Leita í fréttum mbl.is

Kjaftasaga?

Var að lesa eftirfarandi á kjaftasögusvæði Eyjunnar "Orðið á  götunni"

Orðið á götunni er að hugmyndir um að fá Framsóknarflokkinn inn í ríkisstjórn hafi fengið vængi nú síðustu daga.

Hugmyndin er reyndar ekki sprottin vegna mótmælanna síðustu daga, heldur var hún á sveimi áður en almenningur fyllti Austurvöll. Atburðirnir síðustu daga hafa þó glætt hugmyndina lífi á ný og er orðið á götunni að til tíðinda geti dregið á næstu dögum.

Síðar segir:

Þreifingar milli stjórnarflokkanna og Framsóknarflokksins hafa því fengið líf að nýju síðustu daga. Áhrifamaður í Samfylkingunni hafði á orði að málið væri ekki svo einfalt að kippa bara Framsókn um borð, heldur væri markmiðið að það leiði jafnframt til þess að aukinn skriður komist á tvö mál sem helst brenna á landsmönnum – skuldamálum og atvinnumálum. Sama mátti í dag heyra frá þingmönnum Framsóknarflokksins, þeir færu ekki inn í stjórnina nema verulegur skurkur verði gerður í brýnustu verkefnum, bæði skuldamálum og atvinnumálum. Forystumenn flokkanna þriggja eru því sammála um að ekki komi til greina að breyta ríkisstjórn „um ekki neitt“, heldur verði breytingin að gefa af sér aðgerðir í þessum tveimur málaflokkum.

Orðið á götunni er að fyrsti vísir að þessu þriggja flokka samstarfi hafi birst í umræðum á Alþingi í gær, en þá töluðu þingmenn Framsóknarflokksins með mun hófstilltari hætti til ríkisstjórnarinnar en þeir hafa gert til þessa. Var það líklega í fyrsta skipti sem formaður Framsóknarflokksins notar ekki slíkt tækifæri til að taka ríkisstjórnina sérstaklega niður.

Yrði þetta til góðs? Veit ekki


mbl.is Heldur fjölgar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Magnús ! Frekar færi ég út í kirkjugarð og reyndi að vekja upp draug til að lagfæra ástandið í Þjóðarleikhúsinu en draga framapotaramenn til "dáða" .

    Hvað borðaðir þú í dag - einhverja ólyfjan ?

Hörður B Hjartarson, 6.10.2010 kl. 00:33

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Kæmi mér ekki á óvart. Framsókn með stórlaskaða ímynd, opin í báða
enda, með ESB-óværuna innanborðs, og er til í hvað sem er. Og bara verði ykkur að góðu! Þess vegna Magnús minn yfirgaf ég Framsókn fyrir mörgum árum. Og er alsæll nú  sem HÆGRI GRÆNN!!!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.10.2010 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband