Leita í fréttum mbl.is

Til ykkar sem ætlið á Austurvöll og krefjast Neyðarstjórnar

Bara svona að spyrja í framhaldi af pistli sem Ögmundur Jónasson skrfiar á www.ogmundur.is. Ekki alltaf sem ég er sammála honum en í þessu er ég það. Hann spyr:

Á þetta að vera fólk sem vill einkavæðingu eða er á móti henni, á þetta að vera fólk sem styður kvótakerfið eða vill uppræta það, er með stóriðjustefnu og vill selja auðlindirnar, eða vill fjölbreytni í atvinnusköpun og halda í auðlindirnar, vill launajöfnuð eða vill að markaðurinn ráði, vill fara í ESB eða er því andsnúið, með Nató eða á móti, með flatri niðurfærslu skulda eða á móti?  - Fólk úr háskólanum? Þeir sem vilja að prófessorsstöður gangi kaupum og sölum eða hinir sem eru því andvígir? Hæstaréttardómarar? Kennarar, hvaða kennarar? Seðlabankastjóri - kannski sá norski? Kannski biskupinn? Eða prófessorar í siðfræði?  Kannski allt þetta fólk?

Hvaða fólk á að velja og hvernig getið þið reiknað út að akkúrat það fólk vinni að málum eins og þið viljið? Sér í lagi þar sem mótmælendur hafa mismunandi sín á þjóðfélagið hvernig málum á að vera fyrirkomið. Ögmundur segir líka:

Síðan langar mig til að trúa lesendum fyrir einu. Á Alþingi situr ósköp venjulegt fólk. Fólk sem skuldar og á margt í erfiðleikum með að borga af lánunum sínum, fólk sem þarf að fara til læknis, fólk sem er með börn í skóla og á aldraða foreldra. „Stjórnmálastétt" innmúruð í samtryggingu? Ekki hef ég orðið þess var.

Hvet fólk til að lesa þennan pistil í heild hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komdu sæll Magnús Helgi; sem oftar !

Jæja; eruð þið farnir að skjálfa í stereó, þið Ögmundur - þú; yfir þeirri staðreynd, að kratarnir; vinir þínir, eru svona álíka liðtækir, og ána maðkar í sandgryfjum - og Ögmundur; yfir þeim möguleika, að stól ræksni hans, sé ekki traustara en svo, að einhver, sem væri haldinn meiri vits munum, en Ögmundur, kynni að gera meira gagn, en hann hefir reynst maður til ? 

Með kveðjum þó; vestur yfir fjallgarð /

Óskar Helgi  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband