Leita í fréttum mbl.is

Held að menn geti nú slappað svolítið af!

Jú vissulega er þörf á breytingum hér á flestum hliðum stjórnmála og stjórnsýslu. En að því sögðu þá er nú óvart málið þannig að í flestum ríkjum þar sem að kenna sig við lýðræði og frjálsar kosningar leita stjórnunarhættir í sama farið. Það er jú hægt að setja lög sem stuðla að minni spillingu, opnari og skilvirkari stjórnsýslu. En reynslan sýnir að óháð háleitum markmiðum nýrra stjórnmálaafla, þá leita þau í sama farið og aðrir þegar á reynir og þau komast í stjórn. Því óvart er það þannig þegar á hólminn er kominn verða þessi háleitu markmið óframkvæmanleg. Það verður að gera málamiðlanir og þá finnst þeim sem horfðu á fyrirmyndarríkið þeir vera sviknir. 

Ég get ekki séð í Reykjavík að þar hafi bestiflokkurinn:

  • Aukið lýðræði
  • Komið á neinum umtalsverðum umbótum
  • Eins hafa komið upp spurningar um mannaráðningar
  • Komið fram með mótaðar tillögur og útfærðar um einhverja byltingu í málefnum Borgarinnar.

Ekkert að segja að þau hafi staðið sig illa. Og þau vilja vinna vel. En ekki séð neitt sem markar tímamót í breytingum á stjórnmalum hér.  Nema kannski áhersla á húmor og gleði. En það setja skattgreiðendur ekki ofan á brauð. Það er nefnilega þannig að þarfir borgarana breytast ekki þó nýr flokkur komist til valda. Og það að komast til valda er dauðans alvara! Það er verð að reyna að nýta takmarkaða peninga til að uppfylla þarfir kjósenda og það er erfitt. Munur á flokkum hér og annarstaðar er hugmyndafræðin um hvernig það er gert.  Og helsti munur er náttúrulega hér eins og annarstaðar að fólk vinstramegin vill að fólk borgi í sameiginlega sjóði sem trygging fólki aðgang að grunnþjónustu óháð efnahag. Þeir til hægri telja að fólk eigi að borga minna í sameiginlega sjóði og greiða hluta eða alla þá þjónustu eftir notkun.  Náttúrulega raðast menn í skoðunum á milli þessara póla.

En semsagt ég get ábyrgs að nýir flokkar þýða ekki gjörbyltingu og hugmyndir manna um annað eru kjaftæði.


mbl.is „Skíthræddir“ við nýtt framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband