Leita í fréttum mbl.is

Skrítið það heyrðist ekkert í þessu fólki þegar skorið var niður á Landspítala

Ég hef í gegnum árin lítið heyrt í fólki þarna fyrir Norðan þega skorið hefur verið niður á Landspítala. Nú er t.d. ljóst að það var skorið niður á síðustu 2 árum um 6 milljarða á Landspítalanum. Sem þýðir jú hvað um 6 eða 700 störf. Og á þessu ári verður skorið niður þar um hálfan milljarð í viðbót. Sem þýðir þá hundrað störf í viðbót. Þetta eru allt fólk sem þarf þá að leita sér að vinnu eins og annarstaðar. Þá heyrði maður ekki neitt utan að landi. Bæði læknar og hjúkrunarfræðingar sem hafa ekki hlaupið í störf annarstaðar hér á SV horninu og því m.a. leitað til útlanda. En mér skilst að sjúklingum hafi ekki fækkað heldur hafi vinnuálag aukist þar gríðarlega. Ekki heyrt neitt frá landsbyggðinni varðandi það.
mbl.is „Fólk fór að gráta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvað hefur þú fyrir þér í því að ekkert hafi heyrst frá fólki á landsbyggðinni ?    Það skyldi þó aldrei vera vegna þess að Ísland margra er Hafnarfjörður - Mosó

Þú gleymir því kannski að þetta er ekki í fyrsta skipti sem skorið er niður á landsbyggðinni heldur er markvisst búið að vera að draga saman seglin síðustu 10 árin þar, loka deildum og fækka störfum.    Aukið vinnuálag á kjarnasjúkrahúsum er ma. vegna þess að lokað hefur verið á dreifbýlli stöðum og allir sendir á Akureyri eða Suður að sækja ýmsa mikilvæga sjúkraþjónustu án þess að þau sjúkrahús hafi fengið sama hlutfall í auknum fjárveitingum.

 Svona til  setja í samhengi þá segir þú síðustu 2 ár 6-700 störf en þú athugar að sem dæmi með Húsavík þá jafngildir áætlaður niðurskurður þar um 3000 störfum í Reykjavík á einu bretti en ekki yfir 2 ára tímabil.  

Gunnar (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 17:05

2 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Magnús, kannt þú ráð, svo Jóhanna fái minnið aftur ?

Fátæk þjóð gæti bjargað sér, með frjálsum handfæra veiðum,

en Jóhanna gleymdi loforði sínu við Íslensku þjóðina,

Frjálsar Handfæra Veiðar.

Aðalsteinn Agnarsson, 7.10.2010 kl. 17:24

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég hef það fyrir mér varðandi þetta að einu áhyggjur sem ég hef heyrt frá Landsbyggðinn varðandi Landspítalann sem að minnstakosti fór í fjölmiðla var þegar átti að flytja flugvöllinn! Finnst að fólk verði þá að nefna einhverja aðra hluti sem á að skera niður í staðinn ef ekki á að skera niður á Landsbyggðinn líka. Ég vinn hjá svæisskrifstofu um málefni fatlaðra í Reykavík. Þar á að skera niður um 5%. Sem þýðir að það þarf að loka 2 sambýlum fyrir fatlaða og þau að flytja inn á önnur sambýli sem fjölgað verður á. Það er fullt af fólki sem verður að segja upp og fullt af fólki sem verður að minnka við sig. 

Eigum við að skoða atvinnuleysi eftir landshlutum:

7. okt. 2010KKKVKAlls
Höfuðborgarsvæðið5.1553.9109.065
Vesturland186195381
Vestfirðir5068118
Norðurland vestra5959118
Norðurland eystra426401827
Austurland93153246
Suðurland366316682
Suðurnes7576991.456

Það er hægt að leika sé mað % af heildarfjölda en þetta eru samt allt atvinnulausir einstaklingar oftast með fjölskyldur.

Auðvita má athuga með hvort krafan sé um of mikin niðurskurð hér og þar. En það verður líka að skoða nýtingu sjúkrarúma og ekki sé verið að reka einingar sem ekki eru í fullri notkun.

Það má að svona til gamans geta þess að allur niðurskurður í heilbrigðiskerfinu er minni en kostnaðurinn við Héðinsfjarðargöng.  Án þess að ég sé að setja út á þau. En það verður að skera einhversstaðar niður.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.10.2010 kl. 17:33

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Taktu tappana úr eyrunum nafni.  Þar ekki nóg taka þá bara úr flöskunum.

Magnús Sigurðsson, 7.10.2010 kl. 17:38

5 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þetta er nú bara fjöldi þeirra sem fá atvinnuleysiskaup. Fjölmargir fá ekki skráningu þannig að fjöldi atvinnulausra er ekki til. Svo má líka láta sér detta í hug að að hrunráðherrarnir Össur og Jóhanna afsali sér kaupi og lifi t.d. af hagnaðinum af stofnfjárbréfunum sem þeim áskotnaðist pólitískt. Þá er mikilvægt að svipta Geir og gamla settið verulegum eftirlaunaréttinum ( nýfengnum ( 2003 ) ). Við þetta yrðu til talsverðir peningar sem nota mætti í sambýlin.

Einar Guðjónsson, 7.10.2010 kl. 17:45

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já ég hugas að enn fleiri séu atvinnulausir í Reykjavík sem fá ekki skráningu heldur en út á landi. T.d. þeir sem hætta í skóla fá ekki skráningu strax og fleiri og fleiri. En ég setti þessa töflu inn til að sýna  hér á höfðuborgarsvæðinu eru flestir atvinnulausir og ef við tökum nærsveitir með þá eru um 80% af öllum atvinnulausum hér.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.10.2010 kl. 18:15

7 identicon

Magnús.

 Menn eru ekki að væla yfir að það sé niðurskurður heldur að hann sé 40%.  Ef sambærilegur niðurskurður yrði smellt á Landspítalann yrði það tekjusamdráttur upp á 15.566 milljónir og það þyrfti að segja upp 1.678 starfsmönnum þar.  Hvaða áhrif yrði það á Reykjavík/höfuðborgarsvæðið og þjónustu spítalans?   Þetta eru sömu hlutfallstölur í Þingeyjarsýslum þó heildartölurnar séu auðvitað mun minni.

Sigurður Hermannsson (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 18:54

8 Smámynd: Einar Guðjónsson

Það er það sama að gerast þarna og hjá öðrum fasistastjórnum í t.d. Suður Ameríku. Þar hafa heilu þjóðflokkarnir verið fluttir svo mætti ryðja skóga eða byggja stíflur. Þetta er auðvitað krafa AGS og fasistastjórnarinnar og hugmyndin er að eyðileggja byggðina en það á að koma verksmiðja á þessu svæði. Engin ástæða er því til að hafa þarna samfélag því þarna verða bara farandverkamenn á svæðinu. Þess vegna er allt skorið niður þarna. Jákvæða hliðin er auðvitað sú að Steingrími tókst að bjarga einhverjum kjósenda sinna með því að halda Saga kapital frá þrotabúameðferð.

Ísland er ekkert öðruvísi viðskiptavinur AGS en ríki S- Ameríku.

Einar Guðjónsson, 7.10.2010 kl. 19:14

9 identicon

Og landsbyggðin hélt að hún "slyppi" við sársaukann af kreppunni ?

Afhverju ?  Kreppur eru allsstaðar eins sem þýðir að fjöldi fólks missir

 vinnunna.  Afhverju ætti það að vera öðruvísi hér á Íslandi ?

Er hrunið að koma fólki á óvart núna  fyrst úti á landi ?

Heiður (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 20:33

10 identicon

Heiður.  Það býst held ég enginn á landsbyggðinni við að sleppa við niðurskurð en það er munur á því hvort skorið er um 6% eða 40% og gjörsamlega ólíðandi að hið litla samfélag í Þingeyjarsýslum (2% þjóðarinnar) þurfi að bera rúm 13% niðurskurðarins.

Sigurður Hermannsson (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 20:43

11 identicon

Óttalega er nú dapurt að lesa svona heimskuleg komment eins og hjá Heiði.   Hún gleymir því nú að stór hluti landsbyggðarinnar fékk að upplifa velmegunina (sem betur fer væntanlega).   Fólki stóð ekki til boða þau lán til endurfjármögnunar húsnæðis vegna þess að bankarnir fóru í manngreinarálit eftir búsetu þegar kom að því að leyfa veðsetningu td.   En nú að sjálfsögðu ætlast hún til þess að landsbyggðinn gangi fram fyrir skjöldu og blæði.  

Kristinn (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 21:47

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Á óvart  NÚNA? Varla fer maður að æpa áður en maður er klipinn.             Þessar tölur eru geigvænlegar,fáir hafa átt von á þessu,síst frá þeirri gegnsæju tæru vinstri.    ´Það getur verið ágætt,alla vega fróðlegt að bera saman,heildarkostnað í þessum tveim aðgerðum,niðurskurðinum og byggingu Héðinsfjarðarganga,svo ólíkar sem þær eru í arðbæru tilliti. Tek undir með Aðalsteini frjálsar handfæra veiðar.

Helga Kristjánsdóttir, 7.10.2010 kl. 21:51

13 identicon

Bravó Heiður fyrir vitlausast komment vikunnar. Það máttu vita að landsbyggðin hefur ekki "sloppið" við kreppuna. Þvert á móti hefur landsbyggðin þurft að takast á við hana lengur en flestir á suðvesturhorninu

Gulli (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 23:12

14 identicon

Þetta hefur lengi staðið til. Guðlaugur Þór var með þessi plön á borðinu fyrir hrun. Sumar stofnanir sem kallast sjúkrahús standa ekki undir nafni og skapa falska öryggiskend. Ef eitthvað bjátar á er fólk sent með hraði á stóru sjúkrahúsin. Það hefur verið mikill metnaður á Húsavík og heilbrigðisstofnunin verið virk í ýmsum nýjungum. Reykleysissíma, atvinnuendurhæfingu ofl. Það er von þeim bregði, en það eru lítil sem engin ný atvinnutækifæri á svæðinu og ekki er álver á Bakka í hendi. Það hefur hallað undan fæti á þessu svæði lengi og að vanda kemur höggið á versta tíma. Það er ef til vill ekki mikið við þessu að gera. Mörg þessara litlu landsbyggðasjúkrahúsa eru hjúkrunarheimili aldraðra og heilsugæsla. Víða er ekki hægt að reiða sig á bráðaþjónustu á staðnum, þar sem læknar og fleira starfsfólk  er of fátt og vanbúið til bráðaviðbragða. Þetta er þróun sem byrjaði fyrir löngu (10-15 árum) og hefur heldur vaxið með bættum samgöngum. Bolvíkingar eru æfir yfir að missa heilsugæslustöðina þó búið sé að gera greiða leið til Ísafjarðar og aðgengi að þjónustu lækna sé betra en sumstaðar  í Reykjavík þar sem bið eftir viðtali á heilsugæslu getur farið í viku til 10 daga.  Það eru margar hliðar á þessum málum, en sú mannlega er sárust.

XO (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 23:44

15 identicon

Eyþór Arnalds er með gott blogg um niðurskurð á Sjúkrahúsi Suðurlands, sem unnið sér hefur inn mjög gott orð fyrir t.d. góða þjónustu við fæðingar.

Þar er niðurskurður í gangi, og þarf þá að áframsenda á Lansann, en þar er kostnaður meiri á hvern sjúkling. Þetta stendur mér nærri, þar sem von er á fjölgun í fjölskyldunni, og svíður mér það að þurfa e.t.v. að rússa til Reykjavíkur til þess arna, nú eða notast á við sjúkraflutning v. hraða í sparnaðarskyni hvers útkoma er bara meiri kostnaður.

Og svo er verið að bulla um að byggja nýtt Hi-tech sjúkró í Rvík fyrir milljarða í góðri fleirtölu!!!!

Þetta er sjokkerandi tala fyrir Þingeyinga, (og tala nú ekki um þegar Fjármálaráðherrann er Þingeyingur)....en allavega getur maður bent á að höfuðborgarsvæðið myndi aldrei tækla svona mikinn niðurskurð í þessum geira.

Og atvinnuleysi....tja, landsbyggðin er jú búin að vera aðallega í framleiðslugreinum, sem enn haldast stöðugar, á meðan þenslubólan var einna helst á svæðinu Keflavík-Mosó. Það er eðlilegt að atvinnuleysi komi þar fyrst fram. Og svo hefur verið viðvarandi kreppa í árafjölda á sumum svæðum landsbyggðarinnar. Sársaukinn á landsbyggðinni var sums staðar verstur í miðju "góðærinu".

Jón Logi (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 08:51

16 identicon

Það sem Þingeyingum hefur m.a. verið bent á (af ráðamönnum þjóðarinnar) að gera til að auka atvinnu á svæðinu er heilsutengd ferðaþjónusta en þá hafa þessir sömu ráðamenn ákveðið að skerða heilsutengda þjónustu.

Þarna er lítill hluti þjóðarinnar látinn taka á sig enn meiri skerðingu en aðrir þurfa að takast á við vegna þessarar efnahagskreppu sem þessi sami hluti þjóðarinnar er búinn að búa við sl. 10-15 ár. Það hefur engin uppsveifla verið á þessu svæði í mörg ár.

Ég er nokkuð viss um að enginn í Þingeyjarsýslum né öðrum sýslum landsins sé að segja að þeir vilji ekki og ætli ekki að taka á sig skerðingu. Úti á landi hefur fólk skilning á mikilvægi þess að standa saman og vilja taka þátt í því að byggja upp betra Ísland.

Langar að lokum að benda á að starfsfólk Sjúkrahúss Húsavíkur hefur síðustu ár tekið á sig skerðingu. Vegna þess niðurskurðar sem hefur þegar átt sér stað tók starfsfólkið (þegjandi!) þá ákvörðun að vinna meira fyrir minni laun, sem hefur skilað sér á þann hátt að sjúkrahúsið hefur verið rekið innan fjárlaga. Nú hefur verið ákveðið að launa þessu fólki greiðann með því að reka það!

Katrín (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband