Leita í fréttum mbl.is

Bara svona að spyrja?

Manni sýndist að fólk væri að mótamæla helst lágum bótum og eins að vilja lækkun lána. Og svona ýmsu í leiðinni:

Ég veit að fólk hefur það skítt á bótum og þeir sem skulda mikið líka. En ég spyr:

  • Ef að bætur hækka, hver á að borga þá hækkun?
  • Ef að Íbúðalán verðtryggð verða lækkuð, þá þurfum við að bæta Íbúðalánasjóði það. Hver á að borga það?
  • Ef að lífeyrissjóðirnir þurfa að lækka verðtryggð lán sín. Þá minnkar það sem þeir hafa til útgreiðslu og SÍ eða TR þarf að borga fólki meira. Hver á að borga það.

Mér sýnist að þarna geti verið um hundruð milljarða í viðbót sem og að bankar sem eru með verðtryggð lán gætu líka þá átt kröfu vegna eignarréttarákvæða Stjórnarskrárinnar á bótum frá ríkinu þar sem verið er að fara inn í samninga sem ríkið kom ekki að og eru löglegir.

Ríkið er nú í vandræðum með að skera niður upp í fjárlagagatið og greiða vexti þannig að það þyrftir væntanlega að hækka skatta úr þetta 35% til 42% upp í kannski 45% til 50% skatt. Er fólk tilbúið í það!

Fólk talar um að taka fyrirfram skatt af séreignarsparnaði en hann hefur lækkað umtalsvert þar sem búið er að taka út af honum sem og fá skatt af því. Þar gætu kannski fengist nú um 70. milljarðar og nokkrir milljarðar á ári eftir það þar sem hann hann fer jú minnkandi þar sem fólk hættir að spara þegar 1 af hverjum 3 krónum eru ekki lengur í neinni ávöxtun heldur fer beint til ríkisins.  Og þessir 70 milljarðar myndu ekki duga til. Og verða þá aldrei í boði í framtíðinni þannig að ríkið þyrfti alltaf að taka tillit til lækkunar á skatttekjum næstu árinn.

Held að fólk verði að átta sig á að það eru ekki til neinar töfralausnir sem redda bara hér öllu á 2 árum.  Allar flottu hugmyndirnar sem redda málum með því að smella puttum standast ekki skoðun. Halda menn að ríkisstjórnin væru annars búin að kaupa sér frið með því að framkvæma það? Og hvað þá halda menn að manneskjur eins og Jóhanna sem er á síðustu metrum sinnar stjórnmálaþátttöku væri ekki búin að beita sér fyrir einni allsherjarlausn fyrir fólkið til að hætta sem hetja. En hún eins og aðrir hafa rekið sig á að við gjaldþrot lands er ekki bara hægt að kaupa nýja kennitölu og byrja upp á nýtt og skilja skuldir eftir. Það þarf að ganga frá þeim og greiða flestar. Hjá því er ekki komist og þar af leiðandi er minna hér til skiptana.

Ekki það að hér séu ekki mörg mál sem þyrfti að vera búið að leysa og flokkarnir að hætta að þvælast hver fyrir öðrum. Mál eins og stærri fjárfestingar, Icesave og framtíðarsýn væri nú ofarlega á mínum lista. Og eins að þjóðin væri betur upplýst um hvað er verið að gera og hversvegna aðrar lausnir ganga ekki.


mbl.is Hávær mótmæli við þinghúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað ég er hjartanlega sammála þér! Fólk ætti að leyfa stjórnmálamönnum að fá tækifæri til endurreisnar. Skil ekki hvernig í ósköpunum við værum betur sett ef 63 einstaklingar væru týndir upp af götunni og hent inn á Alþingi og þyrftu að læra inn á stjórnsýsluna frá grunni, held í alvörunni að þessi mótmæli séu framkvæmd af einstaklingum undir meðalgreind sérstaklega miðað við framferðið í dag. Hver myndi voga sér út í stjórnmál miðað við þetta landslag, ég bara spyr!

Hildur Sólveig Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 16:00

2 Smámynd: Ragnar Einarsson

Málið er að 90% af liðinu sem er á hinu háa Alþingi er að vinna að sínum hagsmunum eða flokks....krakkar í sandkassaleik.

Bálið brennur,,þreyttur á þessu rifrildi um hver á að slökkva það..

Vill óháðan aðila til að reka þetta eins og fyrirtæki,,

Eigum hellings auðlindir en bara fáir fá að njóta þeirra eins og staðan er í dag..

Kominn tími á byltingu.

Ragnar Einarsson, 1.10.2010 kl. 16:07

3 identicon

Mikið er ég sammála þér! Fólk spáir oft ekkert í hvort það sé tilbúið að borga bæturnar fyrir aðra, þó auðvitað vilji maður samt að þetta fólk hafi meira á milli handanna.
En það er bara alltaf ákveðin hópur sem skemmir fyrir öðrum, t.d. kona sem sagði upp á vinnustaðnum mínum í vor. Hún vildi komast á atvinnuleysisbætur til að geta farið að slappa af og ætlaði að sinna sinni list í friði (svartar tekjur). Við hin hérna í vinnunni vorum alveg gáttuð á henni þegar hún bað um að skrifað yrði undir að hún væri tímabundið ráðin svo hún gæti fengið bætur strax! Þessar bætur vill ég ekki borga fyrir hana og hennar líka!  

Dagrún (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 16:08

4 Smámynd: Magnús Gunnarsson

Verðum að minnka RÍKISBÁKNIÐ það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að leggja miklar byrgðar á þá sem afla teknanna.

Magnús Gunnarsson, 1.10.2010 kl. 16:10

5 identicon

Ein einföld spurning ?

Af hverju eru jafn margir starfsmenn við vinnu í fjármálageiranum núna og fyrir hrun ?

Væri gott ef svarið rammaðist innan skilgreiningarinnar skynsemi, ég fer ekki einu sinni fram á að það rammist innan skilgreiningarinnar heilbrigð skynsemi.

 Ragnar ... sting upp á Martin Kenney lögfræðingi á Jómfrúareyjum  og er ekki að grínast. Finnur hann eins og skot með því að slá nafnið hans inn í nær hvaða leitarvél sem er.

Hlynur Jörundsson (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 16:26

6 Smámynd: Anderson

Hlynur, ég held það sé búið að fæækka úr 6000 í 4500... sem er samt alltof mikið.

Anderson, 1.10.2010 kl. 17:05

7 identicon

"Ef að Íbúðalán verðtryggð verða lækkuð, þá þurfum við að bæta Íbúðalánasjóði það. Hver á að borga það?"

Borga hvað ? fengu lántakendur meira út á lán sín? fóru meiri peningar út úr lánafyrirtækjunum, til lántaka?

Nei. Lánin stökkbreyttust og hækkuðu um milljónir, án þess þó að lántaki hafi fengið krónu í viðbót út á lán sitt.

Hér varð hrun, það vita allir, en er eðlilegt að vegna hrunsins taki lántaki alla ábyrgð? afhverju lendir þetta bara á lántaka.

Fólk er reiðubúið að borga það sem það tók að láni. En ekki auka milljónir sem bættust ofan á m.a vegna gjörða þessa sömu fjármálafyrirtækja.

Skattborgari (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 17:34

8 Smámynd: Haraldur Hansson

Þetta eru ágætis spurningar, í byrjun færslunnar. En það eru tvær hliðar á hverju máli, stundum fleiri. Tek tvo punkta sem dæmi og sný þeim á hina hliðina.

Ef bætur hækka ekki, hvað eiga þá bótaþegar að gera?

Ég hef m.a. aðstoðað aldrað fólk sem nú gengur á eigur sínar. Verði bætur ekki hækkaðar skerðast kjör þeirra enn frekar. Þá eiga þau ekki annað úrræði en að leita á náðir sveitarfélaganna, sem eru í enn verri stöðu en ríkið. Vandinn er færður til, án nokkurs sparnaðar, en um leið skapast óþarfa vanlíðan hjá bótaþegunum.
Gagnvart elstu borgurunum á það líka að vera prinsipp mál að skerða ekki óþarflega kjör þeirra sem búnir eru að skila samfélaginu fullu starfsævi.

Verði íbúðalán ekki lækkuð, hvernig geta skuldarar borgað?

Verði lánin lækkuð með skynsamlegum hætti þýðir það að fleiri geta látið enda ná saman og sjá sér fært að standa í skilum. Það eykur líka bjartsýni þegar fólk finnur að eitthvað er gert til leiðréttingar - og það er mikilvægt.
Verði lánin ekki lækkuð munu fleiri fara í gjaldþrot með óheyrilegum kostnaði fyrir samfélagið. Fleiri eignir lenda í eigu ÍLS og að endingu þarf að afskrifa miklar skuldir, sem annars hefðu innheimst.

Það er vandfundinn hinn rétti vegur í þessu.

Haraldur Hansson, 1.10.2010 kl. 17:52

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

OK þú ert semsagt Haraldur til í að borga a.m.k. næstu árin 50% skatt. Það er þá bara að ákveða það. En reyndar eru þá líkur á að hærri hluti bóta verði greiddur til baka með staðgreiðslunni. Og að það sem sparast af láum til langstíma verði í staðinn greitt á næstu áratugum í hærri sköttum. Og nota bene á alla skattgreiðendur.

Ég sé nú í fljótubragði að Íbúðalánsjóður geti breytt þessum íbúðum í verkamannaíbúðir eða kaupleiguíbúðir og fólk geti þar með komist á leigumarkað eða í kaupleigu. Sé í lagi þau sem ráða hvort eð er ekki við að eignast íbúðir og ætti ekki að gera það. Og ef gjaldþrotalögu er breytt getur fólk sem skuldaði meira en það réð við byrja upp á nýtt og af meiri skynsemi. Það gerði ég um árið og hef það fínt í dag. Ég lenti þó í 40 eða 50% verðbólgu. Og tapaði 2 íbúðum sem ég gat ekki ráðið við. Hef verið í Búseta síðan 1995 og hef það fínt í dag.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.10.2010 kl. 18:03

10 Smámynd: Haraldur Hansson

Magnús, mér sýnist þú ekki hafa lesið athugasemd mína nógu vel.

Ég er að benda á að það eru a.m.k. tvær hliðar á hverju máli. Þú sýnir eina og ég aðra. Það lækkar ekki útgjöld samfélagsins í heild að færa þau til sveitarfélaganna. Það minnkar heldur ekki tap ÍLS að fresta því eða færa til, gæti jafnvel aukið það.

Lausnin er vandfundin, en skynsamlegt að skoða vandann frá öllum sjónarhornum.

Haraldur Hansson, 2.10.2010 kl. 12:26

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Maggi, ef 40.000 fjölskyldur verða keyrðar í gjaldþrot og bornar út á götu, heldurður að það verði þá tjónlaust fyrir okkur hin sem byggjum þetta þjóðfélag? Hver á að borga það tjón? Þú verður að gera þér grein fyrir því að það sem þú ert að hafa áhyggjur af að þurfa hugsanlega að bera einhvern kostnað af (bóta-, íbúðalána- og lífeyriskerfið) er samt einmitt það sem þarf að passa upp á. Hinn möguleikinn er algert samfélagshrun. Heldurðu að þú myndir koma betur út úr því? Nei alls ekki, taktu nú hausinn upp úr eigin bringu og hugsaðu aðeins um heildarmyndina.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.10.2010 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband