Leita í fréttum mbl.is

Góð ráð til bankanna! - og skuldara í vanda

Langar að benda fólki á grein sem birtist víst í Mogganum í dag. Þar skrifar   Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóra Straumborgar og fyrrum fjármálaráðgjafi.

Gunnlaugur tekur sig til og sendir bankamönnum sjö einfaldar tillögur til að gera lífið bærilegra fyrir þá skuldugu í landinu í Morgunblaðinu í dag.

Að sama skapi biðlar Gunnlaugur til skuldara og biður þá ekki vera hrædda við að fara þessar leiðir bankanna bjóðist þær á annað borð. Slíkt sé vitaskuld mjög þungbært öllum en enginn heimsendir. www.eyjan.is

Og svo koma ráðleggingar hans:

  1.  
    1. Leyfið fólki að gera upp lán sín með húsum sínum og veðsettum eignum. Takið einnig við öðrum eignum ef þessar duga ekki til. Borgið þeim mismuninn, ef þær duga.
    2. Látið það nægja. Afskrifið afganginn af skuldunum strax, ef einhverjar eru. Það þjónar ekki tilgangi eigenda ykkar að byggja upp uppvakningabanka (e. zombie banks) með uppvakningaviðskiptavini. Þá er skárra að taka tapinu strax og leysa fólk úr skuldaánauðinni.
    3. Gerið langtímaleigusamninga við fyrrverandi eigendur (ef þeir vilja – einnig má bjóða þeim minni íbúðir í ykkar eigu á lægra leiguverði), svo þeir þurfi ekki að missa húsnæðið sitt. Það er offramboð af húsnæði í landinu. Þið verðið að leigja einhverjum. Betra þeim en engum. Svona eignist þið fasteignirnar á vingjarnlegri hátt. Þið getið nú gert það sem þið viljið við þær, sett í sérstök félög, átt áfram eða selt fasteignirnar til fasteignafélaga. Samkeppni á leigumarkaði mun svo tryggja að jafnvægi finnist í leiguverði, þannig að megnið af fasteignum sé leigt út og sem flestir finni sér húsnæði.
    4. Ef þið skapið viðskiptavinum ykkar svigrúm til að koma fótunum aftur undir sig geta þeir jafnvel sumir keypt fasteignirnar aftur til baka í framtíðinni. Í öllu falli kunna þeir að verða öruggari leigugreiðendur, sem eykur verðgildi fasteignafélaganna, sem þið getið svo selt.
    5. Ef þið hafið áhyggjur af bókhaldslegum áhrifum þessa verðið þið að horfast í augu við það. Þið munuð trúlega ekki fá meira út úr þessum lánum en þetta. Endanleg niðurstaða verður trúlega hin sama. Þið munuð eignast fasteignirnar og leigja þær út. Betra er að láta þetta gerast á innan við ári en mörgum árum með tilheyrandi sársauka.
    6. Eigið samstarf ykkar á milli um uppgjör á þessum nótum (fáið undanþágu hjá Samkeppniseftirlitinu ef þörf krefur) þannig að þið getið leyst úr vanda þeirra sem skulda mörgum bönkum á kerfisbundinn hátt, eftir rétthæð skulda.
    7. Við þetta mætti bæta kauprétti til handa íbúendum eignarinnar sem nýta má innan 7 ára. Hann gæti t.d. verið á sama verði og höfuðstóll lánsins var. Þannig geta íbúendur haft hvata til að koma undir sig fótunum þannig að þeir geti eignast eignina aftur. Þetta veitir sennilega mörgum betri tilfinningu gagnvart stöðu sinni. Þeim finnst þeir eiga eitthvað í fasteigninni, sem er rétt í vissum skilningi. Ef fasteignaverð hækkar nóg næstu 7 árin, mun borga sig fyrir fólk að kaupa eignina að þeim tíma liðnum. Margir munu þá frekar vilja kaupa eigið húsnæði til baka en að flytja. Ef kauprétturinn er nýttur fær bankinn allan upprunalega höfuðstólinn til baka (en hann fékk leigutekjur í stað vaxtatekna fram að því).  www.eyjan.is

Auðvita er þetta það sem bankar og skuldarar þurfa að gera öllum til hagsbóta. 

 


mbl.is Skuldavandinn ræddur á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll þetta er of gott og því verður ekki tekið mark á því!

Sigurður Haraldsson, 7.10.2010 kl. 13:07

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Held að bankarnir þurfi bara að vakna sem og stjórnvöld. T.d. að fólki þætti ekki eins erfitt að hætta og byrja upp á nýtt ef það væri ekki þessi skuldahali sem héldi mönnum niðri í næstu 10 ár að minnstakosti. Og því væri það auðveldara fyrir þann hluta sem fór framúr sér í uppsveiflunni að gefa eftir þessar yfirskuldsettu eignir og byrja upp á nýtt eða leigja húsnæðið á hófleguverði þar til að það getur keypt það aftur. Þetta var gert hér um 1930 þá var stofnaður "Kreppusjóður" sem keypti af fólki sem var að verða gjaldþrota og leigði þeim húsnæðið næstu árinn þar til að fólk gat farið í að kaupa aftur. Þessu stakk Jón Daníelsson upp á haustið 2008 að ríkið eða bankarnir keyptu hlut eða alllt húsnæðið og leigðu fólki það aftur tímabundið þar til ástand leyfði að kaupa það aftur.

Eins er bara að vera að tala um að bankar sýni manneskjuleg heit.

Held reynar að bankarnir séu á leið í þennan fasa. Og held að tillögur Hagsmunasamtakana um 18 lækkun verðtryggðra lána sé grunnur sem byggt verði á. Sem og að bankar og umboðsmaður skuldara auglýsi betur úrræði sína sem gagnast víst mörgum þegar verður búið að laga lögin aðeins til.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.10.2010 kl. 13:50

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Gott og vel ef af verður þá getum við hrósað happi en ef ekki hvað þá?

Sigurður Haraldsson, 7.10.2010 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband