Leita í fréttum mbl.is

Algjörlega sammála mannréttindaráði Reykjavíkurborgar

Það er bara ekki hlutverk leik og grunnskóla að innprenta í ung börn einhverri ákveðinni trúarskoðun. Foreldrar geta gert það ef þau vilja. En börn undir fermingu eiga bara ekkert með að eyða tíma sínum í skóla í þetta. Það er hægt að kenna siðfræði og samskipti í staðinn.

Bendi fólk á hræðilega upplifun konu af veru sinni í grunskóla en hún tilheyrði söfnuði sem hélt ekki upp á jól eða afmæli. Frásögn hennar má lesa hér

Enda finnst manni að þetta sé bara ekki skólans að sjá um hvað þá að heimila fulltrúum þessara trúarbragða að koma inn með áróður.  Enda rekur kirkjan sitt trúboð til barna í Sunnudagskólum og það á að vera foreldra að halda þeim að þessu.

Og svo ef maður er nasty þá er furðulegt að þjóð þar sem yfir 90% fólks segist vera kristið, kirkjur hér á annarri hverri þúfu, ríkið rekur meira að segja kirkjunnar að stórum hluta, menntar prestana, þjóðsöngurinn er lofgjörð um Guð  og svo framvegis en samt hefur þetta land gengið reglulega í gegnum hörmungar sem aðrar þjóðir í kring um okkur lenda ekki í eða vægar. Er Guð kannski ekki að störfum svo Norðarlega?


mbl.is Tillögur valda óánægju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég las frásögn konunnar sem þú vitnar í. Það er tæpast við kirkjuna að sakast þótt sértrúarsöfnuður banni jólin.

Siðfræðikennsla getur verið gagnleg, en það verður að forðast að rugla saman siðfræði og siðferði. Það er tvennt gerólíkt en fólk sem ekki veit hvað siðfræði er heldur gjarna að hún sé eitthvað sem innprentar fólki gott siðferði. Það er einfaldlega rangt.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.10.2010 kl. 15:33

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Í flestum skólum,bjóða afmælisbörn öllum bekknum sínum heim á afmælisdaginn.Einn af bekkjarbræðrum sonardóttur minnar,má ekki sækja afmælisboð þar sem stúlkur eru. Hann er fæddur hér á Íslandi en foreldrarnir fluttu hingað,eru ekki kristin,þætti ófært ef við kristnir neituðum börnum okkar um frjáls samskipti.

Helga Kristjánsdóttir, 18.10.2010 kl. 23:11

3 identicon

Að notast við frásögn þessarar konu, er doldið eins og að banna skólaböll af því að barn sem lagt er í einelti leið vítiskvalir í kringum hvert skólaball eða félagslegan atburð í skóla.

Mér finnst allt of miklu verið að breyta í samfélaginu á allt of stuttum tíma. Eftir hrunið og það samfélagsl.hrun sem maður upplifði í kjölfarið , mætti einmitt frekar styðja við kennslu á góðum og mannbætandi gildum. Bankakóngarnir hefðu sannarlega haft gott af því að vera kennt um heiðarleika en ekki græðgi.

Adeline (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 08:56

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hún er ekki að fara fram á svo mikið í þessum pistli sínum. Skil ekki að skólar þurfi að vera með trúarlegt uppeldi á sínum snærum. Það er foreldra og síðan barnana sjálfra að ákveða hvaða trú eða stefnu þau fylgja í þessum málum.

Jól og jólaundirbúningur er aftur ekki lengur svo mikið tengt trú. Heldur svona gleði og fjölskylduhátíð. Og jólalög og söngvar eru margir til sem koma kristinni trú ekkert við. 

Afmæli eru náttúrulega ekki trúarleg. Og ömurlegir svona söfnuði eins og Vottar Jehova sem fara svona með börnin sín.

Og um heiðarleika í framkvæmd hjá kristnum mönnum leyfi ég mér að efast stórlega um í ljósi reynslunar.

En siðfræði og heiðarleika er hægt að kenna án þess að blanda inn í þetta Guði. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.10.2010 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband