Miðvikudagur, 13. október 2010
Það eru ekki margir sérfræðingar sem eru hrifnir af þessari almennu niðurfærslu
Þórólfur Matthíasson segir:
Það sem er svo galið við að fella niður flatt á alla að þá sitja allir þeir sem eru í vandræðum núna áfram í vandræðum. Það verður hins vegar fullt af miðaldra fólki og eldra sem að munu fá til sín gjöf sem að þau hafa ekkert við að gera við núverandi aðstæður.
Á móti kemur að þeir munu tapa sem nemur einum mánuði á ári þegar þau fara á eftirlaun. Ef að heimili ræður ekki við að nota það sem kemur inn í tekjum til þess að borga gluggaumslögin þá þurfum við að hugsa málið og spyrja hvernig stendur á því og fara í gegnum það mál og Umboðsmaður skuldara er einn af þeim aðilum sem að getur gert það og getur hjálpað til.
Guðmundur Ólafsson segir:
Guðmundur Ólafsson, lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, vill meina að tillögur ríkisstjórnarinnar um skuldaniðurfærslu sé eingöngu lýðskrum af versta tagi. Slíkar niðurfærslur þjóni aðeins hagsmunum lítils hluta heimila landsins og á kostnað lífeyrissjóða landsins. Það sé að auki hreint og beint ólöglegt.
Og síðar segir af skoðun hans:
Bendir Guðmundur á að lífeyrissjóðir landsmanna eigi stærstan hluta þeirra lána sem krafist er niðurfærslu á og því bitni allt slíkt beint á lífeyrissjóðsþegum landsins. Ólíkt því sem Hagsmunasamtök heimilanna segi þýði sé slíkt heljarinnar eignaupptaka enda séu aðeins 20 prósent heimila í vandræðum. Aðrir húsnæðiseigendur séu í ágætum málum þrátt fyrir allt.
Friðrík Már Baldursson segir:
Tillögur um skuldaniðurfærslu íbúðalána nýtast minnst þeim hópi sem þarf á mestri aðstoð að halda að mati prófessors í hagfræði. Lítill hluti heildarfjárhæðarinnar sem skuldaniðurfærslan kostar rennur til þessa hóps. Tillögur um niðurfærslu íbúðalána hljóða upp á um 220 milljarða króna.
Og síðar segir hann:
Þrjú af hverjum fjórum heimilum greiða minna en 30% af ráðstöfunartekjum í afborganir af húsnæðislánum.
Þessi heimili skulda samtals meira en 60% af heildarlánunum. Þannig færu um 130 milljarðar af þessum 220 milljörðum sem niðurfærslan kostar til þessa hóps. Afgangurinn eða um 90 milljarðar rynnu svo til hópsins sem greiðir yfir 30% af ráðstöfunartekjum sínum í afborganir af húsnæðislánum - en í þeim hópi eru einmitt þau heimili sem eru í hvað mestum vanda.
Þau heimili sem eru með háar tekjur, eða 650 þúsund krónur og meira í ráðstöfunartekjur í hverjum mánuði, skulda um það bil 20% af öllum skuldunum en fengju 44 milljarða króna í sinn hlut af þeim 220 milljörðum sem skuldaniðurfærslan kostar. Yfirgnæfandi meirihluti þessara heimila greiðir minna en 30% í afborganir af húsnæðislánum.
Á hinum endanum eru þau heimili sem minnstan pening hafa á milli handanna en það eru heimili sem eru með minna en 250 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur á mánuði. Umtalsverður hluti þessa hóps er með háa greiðslubyrði þegar kemur að húsnæðislánum. Friðrik Már Baldursson segir að sé sá hópur tekinn sem sé í hvað mestum vanda að þá séu um 10% af þessum heimilum með 90% af ráðstöfunartekjunum í greiðslubyrði af íbúðarlánum. Ekkert heimili standi undir því. En hins vegar renni bara lítið brot af þessari heildarfjárhæð til þessa hóps því hann skuldi í krónum talið tiltölulega lítið.
Þessi hópur sé í mestum vandræðum með fjármál sín og hlutfall einstæðra foreldra hátt. Þetta sé mjög breið og almenn aðgerð sem beinist kannski ekkert sérlega vel að þeim vanda sem henni sé ætlað að leysa.))
Friðrik Már telur að unnt væri að leysa vanda þeirra sem eru í mestu neyðinni á markvissari hátt með minni tilkostnaði og vísar þar til vaxtabótakerfisins. Það sé í sjálfu sér hægt að útfæra aðgerðir sem miði að því að aðstoða þá sem hvað verst séu staddir í gegnum það kerfi eða eitthvað annað sem sé svipað því.
Vona að ríkisstjórnin láti ekki lýðskrum og það að reyna að afla sér vinsældir leiða sig í eitthvað sem eigi eftir að valda ótrúlegum hörmungum með lækkun lífeyrisgreiðslan til frambúðar og fleiri ellilífeyrisþegum og örykjum undir fátækramörkum. Eins og Guðmundur Ólafsson benti á í viðtali á rás 2 þá værum við að velta skuldum heimila yfir á þá sem síst skildi en það eru öryrkjar og þá sem eru að fara eða byrjaðir að þyggja lifeyrir.
Líst illa á almenna niðurfærslu skulda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:30 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Erlent
- Frestar ákvörðun um sakfellingu Trumps
- Erkibiskupinn segir af sér í kjölfar skýrslunnar
- Blinken flýgur á fund NATO og ESB
- Ríkisstjóri sagður á leið í ríkisstjórn Trumps
- 35 látnir eftir að bíl var ekið inn í mannfjölda
- Danska lögreglan stendur á gati
- Stefnt að kosningum í febrúar
- Kona og þrjú börn létu lífið í heimabæ Selenskís
- Trump sagður ætla að skipa Rubio sem utanríkisráðherra
- Boeing náði samkomulagi vegna flugslyss
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 969283
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Það sem veldur manni heilabrotum og umhugsun er afhverju þessi galna hugmynd hefur fengið svo mikla umfjöllun aftur og aftur. Það er margbúið að fara yfir þetta en samt er alltaf látið eins og það sé ekki búið að því. Og ennfremur er alveg furðulegt að fólk virðist enganveginn skilja eða átta sig á að þetta töfratrikk nýstist ekkert þeim sem helst þurfa heldur hinum sem ekki þurfa. Maður skilur ekki svona umræðu og enganveginn afhverju hún fær að ganga svona langt trekk í trekk. Það er eins og fólk sé bara alment heimskt. Því það er ekki eins og það sé eitthvað sérstaklega flókið að átt sig á þessu. Blasir strax við á fyrstu sekúndu athugunnar. Nema að þeir sem ríkari eru og geta vel staðið undir sínum málum hafi svona sterka rödd og mikinn kraft við að koma sínum hagsmunum á framfæri. Það er eiginlega eina skýringin á afverju þessi galinleiki er alltaf í umræðunni reglulega.
Eftirfarandi er líka frekar athyglisvert, þ.e. miðað við umræðuna:
..Þrjú af hverjum fjórum heimilum greiða minna en 30% af ráðstöfunartekjum í afborganir af húsnæðislánum."
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.10.2010 kl. 22:46
Þið eruð báðir að draga rangar ályktanir Ómar og Magnús. Þetta snýst um réttlæti. Að láta ekki fjármagnseigendur komast upp með rán.
Sigurður Sigurðsson, 14.10.2010 kl. 00:21
Hmmm, hvaða vondu fjármagnseigendur ertu að tala um? Lífeyrissjóðina eða ríkið?
Matthías Ásgeirsson, 14.10.2010 kl. 00:37
Það er ánægjulegt að loksins er fólk farið að átta sig á því hve galin þessi hugmynd er. Eða þá að loksins eru farnar að heyrast skynsamar raddir í staðinn fyrir lýðskrumara á borð við ýmis "Hagsmunasamtök" heimilanna. Ég tel að helsta ástæðan fyrir því að þessi fáránlega hugmynd hefur fengið að grassera í umræðuni er að fjölmiðlar hafa elt uppi þessa lýðskrumara og leift þeim að básúna vitleysuna sína.
Afhverju getur þú, Sigurður Sigurðsson, ekki fært rök fyrir þínu máli?
Ólafur Guðmundsson, 14.10.2010 kl. 01:04
Það vantar ekki gáfumennin þegar það þarf að rífa niður þær tillögur sem fram koma. Hvar hafa þessi sömu gáfumenni verið þegar beðið hefur verið um lausnir í staðinn fyrir þær niðurníddu?
Þetta snýst ekki um hvort lausn vandans kosti 200 milljarða eða eitthvað annað lægr. Málið snýst um að lágmarka það tap sem hefur orðið, eða dreifa því þannig að þjóðfélagið leysist ekki upp eins og óstarfhæf (dysfunctional) fjölskylda.
200 milljörðunum er alltaf veifað út frá þeirri forsendu að það kosti ekkert að gera ekkert og öll lán muni innheimtast upp í topp. Er það rétt? Þeir sem fylgst hafa með umræðunni vita svarið og ég nenni ekki að skýra það út í hundraðasta sinn.
Theódór Norðkvist, 14.10.2010 kl. 01:23
Síðan er ekki hægt að horfa bara á tekjur og gleyma fjölskyldustærð. Einstæðingur getur lifað betra lífi á atvinnuleysisbótum en sex manna fjölskylda á 650 þúsund kr.
Theódór Norðkvist, 14.10.2010 kl. 01:25
Ég get ekki verið meira sammála þér, Theódór, um að það er lykilatriði að lágmarka það tap sem orðið hefur.
Þá er það ekki gáfulegasta að byrja á því að eyða 250 miljörðum í aðgerð sem að gagnast nánast ekkert þeim sem aðgerðirnar eiga að beinast að. Það hefur enginn haldið því fram að öll lán muni innheimtast upp í topp (jahh, nema að farið verði í 95-100% afskriftir).
Kostar ekkert að gera ekkert? Ríkisstjórnin hefur farið í ótal ótal aðgerðir þannig að það fellur engin kostnaður við það "...að gera ekki neitt".
Ólafur Guðmundsson, 14.10.2010 kl. 01:52
Ólafur, ef þú viðurkennir að lán til heimilanna munu ekki innheimtast að fullu hlýturðu að viðurkenna að það verði að draga töpuð útlán frá þessum meinta 220 milljarða kostnaði við leiðréttingar.
Ég er ekki sammála þér að ríkisstjórnin hafi farið í ótal aðgerðir til að mæta skuldavanda heimilanna. Þau fáu úrræði sem hafa boðist hafa verið hengingarólalengingar.
Varlega áætlað eru um 45% allra lána á landinu (til heimila og fyrirtækja) ekki í skilum skv. skýrslu AGS. Það má því reikna með að stór hluti þessara lána innheimtist aldrei.
Ef við segjum að 20% af lánum heimilanna séu tapaðar kröfur eru það 200 milljarðar, nánast sama tala og nefnd er að tillögur HH kosti.
Með því að lækka vexti og höfuðstól lánanna er líklegt að fleiri geti staðið í skilum. Kostar færri gjaldþrot, sem dæma fólk út úr efnahagslífinu og þar með skatttekjur þeirra líka.
Theódór Norðkvist, 14.10.2010 kl. 03:07
Magnús minstakosti tveir þessara manna sem þú vitnar í eru málpípur samfylkingar en ekki fræðimenn. Mér þykir Þórólfur sérstaklega veruleikafirrtur í öllum málum td var hann mikill talsmaður þess að borga icesave.
Hreinn Sigurðsson, 14.10.2010 kl. 08:55
Theódór, mér þykir rétt að svara þessu þar sem mér sýnist að nær hver málsgrein hjá þér fer með rangt mál.
Það er svo kolvitlaust að maður verði að draga frá töpuð útlán frá kostnaðinum við að framkvæma flatar afskriftir. Með því ertu að halda því fram að enginn, ekki einn einasti skuldari, fari í þrot ef að farið verður í afskriftirnar. Það er einfaldlega kolkolrangt. Almennar flatar niðurfærslur á lánum gagnast fyrst og fremst þeim sem „þurfa“ ekki á henni að halda. Niðurfærsla um 20-30% gagnast ekkert þeim sem eru að fara í þrot. Ég get útskýrt þetta nánar ef að þú vilt en það á ekki að þurfa þess vegna þess að þetta er svo augljóst. Ég vissi að þið í „Hagsmunasamtökum“ heimilanna væru ekki glögg á efnahagsmál en ég hélt að þið hefðuð meiri skilning en þetta.
Þú talar um að aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu hengingaról. Ertu þá að meina að allir þeir sem bæði þiggja og þurfa aðgerðirnar séu dauðadæmd? Ég hef notfært mér þessar aðgerðir. Er ég, og verð, með hengingarólina um hálsinn það sem eftir er?
Ég hef áður tjáð mig um hugleiðingar „Hagsmunasamtaka“ heimilanna um skýrslu AGS. http://loop.blog.is/blog/loop/entry/1104875
Með því að fara í þessar aðgerðir þá er það eins og að pissa í skóinn sinn. Fólk mun vissulega skulda minna en ríkissjóður mun standa miklu miklu verr. Allsstaðar er verið að mótmæla niðurskurði og skattahækkunum. Hver heldur þú að niðurskurðurinn og skattahækkanirnar verði þegar farið verður í aðgerðir upp á 220 miljarða?
Ólafur Guðmundsson, 14.10.2010 kl. 13:48
Því hef ég hvergi haldið fram. En ég fullyrði að þeir verði færri sem fara í þrot. Fjöldagjaldþrot munu kosta þjóðfélagið gríðarlega, bæði vegna sárinda og biturleika sem grefur um sig og að ekki sé minnst á að stór hluti þessa fólks mun einfaldlega fara úr landi. Þar á meðal verður vel menntað hæfileikaríkt ungt fólk, fólkið sem annars yrði hrygglengjan í skatttekjum ríkisins. Það tapast.
Þá getur nú varla skaðað að leiðrétta hjá þeim? Sá sem fer í þrot mun að öllum líkindum aðeins greiða brot af útistandandi kröfum. Aðeins spurning um að viðurkenna orðinn hlut og í hvaða formi viðurkenningin er. Hugsanlega verður hægt að hirða af viðkomandi húsið, sem mun duga í flestum tilfellum fyrir 50-70% af kröfum. Fasteignalán forgangskröfur, en yfirdrættir, námslán og annað slíkt tapast.
Enn og aftur bendi ég á að stærsti hluti þessara krafna er hvort eð er tapað fé. Og hvað um niðurskurðinn og skattahækkanirnar vegna félagslegu aðstoðarinnar við innistæðueigendur og afskriftir til útvalinna? Verið er að krefjast jafnræðis.
Theódór Norðkvist, 14.10.2010 kl. 14:50
Vil bæta við að ríkið gekk lengra en lög skylduðu það til með því að ábyrgjast innistæður að fullu og taka á sig Icesave skuldir Landsbankans. Nú verður ríkið einfaldlega að taka afleiðingunum.
Ég mun berjast gegn því að afleiðingunum verði velt yfir á mig og aðra lántakendur. Ég neita að láta gera við mig eins og svarta menn um miðja síðustu öld í Bandaríkjunum, að láta skipa mér að standa upp og fara aftast í vagninn til að standa upp fyrir hvítum manni sem kom inn. Nei takk.
Theódór Norðkvist, 14.10.2010 kl. 14:55
Theódór, þú ert örugglega að bulla í mér. Ég var ekki að segja að þú haldir því fram að skuldarniðurfærslan bjargi öllum. Ég hefði átt að orða setninguna, sem að þú vitnaðir í, svona „Með því værirðu að halda því fram...“. Ég veit ekki hvort að ég eigi að vera að eyða púðri í að reyna að útskýra það afhverju það er Ekki hægt að draga töpuð útlán frá kostnaðinum við að afskrifa öll lán (að hluta).Almennar flatar afskriftir á lánum þverbrýtur allt sem kalla má jafnræði. Fræðimennirnir hér að ofan sanna það. Síðan langar mig að spyrja þig, hvenær hefur Íbúðarlánasjóður sem og lífeyrirssjóðirnir verið að afskrifa fyrir útvalda?
Ólafur Guðmundsson, 14.10.2010 kl. 16:50
Raunverulegur kostnaður við að meðaltali 18% niðurfellingu verðtryggðra húsnæðislána er ekki nema rúmir 20 milljarðar. Ávinningur af því að afstýra því að fjölskyldur verði bornar út á götu í stórum stíl, verður hinsvegar aldrei metin að fullu til fjár. Því má færa rök fyrir að þetta sé þjóðhagslega langhagkvæmasti fjárfestingarkostur sem fyrirfinnst við núverandi aðstæður og muni skila sér margfalt til baka á tiltölulega skömmum tíma. Svo geta menn rifist um það á hinum pólitíska vettvangi hvernig rétt sé að dreifa þeim ávinningi til þegnanna.
Guðmundur Ásgeirsson, 14.10.2010 kl. 19:33
Hafa lífeyrissjóðir og ÍLS afskrifað fyrir útvalda? Já, óbeint.
Lífeyrissjóðirnir fjárfestu í svikamyllum bankanna. Áttu m.a.s. fulltrúa í stjórnum bankanna. Formaður VR, Gunnar Páll stjórnarformaður lífeyrissjóðs VR var jafnframt í stjórn Kaupþings og lánanefnd. Íbúðalánasjóður tapaði átta milljörðum a.m.k. í viðskiptum með skuldatryggingar Kaupþings.
Sjá nánar hér.
Almennar flatar afskriftir á lánum þverbrýtur allt sem kalla má jafnræði, segirðu. Mér finnst sértækar leiðréttingar miklu frekar brjóta jafnræðisregluna. Þá fá Jón og Gunna á Brávallagötu 1 margar milljónir niðurfellt, en Halli og Dísa á Bráv. götu 2 ekki neitt af því íbúðin þeirra er aðeins stærri vegna þess að fjölskyldan er fjölmennari, eða tekjur 100 þús. kr. meiri á mánuði.
Theódór Norðkvist, 15.10.2010 kl. 00:02
Guðmundur Ásgeirsson, raunverulegur kostnaður við 18% niðurfellingu 20 miljarðar? Hvernig í ósköpunum færðu það út? Þess má geta að íbúðarlán eru meiri heldur en rúmlega 100 miljarðar.
Ég vil gjarnan heyra rökin um að þetta sé langhagkvæmasti kosturinn „... sem fyrir finnst við núverandi aðstæður“. Nú hefur þú tækifæri á því að sanna mál þitt og láta mig sjá hið augljósa.
Ólafur Guðmundsson, 15.10.2010 kl. 10:05
Afsakaðu hvað ég hef verið lengi að svara Ólafur, en ég er búin að vera að fara betur yfir hugmynd mína að útfærslu og setja kostnaðinn við hana upp í reiknilíkan. Niðurstaðan er reyndar ekki 20 milljarðar eins og ég hélt fyrst heldur 30 milljarðar, en það er samt himinn og haf á milli þess og þeirra 220 milljarða sem nefndir hafa verið í sambandi við hugmyndir um að niðurfærslu innan bankanna sjálfra.
Hugmyndin gengur út á að félagsmálaráðherra nýti sér heimild sem honum var veitt með neyðarlögunum svokölluðu til þess að setja reglugerð um yfirtöku Íbúðalánasjóðs á öllum húsnæðislánum fjármálastofnana. Það sem vinnst með þessu er tvennt:
Með því að gera þetta gegnum Íbúalánasjóð þýðir það auðvitað að ríkið þarf að leggja honum til aukið eigið fé svo sjóðurinn verði ekki gjaldþrota. Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að Íbúðalánasjóður þarf ekki að uppfylla nema 5% eiginfjárhlutfall (hjá bönkunum er það 16%) og því yrðu bein fjárútlát ríkisins vegna þessa ekki nema um 30 milljarðar.
Svo verða menn auðvitað að vega það og meta hvers virði þeim finnst að koma í veg fyrir algjöra samfélagslega upplausn sem myndi hljótast af því ef fjölskyldur yrðu bornar út á götu í þúsundavís. Persónulega finnst mér 30 milljarðar vel sloppið, en til samanburðar er það innan við 7% af tekjum ríkissjóðs sem eru áætlaðar um 450 milljarðar. Þessir 450 milljarðar króna munu hinsvegar aldrei skila sér ef samfélagið leysist upp og hrynur til grunna í millitíðinni. Það er það sem ég á við með því að þetta sé besta mögulega fjárfestingin, því með henni væri verið að fjárfesta í því að hér verði yfir höfuð eitthvað samfélag að nokkrum árum liðnum en ekki bara rústir einar, eymd og volæði.
Guðmundur Ásgeirsson, 18.10.2010 kl. 17:53
P.S. Með 16% niðurfærslu í stað 18, þá væri þetta ókeypis fyir ríkið!
Guðmundur Ásgeirsson, 20.10.2010 kl. 04:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.