Leita í fréttum mbl.is

Nú hvaðan á að taka þessa peninga?

Hlustaði á Marínó frá Hagsmunasamtökunum áðan í útvarpinu. Hann hélt langa tölu um hvernig að bankarnir hefði leikið sér að því að fella krónuna til að auka eignir sínar í krónum. Og að þetta hafi dregið úr verðgildi eigna líka og þetta allt fannst honum að fólk ætti að fá bætt. Þeir hafa jú talað fyrir um 18% lækkun á öll vertryggð íbúðalán. Finnst hann skauta dálítið fram hjá því að um 65% af verðtryggðum íbúða lánum hélt ég að væru frá íbúðalánasjóð og lífeyrissjóðum. Og nú í dag er það ljóst að þetta gæti kostað um 200 milljarða +. Og þar af lífeyrissjóði um 70 milljarða. Sem væntanlega þýðir að skera þyrfti lífeyri um 10% í viðbót. Og það þýðir að ríkið þyrfti að leggja sennilega Tryggingarstofnun til milljarða til að mæta þeirri skerðingu. Og Íbúðalánasjóður var sennilega ekki að leika sér að gengi krónunnar en þyrfti skv. þessu sennilega um 100 milljarða frá ríkinu svo hann færi ekki á hausinn.

Hvaðan eigum við að fá þessa peninga? Og hvernig sjá samtökin fram á að fjármagna þetta? Það væri náttúrulega út í hött að lækka höfuðstól lánanna og greiðslubirgði um leið og hækka skatta og þar af leiðandi greiðslubirgði á móti.

Finnst að þeir horfi líka allt of mikið í eignarhluta frekar en greiðslubirgði. Það hefur gerst um allan heim reglulega að húsnæðisverð hrynur. Það er ekki sér Íslenskt.


mbl.is Aðgerðirnar kosta 200 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En nú er verið að biðja um leiðréttingu á því sem smurst hefur ofan á lánin vegna hrunsins.

Ekki er verið að biðja um niðurfellingu á fjármunum sem borgaðir hafa verið út til lántaka.

Það sem lánin hafa hækkað um síðustu 2 ár, tók lántakinn aldrei að láni. Peningarnir fóru aldrei út úr sjóðum banka eða íbúðarlánasjóðs.

Og ef við tökum bankana sem dæmi að þá keyptu nýju bankarnir lánasöfnin á miklum afslætti.

Þessvegna set ég spurningamerki við svona hræðsluáróður um að allt fari til anskotans ef lánin verða leiðrétt.

Vissulega kemur ýmislegt annað inní þetta en það er óneitanlega ósannagjarnt að lántaki taki á sig alla áhættu og allan forsendubrestinn á meðan fjármagnseigandinn eða lánastofnanirnar horfa á lánin hækka við hverja afborgun sem lántaki borgar.

Þetta er bara ekki hægt til lengdar. Heimilunum er að blæða út!!!!

Einar (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 21:22

2 identicon

Það er eitt sem má benda á.

Þetta þarf ekki að vera bara kostnaður fyrir fjármálafyrirtækin upp á 200 milljarða plús, það gæti myndast eign á móti.

Ef fólkið í landinu fær þessa lækkun þýðir það að það verður betur stætt fjárhagslega. Og þá fer það að eyða meira, til dæmis í fasteignir. Þá myndi fasteignamarkaðurinn taka við sér og verð jafnvel farið að hækka á ný.

Og þá myndast eign fyrir fjármálafyrirtækin plús það að töpuð útlán myndu væntanlega minnka.

Ólafur Jóhannsson (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 21:32

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þú gleymdir að geta þess að Lífeyrissjóðunum bauðst-fyrir milligöngu Seðlabankans- að kaupa ísl ríkisskuldabréf í Luxemborg með afslætti og á aflandsgengi. Sá hagnaður þeirra nam að mig minnir um 200 milljörðum. Marinó nefndi þetta sérstaklega í viðtali á Rás 2 í dag.

Lífeyrissjóðirnir áttu ekkert von á þessum hrunverðtryggingar hækkunum og þeir eru heldur ekki að hækka lífeyri til samræmis við verðtryggingu. Þvert á móti eru þeir að skera niður lífeyrisgreiðslur ( nafnverðs ) um 30% án tillits til verðtryggingar.

Ályktunin um að ríkið þyrfti að leggja Tryggingarstofnun til viðbótarframlag er alveg rétt en hún lýsir kannski vandamálinu: ábyrgðarlausir lífeyrissjóðir sem fá að hirða 10-12% af kaupi en hafa lengi ávaxtað ábyrgðarlaust og ríkið beilar þá alltaf út. Hver króna greidd í Lífeyrissjóð skilar sér alltaf neikvætt til greiðendanna.

Einar Guðjónsson, 7.10.2010 kl. 23:35

4 Smámynd: Einar Guðjónsson

Annað sem þessi ríksstjórn á eftir að stuðla að er að fólk fær upp í kok af almannaþjónustunni. Því rukkaðir eru miklir skattar sem skila lítilli sem engri þjónustu eða gæðum. Komi svo uppsveifla hér aftur þá verður  það fyrsta sem gerist að hér koma einkasjúkrahús. Það á eftir að ganga hratt fyrir sig.

Allt eru þetta velþekkt viðbrögð þar sem AGS hefur komið nærri.

Einar Guðjónsson, 7.10.2010 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband