Leita í fréttum mbl.is

Þetta er ekkert mál að vinna fylgið aftur!

Byrja bara á að toppa lista Hreyfingarinnar og Sjálfstæðisflokksins.

  • Lofa skattalækkunum rúmlega það sem þeir hafa hækkað
  • Lofa skuldaafléttingu og að allar skuldum verði eytt og þær sendar til útlanda til vondu kröfuhafana.
  • Lofa því að fá lán hjá kröfuhöfunum fyrir framkvæmdum og fjárfestingu
  • Lofa því að það sé ekkert mál að fjármagna afléttingu lána sem fólk á við Íbúðalánasjóð. Bara að láta lífeyrissjóðina borga allt klabbið
  • Lofa því að auka bara kvótann um 200 þúsund tonn
  • Lofa því að skapa um 50 þúsund störf. Bara svona með því að margfalda dálítið hvaða áhrif Helguvík og Bakki hafa.
  • Lofa því að allar bætur trygginga hækki og afnema fátækragildrur
  • Lofa því að öll lán hækki um 100%
  • Lofa því að krónan eigi eftir að hækka aftur um það sama og hún féll og verða vinsæll gjaldmiðill
  • Lofa því að það sé ekkert mál að takast á við eitt mesta hrun sem ein þjóð hefur orðið fyrir á síðustu árum án þess að fólk þurfi nokkuð að leggja á sig nema að berja í tunnur.

Bara að koma með hugmyndir að einhverju sem fólkið í landinu kaupir. Það er svo auðvelt að bulla í fólki. Það er hér fólk sem trúir því að í raun hafi verið hægt að afskrifa nærri öll lán, að það sé hægt að komast í gengum svona mikið skuldafen eins og Ísland er í án þess að fólk þurfi að hafa fyrir því og finna það á eigin skinni.

Svo þegar þessi loforð hafa verið lögð fram þá felur stjórnin bara klára fólkinu í framsókn, hreyfingunni og sjálfstæðisflokk að taka við sem minnihlutstjórn og þá sér fólk hvað þau geta uppfyllt af þessum hugmyndum sem þessir flokkar segja að sé auðvelt að koma í framkvæmd. lMinni á að Sjálfstæðismenn hafa hingað til tekist á við kreppur og niðursveiflur með þvi að létta sköttum á fyrirtæki og auka þau á fólk. Þeir hafa staðið ásamt framsókn að því að taka upp þjónustugjöld um allt kerfið sem við sitjum uppi með í dag. Fengu reyndar ekki að hækka þau eins og þeir vildu. Og bætur og lífeyrir hefur alltaf fyrst orðið fyrir skerðingu í erfiðleikum hjá sjálfstæðismönnum hingað til. Fyrirtæki og fjármagnseigendur hafa alltaf fengið skattalækkanir hjá Sjálfstæðisflokk hvenær sem þeir hafa komið því við.

Held að fólk ætti að átta sig á að það eru engar auðvelda lausnir til. Og svona gylliboð eins og Sjálfstæðisflokkur boðar í dag eru gjörsamlega úr kortinu.

Minni líka á að ef að sjálfstæðisflokki tækist að skapa 22 þúsund störf á 3 árum. Myndi það þýða hér ógurlega þenslu næstu árin á eftir sem myndi enda í verðbólguskoti eins og vitað var að kæmi eftir Kárahnúka. Og þá væri væntanlega næsta dýfa skammt undan.


mbl.is Vælir ekki undan slöku gengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

1.11.2010 | 23:17

Yfirlögfræðingur Alþingis Íslands biðst undan að svara einfaldri spurningu sem gæti sýnt fram á að Umsókn vegna Inngöngu í ESB sé ólögleg. Forseti Íslands átti að skrifa undir hana en það gleymdist í hamaganginum á Alþingi Íslands

Spurningin er hvort umsóknin er löggjafamál eða stjórnarerindi en fróðir menn í ráðuneytum segja þetta stjórnarerindi nema yfirlögfræðingur alþingis. Hann baðst undan að svara.??? Ef ekkert er hægt að gera vegna þessa galla á umsókninni sem er efni til þess að draga hana til baka hvar eru við þá stödd. Fyrst eru gerð landráð samkvæmt kafla X greinar 86/87/88 síðan eru brotin stjórnarskrár lög grein 18 og grein 19 ég spyr verðum við fólkið ekki að láta taka þessa ráðherra fasta fyrir brot á stjórnarskránni. 

18. gr. Sá ráðherra, sem mál hefur undirritað, ber það að jafnaði upp fyrir forseta.
19. gr. Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum. Sjá umsókn http://www.mbl.is/media/79/1579.pdf

Samkvæmt stjórnarskránni þá er umsóknin um aðild að ESB ógild og ólöglegt plagg.

Valdimar Samúelsson, 1.11.2010 kl. 23:30

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Skyldi Maggi vera dottinn í það aftur.

Sigurður Þorsteinsson, 1.11.2010 kl. 23:41

3 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Þessir stjórnarflokkar Samf. og VG eru rúnir trausti af því að þeir hafa ekki staðið við það sem þeir lofuðu.  Ég held að þeir þurfi fyrst að standa við "stöðugleikasáttmálann"  og útvíkka "skjaldborgina" um heimilin þannig að hún sé ekki einungis um heimili örfárra gullkálfa sem Sf. útvegar góða ríkisspena til að sjúga.  Áður en fólk tekur mark á frekari loforðum úr þeirri átt

Hreinn Sigurðsson, 2.11.2010 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband