á hún að skattleggja starfsfólk verkalýðsfélaga sérstaklega og hækka greiðslur til þeirra fátæku? Nú er væntanlega felstir hanns umbjóðendur í störfum hjá einkafyrirtækjum. Á Jóhanna að fara þar inn og grafa eftir gulli? Á Jóhanna að hækka skatta á hans umbjóðendur til að borga öryrkjum  hærri bætur? Svona gæti maður spurt þegar maðurinn veit að ríkið skuldar hér þúsundir milljarða.

Það má nefna að 2007 var mesta uppgangsár hér á landi. Af hverju var Vilhjálmur ekki að berjast fyrir þá fátæku á þeim tíma? Þá voru virkilega til peningar til að bæta kjörin verulega. Af hverju heyrði maður lítið í honum 2004-2005-2006-2007?

Og er maðurinn virkilega að halda því fram að Jóhanna eða Steingrímur geti 2 ein byggt hér upp?


mbl.is Spyr Jóhönnu út í þjóðarskömmina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá er að sama skapi vitlaust að agnúast út í formenn og ráðherra annarra flokka sem eitthvað kunna að hafa gert af sér eða sagt, líkt og þessa vitleysu( sem og yfirleitt þegar Jóhanna opnar munninn án þess að leas af blaði eftir Hrannar)

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 16:50

2 Smámynd: Róbert Tómasson

Sæll Magnús

Það er víst eitt að vera í ríkisstjórn og annað að vera í stjórnarandstöðu, óháð því hver á í hlut.  En samkvæmt fréttinni féllu þessi orð Jóhönnu árið 1997 en ekki 2007

kveðja

Róbert Tómasson, 9.9.2010 kl. 17:57

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Magnús Helgi, þér væri nær að skoða aðeins staðreyndir áður en þú fellir dóma!

Ummæli Jóhönnu féllu 1997, 11 árum fyrir hrun.

Þú spyrð Vilhjálm hvað Jóhanna eigi að gera, hvort skattleggja eigi félaga hanns til að hækka greiðslur til þeirra fátæku. Ríkisstjórn Jóhönnu hefur þegar hækkað skattana, jafnt á félagsmenn VLFA sem og annað fólk í landinu. Því miður gleimdi Jóhanna að láta hluta af því fé fara til þeirra fátækustu, reyndar bitnaði skattaálagningin á þeim einnig! Það sem ríkisstjórn Jóhönnu á að gera er að koma hjólum atvinnulífsins í gang, þess í stað kýs hún frekar að hjálpa þeim sem stóðu að hruninu og eyðir öllum sínum tíma í það og að kasta fé í ESB aðlögun!!

Ef þú kynnir þér aðeins sögu og baráttu Vilhjálms fyrir sitt fólk, kemstu að því að hann stóð í baráttu fyrir sitt fólk löngu fyrir 2007. Því miður var sú barátta fyrst og fremst við ASÍ en eins og þú væntanlega veist er þeim glæpasamtökum stjórnað af flokksfélaga Jóhönnu Sigurðardóttur.

Vilhjálmur spyr Jóhönnu einfaldlega hvort samúð hennar til fátækra sé söm nú og hún var 1997 og ef svo sé, hvað hún ætli að gera í málinu!!

Þannig að ef eitthvað er "óttalega vitlaust" er það bloggfærsla þín!!

Gunnar Heiðarsson, 9.9.2010 kl. 20:27

4 identicon

Helduru virkilega að Jóhanna hafi ekki samúð til fátækra? Þau eru að reyna vinna í þessu en eru að lenda í miklu mótlæti frá andstöðunni þanning auðvitað er erfitt að kom aeinhverju almenninlega í gang...það er mjög auðvelt að segja "Það sem ríkisstjórn Jóhönnu á að gera er að koma hjólum atvinnulífsins í gang" Hvað á hún að gera?

 ESB var hluti af stefnu flokksins í kosningum þannig auðvitað sækja þau um.....

Ég er alfarið á móti ESB og mun kjósa þetta norður og niður þegar kemur að því....

CrazyGuy (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 21:21

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Stjórnvöld mættu eiða meiri krafti í að ná peningunum sem stórþjófarnir stálu úr kerfinu frekar en að reyna að ganga til liðs við ofurbákn ESB þar sem við komum aldrei til með að vera í samstöðu með!

Sigurður Haraldsson, 9.9.2010 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband