Leita í fréttum mbl.is

Ekki að ná þessu enn hjá þeim í Hagsmunafélaginu

Nú eins og segir í fréttinni er talað um að lækkun höfuðsstóls um 18% og þak á verðbætur kosti um 200 milljarða. Í dag heyrði ég að það væru um 75 milljarðar sem lentu þá á lífeyrissjóðum. Við það lækka eignir lífeyrissjóða um 5%. Sem þýðir þá væntanlega frekari skerðingar á lífeyrisgreiðslum og jafnvel meira þar sem þessir sjóðir lána misjafnlega mikið til íbúðakaupa. Sem þýðir væntanlega að ríkið þarf að auka greiðslur ofan á þetta til Tryggingarstofnunar. Eru þær tölur inn í þessu.

Íbúðalánasjóður tók ekki þátt í að fella krónuna. Hann stendur nú með nánast ekkert eigið fé. Því þarf ríkið að bæta honum upp væntanleg lækkun þessum lánum. Og nota bene báðir þessir aðilar lánuðu nær eingöngu í verðtryggðum lánum.  Eru þær tölur inn í þessu dæmi hjá Hagsmunasamtökunum?

Lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður eru með um 65% af öllum vertryggðum íbúðalánum ef ekki bara af öllum íbúðalánum. En mér finnst Hagsmunasamtök Heimila alltaf tala eins og þessi lán hafi eingöngu verið við bankana og því sé sjálfsagt þeir bæti fólki tap þess. Eins finnst mér furðulegt að lækkun á húsnæðisverði eftir bóluna sé eitthvað sem kom fólki á óvart! Eins þá finnst mér þessi áhersla á að menn fái lækkun á íbúðaverði bætt óraun hæf. Hefði haldið að greiðslubirgði lána væri það sem menn ættu að horfa í. Það er næsta víst að einhvertíma í framtíðinni hækkar verð aftur en aldrei eins og 2005 til 2008. 

Og ef við göngum í ESB og verðtrygging verður afnumin verður væntanlega boðið upp á að skipta þessum lánum út fyrir óverðtryggð sem lækkar þá afborganir til lengri tíma.

Vona að ekki verði gripið til einhverja aðgerða sem setur ríkið í frekari skuldir eða seinkar því að við getum farið að lækka þær upphæðir sem við eyðum í vexti næstu árin.


mbl.is Brot af tapi heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er auðvitað vita vonlaust að ætla fara rífast um þetta við þig. Þú ert fyrir löngu búin að gera upp hug þinn varðandi þetta mál og ég held að það sé alveg sama þótt það kæmu fram nýjar upplýsingar sem hreinlega sönnuðu í eitt skipti fyrir öll að það væri þjóðhagslega hagkvæmt að fara í flata leiðréttingu, þú myndir ekki gefa þig.

En ég læt eftir mér og þá fyrir lesendur þessarar síðu að vitna í hann Skúla sem orðar þetta ágætlega

".......Hjálpa þessum en ekki hinum, skilja annan hóp eftir og bent á sökudólga í honum til réttlætingar.

Svo segir Steingrímur "við þurfum að standa saman, það síðasta sem við þurfum á að halda við þessar astæður er sundurlyndið....sundurlyndisfjandinn eins það var kallað í minni sveit". "

Þórður (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 00:59

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Vonandi átt þú eftir að njóta lífsins í ESB, þegar þú þarft að flytja þangað...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.10.2010 kl. 01:28

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það mun kosta samfélagið miklu meira en hægt er að mæla í peningum að láta tugþúsundir fjölskyldna lenda á götunni. Þetta er einfaldlega spurning um hvort okkur er annt um náungann eða ekki.

Og það þarf alls ekki að ganga í ESB til að afnema verðtryggingu, Alþingi hefur það vald í hendi sér alveg eins og þegar lög um verðtryggingu voru sett á sínum tíma. Besta leiðin til jákvæðra breytinga er innanfrá en ekki utanfrá.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.10.2010 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband