Leita í fréttum mbl.is

Þarf ekki að fara rétt með þegar menn halda svona ræður?

Svona til að byrja með þá eru skuldir heimla með veði í Íbúðahúsnæði ekki 2000 milljarðar. Heldur skv. nýjustu tölum um 1200 milljarðar. Þar af eru Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðir með um 800 eða 900 milljarða minnir mig. Bankarnir eru með 300 til 400 milljarða í íbúðalánum. Þetta er allt önnur mynd en hann er að draga upp. Íbúðalánsjóður og Lífeyrissjóðir hafa ekki verið geriðr gjaldþrota og fengið afslætti á sínum skuldum.

Heildarskuldir heimila við banka eru kannsi uppundir 2000 milljarðar en þar inni er skuldir eins og yfirdráttur og kredit kort. Finnst að menn verði að fara rétt með.

Sjá þessa frétt 14 okt á www.visir.is

Miðað við álagningarskrá 2010 eru heildarskuldir heimila með veði í fasteignum 1.201 milljarður króna.

Langflestir eru þannig settir að skuldir vegna íbúðarkaupa eru lægri en fasteignamat viðkomandi eignar. Í um tuttugu prósentum tilvika er veðsetningarhlutfallið hins vegar hærra en fasteignamat. Svo háttar til um skuldir sem nema samtals 519 milljörðum króna.

Þessar upplýsingar eru meðal þeirra sem lagðar hafa verið fram í samráðsferli stjórnmálanna og hagsmunaaðila um lausn á skuldavanda heimilanna.

Á þeim sést að hjá 1.360 heimilum er skuldahlutfallið meira en 200 prósentum umfram fasteignamat. Í þeim tilvikum nema skuldirnar samtals 49 milljörðum króna, eða rúmlega 36 milljónum á heimili. Sé litið til þeirra sem búa við skuldahlutfall á bilinu 100 til 110 prósent yfir fasteignamati er meðalskuldin tæplega 22 miljónir króna

Svo minni ég á að þegar frumvarp um meðferð gengitryggðra íbúðalána verður semþykkt lækkar lánshlutfall margra heimila.

Smá viðbót: Ætili þetta sé ekki vandamálið frekar. Það er að fólk var tilbúið að kaupa íbúðir nærri á hvaða verði sem er og taka lán fyrir því. Sem keyrði upp hér íbúðaverðið. Þetta hlaut að enda með ósköpum þó ekki hefði orðið hér hrun. Fólk var ekkert að stressa sig upp þó laun væru ekkert að hækka neitt í líkingu við íbúðaverð og því hlaut að koma að því að flestir hefðu lent í vandræðum

husnaedi-vs-laun-11


mbl.is Hvatti Gylfa til að íhuga stöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vilhjálmur segir:"frá 2004 hafi skuldir íslenskra heimila aukist úr 877 milljörðum í 2000 milljarða".

Menn geta verið með útúrsnúninga en það hjálpar ekki við lausn neinna mála!!

Gunnar Heiðarsson, 21.10.2010 kl. 16:59

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Það liggur alveg fyrir að öll lán hafa hækkað vegna verðtryggingar s.l. 2 ár. Þá liggur það fyrir að íbúðaverð hækkaði vegna lánabólu og vegna þess að meira lánsfé bauðst. Ekki réðu íbúðarkaupendur því. Ég skil eiginlega ekki fyrir hverju þú ert að berjast. Kjarninn í ræðu Vilhjálms er réttur og þangað til þú getur fært rök fyrir öðru þá stendur það sem Vilhjálmur segir.

Einar Guðjónsson, 21.10.2010 kl. 17:41

3 identicon

Ég legg einfaldlega til að Samfylkingin (flokkur Magnúsar) verði skipað að taka burt heitið jafnaðarmannflokkur! Þetta er hin mesta þvæla hjá ykkur. Enginn vilji til þess að taka á vandamálum almennings. Það gerði engin lánastofnun ráð fyrir hátt í 30% verðbólgu ofan á sín lán. Þannig að niðurfelling á ekki að kosta þær neitt. Þetta eru loftbólupeningar, sem voru ekki lánaðir út. Aðra sögu er að segja af fjárfestingum lífeyrissjóða. Réttast væri að ráðast að stjórnendum þeirra, það er þeim að kenna að skerða þarf lífeyrir. ekki venjulegum lántakendum!

Daníel (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 19:03

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Mikið rétt Daníel og Einar, góður punktur þetta með jafnaðarmannaflokkinn.

Helgi Þór Gunnarsson, 21.10.2010 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband