Leita í fréttum mbl.is

Þetta er nú meira samansafnið þarna í Vg!

Held stundum að Steingrímur, Árni Þór, Björn Valur og nokkrir aðrir séu eina fólki sem er í nokkrum tengslum við jörðina. Minni þetta ágæta fólk á að stjórnarsáttmáli Samfylkingar og Vg segir:

Ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum aðildarviðræðum.

Og áfram segir í stjórnarsáttmála:

Utanríkisráðherra mun leggja fram á Alþingi tillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á vorþingi. Stuðningur stjórnvalda við samninginn þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga í sjávarútvegs-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldmiðilsmálum, í umhverfis- og auðlindamálum og um almannaþjónustu. Víðtækt samráð verður á vettvangi Alþingis og við hagsmunaaðila um samningsmarkmið og umræðugrundvöll viðræðnanna. Flokkarnir eru sammála um að virða ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að Evrópusambandinu og rétt þeirra til málflutnings og baráttu úti í samfélaginu í samræmi við afstöðu sína og hafa fyrirvara um samningsniðurstöðuna líkt og var í Noregi á sínum tíma.

Vg hlýtur að sjá að ef þeir ætla að bakka út úr þessu og láta Heimsýn hertaka sig þá er þessu stjórnarsamstarfi sjálf hætt og deilur um ESB verða hér áfram um aldur og ævi. Þar sem að ólíklegt að þetta tækifæri til samninga standi til boða næstu áratugina ef við bökkum bara að ástæðulausu þarna út.

Og rök eins og viðbrögð ESB vegna Makrílveiða skil ég ekki. Nokkrir starfsmann ESB hafa tjáð sig. En ESB hefur ekkert gert. Eigum við þá ekki bara að slíta stjórnmálasambandi við Noreg því að hann mótmælti líka veiðum okkar í Makríl.

Þá er rök eins og varðandi fiskveiðar og stjórn þeirra út í hött þar sem ekki hefur reynt á þær alveg sama hvað þeir hafa eftir einhverjum stækkunarstjóra. Það er allt annað að slíta viðræðum ef að ekki gengur saman með aðilum en að Vg sé að gefa sér niðurstöður fyrirfram. Og svo tala þeir um fjáraustur ESB til Íslands sem vondan hlut. Skil ekki þennan flokk.

Þetta er svona svipað og annað sem reynir hjá ríkisstjórninni þá klofnar Vg og allar ákvarðanir dragast út í það óendanlega. Ef þessi flokkur vill vera við stjórn með öðrum þá verður hann að standa við það sem hann skrifaði undir þegar samstarfið var ákveðið. Eins varðandi samninga við aðila atvinnulífsins.


mbl.is Skorað á þingflokk VG að fylgja ESB-stefnu flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Vonum það besta að aðildarumræður verið stöðvaðar núna í næstu kosningum það er lýðræði!

Sigurður Haraldsson, 23.10.2010 kl. 03:26

2 identicon

Tek undir með Sigurði Haraldssyni hér að ofan.

Það er lífsspursmál fyrir þessa þjóð að hún sjálf fái að stöðva þetta skaðræðis lymskulega ESB aðlögunarferli sem allra fyrst.

Hvort sem það verða VG liðar sem setja hnefann í borðið við þetta úrtölu- og landsölulið eða hvort það verður þjóðin öll sem kemst loks að borðinu og stöðvar þessa árans vitleysu !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 07:34

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ef Samfylkingin er þjóðin er það rétt hjá þér Magnús Helgi að Steingrímur, Árni þór og Björn Valur eru einu mennirnir innan VG sem eru í hana.

Ég, ásamt stórum meirihluta Íslendinga hljótum þá að tilheyra einhverri annari þjóð!

Gunnar Heiðarsson, 23.10.2010 kl. 08:12

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Blessaðir drengir, hvenrig væri að leyfa þjóðinni að segja sitt þegar að því kemur? Ég treysti henni fullkomlega til þess og tími til komin að þjóðin fái eitthvað um málin að segja.

Til að fyrirbyggja einhvern flokkadrátt hvað mig varðar þá er ég óflokksbundin og lít ekki á þessi mál út frá neinum flokkagleraugum.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 23.10.2010 kl. 11:38

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Við erum nú þegar orðin viðundur í samfélagi þjóða. Við erum álitin vera þriðja heims ríki þegar kemur að nýtingu vistvænnar orku eins og best má sjá í því að málmbræðslufyrirtæki leggja það á sig að sigla fram og til baka um hálfan hnöttinn með hráefni og fulluna vöru. Þetta er auðvitað heimsmet sem aldrei mun verða slegið.

Og nú erum við kófsveitt í samningaviðræðum um að losna við fullveldi okkar fyrir eitthvað. Enginn má leyfa sér að mótmæla þessu því "hann veit ekki hvað er í boði!"

Nú hljóta ríkir Bedúinar að fara að flykkjast til Íslands til að ná sér í konur. Samkvæmt rituali Samfylkingar getur enginn eiginmaður eða faðir rekið þessa menn á dyr fyrr en þeir hafa gert tilboð!

Það er mikill og vaxandi fjöldi Íslendinga sem vilja ekki gefa fullveldi þjóðarinnar falt fyrir paprikufarm.

Hvaða boð viltu sjá svo þú sláir til Magnús? 

Árni Gunnarsson, 23.10.2010 kl. 15:36

6 identicon

Er VG ad láta áródursped íhaldsins hafa áhrif á sig?  Audvitad er um stjórnarsáttmála ad raeda.  Kvótaraeningjakerfisklíkan vill audvitad plata VG til thess ad gaeta hagsmuna glaepaklíkunnar og hefur greinilega tekist thad aetlunarverk sitt.  VGingar eru einfaldlega of graenir til thess ad fatta thad.

Ekki er thar med sagt ad ég vilji ganga í ESB....en thetta á audvitad ad ganga sinn gang og fólkid hefur lokaordid í thessu hvort sem er thegar samningur liggur fyrir.

Ef thjódinni tekst ekki ad losa sig úr greipum glaepaflokkanna tveggja...Sjálfstaedisflokks og Framsóknarflokks (flokka sem vinna gegn hagsmunum landsmanna vegna studnings theirra vid rányrkju kvótaglaepakerfisins) thá er ESB miklu betri kostur.  

Best er audvitad ad standa utan ESB og losna vid áhrif glaepaflokkanna tveggja sem búnir eru ad rústa efnahag thjódarinnar og berjast eingöngu gegn thjódinni og vernda hag sérhagsmunaklíkunnar.

Ég er samt sammála höfundi faerslunnar ad standa eigi vid stjórnarsáttmálann og tel thar ad auki ad margir medlimir VG séu ad láta áródursped Dabbasnepils plata sig.

VG laetur áródursped Dabbasnepils plata sig (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband