Leita í fréttum mbl.is

Vanhæfir þingmenn!

Hér er listi yfir fólk sem ekki á að að vera á þingi eftir næstu kosningar:

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunar en einnig standa að tillögunni, Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, varaþingmaður VG,  Pétur H. Blöndal og Árni Johnsen, þingmenn Sjálfstæðisflokks og  Birgir Þórarinsson, varaþingmaður Framsóknarflokks. 

Hefði ekki trúað því að óreyndur að Pétur Blöndal léti hafa sig í að vera flutningsmaður að þessu. En þar með er virðing mín farinn fyrir honum í bili.

Alveg makalaust að detta í hug að flytja svona tillögu. Finnst að þessa tillögu eigi að svæfa í nefnd. Það jú þannig að það er ekki nema rúmt ár síðan að Alþingi ákvað að fara í þessar viðræður og enn sem komið er hefur ekkert í viðræðum komið upp sem kallar á svona viðbrögð.

Enda hef ég viðrað það hér oft áður að Vigdís Hauksdóttir er með ómerkilegasta málflutning af öllum þingmönnum sem ég hef fylgst með. Hún byggir röksemdir sínar oftast á órökstuddum fullyrðingum af blogginu og getur gjörsamlega farið með mann að hlusta á hana tala á Alþingi.


mbl.is Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Kvitt.

Björn Birgisson, 19.10.2010 kl. 20:21

2 identicon

Gleymir þú ekki því að við sóttum um aðild að ESB. Ef ESB segir já þá erum við væntaanlega komnir þangað. Það var meirihluti Alþingis sem samþykkti þessa umsókn. Það eru hvergi lög eða reglur sem segja að það þurfi að bera þetta undir þjóðina að ég held.

Siggi Helga (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 21:25

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þú talar um Pétur Blöndal,hann var nú ekki í uppáhaldi hjá mér,en sá hefur vaxið. Veistu að í kosningum eftir hrun fannst mér (snöggvast)Steingrímur sterki gaurinn sem myndi verja Ísland,en ég stóðst mátið því kommar eru mér ekki að skapi. Enda hefur hann gersamlega brugðist flestum sem á hann trúðu. Síðan kemur að því í þessum þrengingum að meta hvern og einn eftir hans málflutningi og atkvæði um einstök mál. Varla hægt að merkja hægri,vinstri. Framsóknar-tríóið, hefur staðið sig vel í vörn vegna Icesave.  Ég fullyrði hefði Dagur staðið í brúnni,en ekki Jóh.,hefði hann haldið öðruvísi á. Kann ekki við að spyrja hann þegar við hittumst í boðum.

Helga Kristjánsdóttir, 19.10.2010 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband