Leita í fréttum mbl.is

Hvaðan kemur hagnaður bankana?

Bendi á frábært blogg hjá Steingrími Sævarr þar sem hann veltir fyrir sér í kjölfar bréfs sem hann fékk hvaðan bankarnir hafa hagnað sinn. Hann bendir á að það er ekki sama tekjur og hagnaður.

Í uppgjöri Landsbankans í dag kom fram að hagnaður bankans nemur 40,5 milljörðum króna.

Einnig kemur fram að 52% af tekjum bankans kemur erlendis frá.

Vænta má að bankinn hafi fulla yfirsýn á því hvar tekjur bankans verða til, eins og fram kemur hér að ofan.

Af því leiðir að þeir hljóta líka að vera með það á hreinu hvaðan hagnaðurinn kemur,

Hversu mikið af hagnaði bankans er af starfsemi bankans hér á landi?

Lesa bloggið í heild

Það kæmi ekki á óvart þó að stórhluti hagnaðar bankana sé að koma frá okkur hér á landi.

Fólk og fyrirtæki erlendis láta ekki okra á sér. Þannig að þó að tekjur bankans séu kannski aðeins meiri að utan þá er hagnaður sennilega að mestu innlendur hér.

Held að þetta væri verðugt rannsóknarefni fyrir glúrinn fréttamann.

[Las þetta eftir að ég skráði þetta inn:

Viðskipti | mbl.is | 26.1.2007 | 16:21

Um helmingur af hagnaði Landsbankans af erlendri starfsemi

Tekjur af erlendri starfsemi Landsbanka Íslands námu 46,6 milljörðum króna eða 52% af heildartekjum samanborið við 10,4 milljarða króna og 17% á árinu 2005. Er þetta í fyrsta sinn sem tekjur af erlendri starfsemi eru hærri en á Íslandi. Að sögn Sigurjóns Þ. Árnasonar, bankastjóra Landsbankans, er svipað að segja af hagnað bankans en um helmingur hans er frá starfsemi bankans erlendis en helmingur af starfsemi á Íslandi.]

En eins og Steingrímur segir:

Það er alltaf jafn gaman að þessum uppgjörstölum því alltaf vonast maður til að sjá í endann á tilkynningunum um ofsahagnað fjármálastofnana klausu á borð við:

"Í ljósi mikils hagnaðar hefur fjármálastofnunin ákveðið að nota helming hagnaðarins til að lækka vexti á útlánum og afnema þjónustugjöld bankans sem eru of há.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í ársreikningi LÍ kemur fram að hagnaðurinn af 'retail' bankastarfsemi sé 8 milljarðar fyrir skatta. Miðað við uppbyggingu Landsbankans er hægt að segja að þetta sé hagnaður bankans af hefðbundinni bankastarfsemi hér á landi. Uppistaðan í hagnaði bankans er af fjárfestingabankastarfsemi og eignastýringu eða 38 milljarðar. Meintur ofsagróði er því ekki af bankaviðskiptum við einstaklinga hér á landi...

IJ (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband