Leita í fréttum mbl.is

Opinber sauðfjárbúskapur

Haf verið að lesa þennan nýja sauðfjársamning. Og þar er margt sem stingur í augun.

Til að byrja með er alveg ótrúlegt að við þurfum að greiða hverjum bónda sem svarar um 175 þúsnd að meðaltali á mánuði og samt erum við að borga svo hátt verð fyrir kindakjötið. 400 ærgildi gefa þá bónda um 2,5 milljónir.

Þá finnst mér skrýtið að það er ákvæið í samninginum sem hljóðar svo:

4.6 Búskaparlok

Bændur á lögbýlum með greiðslumark, sem eru orðnir 64 ára, eiga kost á að gera samning um búskaparlok. Í samningi skal kveða á um afléttingu ásetningskyldu, gegn rétti á óskertum beingreiðslum út gildistíma samnings þessa.

Afhverju eiga þessir bændur að fá greiðslur ef þeir hætta búskap fyrir 67 ára. Er þetta ekki spurning um jafnræðisreglu. Ættu þá hesta bændur að fá slíkt hið sama eða kúabændur. Eða bara verkamenn.

Þá finnst mér þetta eitthvað gruggugt þ.e. það sem ég breytti letri á.

4.7 Svæðisbundin stuðningur

Til þeirra aðila sem nú hljóta greiðslur til stuðnings sauðfjárræktar, á svæðum sem skilgreind hafa verið sérstaklega háð sauðfjárrækt, sbr. reglur landbúnaðarráðuneytisins nr. 552/2005, skal árlega verja fjárhæð, sbr. töflu í 4. gr. Stuðningurinn er háður því að viðkomandi sé skráður ábúandi með lögheimili á lögbýli sem rétt á til úthlutunar samkvæmt framangreindum reglum. Ekki er skilyrði að þeir sem stuðnings njóta stundi sauðfjárrækt. Réttur samkvæmt þessari grein skal vera óframseljanlegur og bundinn við lögbýli. Landbúnaðarráðuneytið setur nánari reglur um greiðslur samkvæmt þessari grein

Þurfa ekki að stunda sauðfjárrækt. Hversvegna á að styrkja einhverja sem ekki stunda sauðfjárrækt í þessum samningi um sauðfé.

Þá finnst mér skrítð að í þessum samning er ekki gerð nein krafa um að fólk hafi þetta að aðalstarfi. Þannig finnst mér að þegar fólk sinnir þessu bara í hjáverkum með öðrum störfum eigi svona miklir styrkir ekki við. Eða þá að þá að t.d. hrossabændur ættu að eiga rétt á svona styrkjum. Jafnvel þeir sem stunda alskyns ræktun í frístundum.

6.1 Um fjárhæðir

Allar fjárhæðir í samningi þessum skulu miðaðar við verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs 1. janúar 2007, sem var 266,2 stig, og taka breytingum mánaðarlega þaðan í frá samkvæmt vísitölu neysluverðs

Þetta finnst mér líka skrítið að upphæðir hækki eða fylgi neysluvístölu mánaðrlega. Ekki eru laun almennt látin hækka mánaðarlega

Síðan er náttúrulega æpandi hvað kjötverð hér er hátt og það eru engar kröfur sem ríkið hefur á móti þessum styrkjum um lægra verð. Lítið sem ekkert tekið á milliliðum og almennt litlar kröfur á móti þessum styrk.

Þá er í þessu samningi lítið sem hvetur bændur til að stýra framleiðslunni eftir markaði. Þannig eru þar greiðslur fyrir byrgðahald og þessháttar.

Ég held að þarna þurfi að taka til óspiltra málana og endurskipuleggja landbúnaðinn þannig að hann eigi möguleika á að verða sem mest sjálfbær eins og annar iðnaður.

Mér finnst líka þegar verið er að gera samninga við bændur verði að taka tillit til að jarðir hafa margfaldast í verði og algengt verð nú fyrir jarðir eru frá 60 og fer langt yfir 100 milljónir þannig að það er ekki eins og þetta sé eignalaust fólk.

<">Samningin má sjá hér


mbl.is Nýr sauðfjársamningur undirritaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já það er víst mikið um styrki víðsvegar um evrópu sem og hér. En mér finnst að styrkir eigi að leiða til þess að grein verði lífvænleg. Ekki svona skilyrðislausir eins og mér finnst þetta vera. Það er t.d. orðið mikið um að fólk sé í fullustarfi með sauðfjárræktinni. Mér finnst að það eigi að gilda annaðu m þau sem það gera.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.1.2007 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband