Leita í fréttum mbl.is

Þetta er nú meira bullið!

Hvernig í ósköpunum ætla þau að fá þetta til að virka:

  • Neyðarstjórn þyrfti að koma öllum málum í gegnum Alþingi
  • Neyðarstjórn getur ekki sent mál í þjóðarákvæði ef það er ágreiningur. Það er bara Alþingi sem getur það.
  • Og hvað á ríkisstjórn að gera skv. þeim

 

"a) Setning neyðarlaga til að leysa bráðavanda skuldsettra heimila sem taki m.a. miðaf tillögum Hagsmunasamtaka heimilanna. "

En ef sérfræðingar sem þeir segja að eigi að starfa með ríkisstjón segja að það gangi ekki upp að fara eftir þessum tillögum. Eða að lögin kosti ríkið hundruð milljarða eftir að þessi mál hafa verið rekin fyrir dómi.

"b) Opinber lágmarks framfærsluviðmið."

Og hvað ef að fundið er út að framfærsluviðmið sé kannski 300 þúsund. Hvaðan eiga að koma peningar til að uppfylla það?

"c) Fjárlög."

Og hvað á þetta að hjálpa til við fjárlög sem þarf að koma í gegnum þingið. ATH að þetta eru fjárlagafrumvarp sem Alþingi setur ekki ríkisstjórn

"d) Lýðræðisumbætur."

Og hvað eiga þau við með þessu. Er ekki verið að halda stjórnlagaþing?

"e) Endurskoðun á samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn."

Og þetta er nú bara svona lýðskrum.

Finnst að flokkur sem vill láta taka sig alvalega eigi ekki að láta svona eins og verstu lýðskrumarar. Þau tala um að þverbrjóta stjórnarskrá og eru með lausn sem leysir ekki nokkurn skapaðan hlut. Finnst stundum eins og þau tali áður en þau hugsa. Og eins og hér sé bara vond ríkisstjórn sem sitji á fullt af peningum sem af því að hún sé vond vilji ekki láta fólkið fá bara penigna eins og fólk vill.


mbl.is Hreyfingin vill að mynduð verði neyðarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Algert bull hjá þessu fólki.

Hver á að stjórna ef tillaga forsetans um neyðarstjórn er felld í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Þetta fólk veit ekkert hvað það er að bulla.

Þau ætla kanski að ýta á HOLD takkann meðan þjóðaratkvæðagreiðslan og kosningarnar eru undirbúnar og framkvæmdar.

Hamarinn, 14.10.2010 kl. 17:37

2 Smámynd: corvus corax

Þeir einu sem vita ekkert hvað þau eru að bulla eru Jóhanna Sig. og Steingrímur Joð.

corvus corax, 14.10.2010 kl. 18:02

3 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Já þetta er meira bullið að ríkisstjórnin virðist ekkert geta gert af viti og er gjörsamlega úr tengslum við almenning í landinu.

Hreinn Sigurðsson, 14.10.2010 kl. 18:52

4 Smámynd: Hamarinn

Hreinn.

Hvað á ríkisstjórnin að gera?

Þú hlýtur að hafa lausnirnar

Hamarinn, 14.10.2010 kl. 21:36

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hætta að boga fyrir óþarfa t.d bíla og bílstjóra, forsetaembættið, sendiráð og risnu! Svona mætti lengi telja margt smátt gerir eitt stórt

Sigurður Haraldsson, 15.10.2010 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband