Leita í fréttum mbl.is

Það ætti kannski einhver að benda Lilju Mósesdóttur og fleirum á þessa staðreynd.

Lilja kemur í fjölmiðla að talar eins og það sé ekkert mál að koma hér aftur á "norrænu velferðarkerfi" Bara að kasta AGS út og draga minna úr niðurskurði og allt bara í þessu fína. Hún sem hagfræðingur ætti nú að átta sig á að ríkið er stórskuldugt. Eða eins og sagt er í fréttinni:

Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að skuldir ríkissjóðs verði 1.329 milljarðar í árslok 2011 og hækki um 44 milljarða á árinu. Árið 2005 námu skuldir ríkissjóðs 196 milljörðum króna.

Skuldir ríkissjóðs margfölduðust við hrun. Þær hafa síðan vaxið ár frá ári og munu halda áfram að vaxa þrátt fyrir útgjöld ríkissjóðs hafi verið skorin niður og skattar hækkaðir. Á næsta ári er áætlað að ríkið þurfi að greiða 75 milljarða í vexti vegna þessara skulda.

Það er ljóst að við komum ekki upp hér svipuðu kerfi og á hinum norðurlöndum fyrr en eftir mörg ár þegar við erum farin að greiða niður þessar skuldir. Enda eru hin löndin búin að byggja þetta upp á áratugum á meðan að við höfum verið á leiðinni í þver öfuga átt eða til þess kerfis sem USA byggir á.

Lilja er öll í því að redda málum og lausnir eins og AGS sé að þvinga okkur í þetta og hitt eru náttúrulega óvandaðar þegar ljóst er að ríkið má ekki við neinu sem eykur útgjöld þar sem það kallar á enn meiri skuldir sem við þurfum svo að greiða til baka með vöxtum.

Bendi á flott grein Baldurs Mcqueen um þetta mál þar sem hann segir m.a.

Fyrirmyndirnar hafa gjarnan byggt upp sín velferðarkerfi áratugum saman og vafasamt að halda Ísland geti umbreyst í slíkt ríki við núverandi aðstæður. Að halda því svo fram að IMF sé stærsta hindrunin á þeirri vegferð, er í besta falli blinda. Áratuga óráðssía og sofandaháttur hafa eftirköst – og það eru þau eftirköst, ekki IMF, sem koma í veg fyrir draumurinn um norrænt velferðarkerfi rætist á næstu árum.

Það er sjálfsagt að berjast af hörku fyrir aðstoð til þeirra sem virkilega þurfa á að halda og tryggja að allir geti borið höfuðið sæmilega hátt á erfiðu tímabili endurreisnar. Standi IMF gegn slíkri aðstoð, er sjálfsagt að fara gegn sjóðnum og gagnrýna af hörku.
En ef senda á IMF uppsagnarbréf á þeirri forsendu að þeir standi í veginum fyrir norrænu velferðarkerfi, verður það enn eitt sparkið í andlit almennings þegar uppgötvast að málið er mun flóknara. Baldur McQueen

Hann segir síðar í þessari grein:

En ég vil þá sjá raunhæfar áætlanir frá þeim sem tala fyrir slíku. Stefnumörkun til næstu 10-15 ára og nákvæma útlistun hugtaka; hvað er t.d. „norrænt velferðarkerfi“, hvað þarf til svo þjóðin búi við slíkt og hverjar eru leiðirnar? Ég vil sjá eitthvað sem ég get trúað að standist. Ekki upphrópanir sem miða fyrst og fremst að því að höfða til fjöldans og fylla í pólitískt tómarúm núdagsins (án þess ég vilji bera slíkar sakir á Lilju).

Fyrst og síðast vil ég sjá viðurkenningu á því að uppbyggingin verði hæg, löng og erfið – og norrænt velferðarkerfi er í besta falli draumsýn í dag, hvort sem IMF fari eður ei. Baldur McQueen

 


mbl.is Skuldir ríkissjóðs verða 1.329 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Held hún hafi EKKI sagt Norrænt velferðarkerfi AFTUR. Það er deginum ljósara að hér hefur verið viðvarandi afturför sl. 20 ár. Ókeypis tannlækningar fyrir börn afnumdar, innleidd komugjöld á sjúkrastofnunum og í raun  verið lítið velferðarkerfi  nema fyrir dauðveika. Hér hefur miklum peningum verið eytt í umgjörð en þeir hafa verið illa nýttir. Við höfum eytt  nærri jafn miklu af tekjum og Norðurlandaþjóðirnar en ekki fengið nema fimmta flokks þjónustu í samanburði við þær. Við fáum lítið fyrir skattpeningana. Það sem þó hefur batnað eru öryrkjabætur sem þýðir að  þeir sem veikir eru eiga ekkert val um annað en að láta meta sig til örorku.

Einar Guðjónsson, 2.10.2010 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband