Leita í fréttum mbl.is

Þetta heitir að svindla manneskju inn á listann.

Mér finnst að það sé verðið að gera grín að þeim sem tóku þátt í prófkjöri framsóknar þarna í Suðurkjördæmi.

Frétt af mbl.is

  Helga Sigrún Harðardóttir í 3. sæti hjá Framsóknarflokknum
Innlent | mbl.is | 27.1.2007 | 17:54
Helga Sigrún Harðardóttir, skrifstofustjóri í Reykjanesbæ, er í 3. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Þetta var ákveðið á kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi sem haldið var í dag á Hótel Selfossi. Helga Sigrún, sem er skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins, tók ekki þátt í prófkjöri flokksins um síðustu helgi


mbl.is Helga Sigrún Harðardóttir í 3. sæti hjá Framsóknarflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Amm, ekki svo oft sem við erum sammála! Mér finnst þetta tómt rugl hjá Framsókn. Þeir óttast víst að tapa fylgi á Suðurnesjunum. En skv. prófkjörinu eiga þeir ekki það mikið þar, að vert sé að láta svona.

Snorri Bergz, 27.1.2007 kl. 19:21

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gott Snorri þegar andstæðir pólar eru sammála þá hljótum við að hafa rétt fyrir okkur

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.1.2007 kl. 19:36

3 Smámynd: Helgi Sigurður Haraldsson

Ég er bara algerlega óssamála þér.  Sex efstu sætin voru bindandi sæti og þar sem sá sem hlaut þriðja sætið tók það ekki var ekkert sem sagði í prófkjörsreglum að það ætti að færa upp listann.  Það var annaðhvort hægt að gera það eða finna nýjan aðila í þriðja sætið.  Val kjörstjórnar var að finna aðila utan listans, í þriðja sætið (sama og Samfylkingin gerði í Suðurkjördæmi nýlega)og leggja það fyrir.  Tillaga kom um annað og kosið var á lýðræðislegan hátt um þær tillögur.

Helgi Sigurður Haraldsson, 27.1.2007 kl. 22:01

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þegar atkvæði voru talin voru talin atkvæði sem fólk hafið fengið í eftstu sætin . Hjálmar var með atkvæði í 1 til 3 sæti. Og Eygló var með atkvæði í 1 til 4þ Það var vitað að hún sóttist eftir sæti ofar. Það er líka skítt fyrir fólk sem hefur eytt vikum í að fara um kjördæmið að kynna sig fyrir prófkjör og sóttst eftir hærra sæti að síðan við svona brotthlaup manns af lista þá sé bara farið út í bæ að sækja manneskju. Þetta væri eins og ef þingmaður hætti á þingi þá yrði bara farið út í bæ að sækja einhvern allt annan en varaþingmann af því að flokkurinn væri viss um að það kæmi sér betur.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.1.2007 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband