Leita í fréttum mbl.is

Einn sérfræðingurinn enn sem varar við þessum almennu niðurfærslum

Á www.pressan.is má finna þennan pistil Jóns Steinssonar hagfræðings í Bandaríkjunum:

15. okt. 2010 - 09:35Jón Steinsson

130 milljarða skattahækkun?

Átján prósent niðurfærsla verðtryggðra húsnæðislána myndi kosta Íbúðalánasjóð 130 milljarða króna. Ríkissjóður þyrfti að bæta sjóðnum þessi útgjöld. Niðurfærslan myndi því þýða 130 milljarða ríkisútgjöld. Það er algilt lögmál að aukin ríkisútgjöld kalla á aukna skatta (eða peningaprentun). Skuldaniðurfærslan sem hefur verið í umræðunni síðustu daga jafngildir því 130 milljarða skattahækkun.

Skattar á Íslandi eru nú þegar mjög háir. Þeir hafa verið hækkaðir af illri nauðsyn síðustu ár til þess að standa vörð um verðferðarkerfið. 130 milljarða skattahækkun ofaná þær skattahækkanir sem nú þegar eru yfirstaðnar eða eru í spilunum væri fullkomið glapræði.

Ábyrg stefna stjórnvalda fram að þessu hefur borið þann árangur að kreppan hefur verið mildari en búist var við í fyrstu. Erlendis tala menn um ótrúlegan árangur. En ef stjórnvöld kasta ábyrgð fyrir róða nú er hætt við því að upp frá þessu muni hagkerfið vaxa hægar en spár gera ráð fyrir í stað þess að vaxa hraðar en spár gera ráð fyrir. Það væri synd.

Skynsöm stefna væri að gera breytingar á gjaldþrotalögum þannig að þeir einstaklingar sem ganga í gegnum gjaldþrot losni við skuldir sínar fyrir fullt og allt og geti því „byrjað upp á nýtt“. Stjórnvöld ættu að líta til Bandaríkjanna eftir fyrirmynd að þessu leyti.

Þá væri skynsamlegt að bjóða upp á úrræði sem setti þak á greiðslubyrði fólks sem hlutfall af ráðstöfunartekjum á hverjum tíma eins og gert er með námslán. Slíkt úrræði væri ólíkt einfaldara en núverandi úrræði.

Ýtarlegri umfjöllun um slíka lausn má finna hér: Fjárhagsvandi heimilanna: Hvað er til ráða?

Hann bætist því í hóp manna eins og ég hef áður talað um:

Guðmundur Ólafsson

Friðrik Már Baldursson

Þórólfur Matthíasson

Vilhjálmur Bjarnason

Sem og: Almennt held ég flestir hagfræðingar og sérfræðingar ráðuneyta, seðlabanka, banka, lífeyrissjóða, ASÍ og eflaust miklu fleiri.

Þeir benda allir á að þetta lendir á okkur í annari mynd: Hægari viðsnúningi, hærri sköttum, lægri lífeyrisgreiðslum og skuldugari ríkissjóð.


mbl.is Leita þarf varanlegra lausna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Ég benti á að það gæti verið ákveðin lausn, að lækka vexti af þessum lánum fyrir einu og hálfu ári, en fékk engin viðbrögð hjá neinum.

Þessi lausn hefur legið á borðinu allan tímann en enginn hefur viljað gera neitt með hana, svo ég gafst upp á að benda á þetta.

Hamarinn, 15.10.2010 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband