Leita í fréttum mbl.is

Rétt að benda hér á 2 bloggfærslur

Sú fyrri er eftir Ármann Jakobsson Þar sem hann skýrir út hvers vegna hann á ekki lengur samleið með mótmælendum á Austurvelli:

Hann segir m.a.

Hvers vegna hætti ég að vera meðvirkur þetta kvöld? Var það grjótkastið? Munnsöfnuðurinn? Hótanirnar? Ofbeldið? Þórðargleði fréttamanna Sjónvarpsins (hér ritaði ég óvart Sjálfstæðisflokksins fyrst – truth will out!) yfir mótmælum gegn vinstrisinnaðri ríkisstjórn? Nasistafánarnir? Eða hin fasíska orðræða um að þessir tilteknu mótmælendur væru „venjulega fólkið“ vegna þess að það geta leigjendur og bíllaust fólk aldrei verið? Hin fasíska krafa um „neyðarstjórn“ eða „utanþingsstjórn“? Kannski allt þetta en mín niðurstaða er að öfugt við flestalla stjórnmálamenn nenni ég ekki að þykjast standa með þessum tiltekna hópi mótmælenda. Ég er alfarið á móti þeim. Ég á ekki pólitíska samleið með þeim sem mættu í grjótkastaramótmælin. Mér er jafn sama um þeirra kjör og þeim er sama um kjör raunverulega fátæks fólks í öðrum heimshlutum.

Ætli hann eigi þarna ekki við fólk eins og Óla Björn og Jónínu m.a. Hann heldur áfram og segir á öðrum stað:

Allir sem ég sá á vellinum þetta kvöld og kannast við (líklega u.þ.b. 20-30 manns) búa í stærra húsnæði en ég og eiga bifreið sem ég á ekki. Samt vill þetta sama fólk að ríkisvaldið skattleggi alla hina (eða leggi niður þjónustu) til að færa niður skuldir þess. Þetta sama fólk hefur haldið uppi hatrömmum áróðri gegn þeim lausnum sem hafa verið í boði alveg frá hruni. Af orðræðu þess má ráða að það vill enga aðra lausn en niðurfellingu skulda. Allar aðrar lausnir bera samheitið „ekkert“ í þeirra munni. Samt blasir við að 18% niðurfelling skulda mun ekki aðeins verða hræðileg blóðtaka fyrir ríkissjóð heldur mun hún ekki duga ýmsum þeim sem sitja núna í risavöxnum „draumahúsum“ og neita að borga. Það þyrfti miklu meira fé í þá hít.

Annað blogg sem ég las er eftir Agnar Kristján [aka. AK - 72] Hann var nú áberandi í baráttunni fyrir ári síðan. Að minnstakosti á netinu. Hann segir m.a.

Svo kom að ákveðnum punkti þar sem eitthvað dó inni i mér og ég byrjaði að breytast í  „disillusioned revolutionary“ gagnvart mótmælum eftir þann 1. október þegar ég varð var við í fyrsta sinn að einhver náungi þar sem ég hafði aldrei séð, starði á mig með svo miklu hatri í augnaráði að ég hrökk í kút. Þetta atvik sem ég velti fyrir mér hvort væri út af skoðunum mínum, sjónvarpsfréttinn þar sem Jónína Ben hrópaði upp spurningu um hvernig í ósköpunum fólk ætti að lifa af í þessu landi sem fékk mann nánast til að öskra á sjónvarpið:“Nú, það er hægt með því að vera ekki að halda 350 manna brúðkaupsveislu“,

Og síðar

En hversvegna neitar fólk að horfast í augu við það? Ég veit það ekki, ég skil það ekki og ég velti því stundum fyrir mér hvort það sé einfaldlega að skrumið og yfirboðin hafi náð svo miklum völdum og áhrifum í umræðunni, kynt undir af fjölmiðlum sem stýrt er af hrunkvöðlum sem hafa leikið sér að áróðri áratugum saman fyrir valdablokkir landsins.

Og það vekur mér ugg því tækifærissinnarnir og lýðskrumararnir skríða nú undan hverjum steini, leitandi að leið til að nýta sér mótmælin til eigin frama eða fylgis, hampandi því að fólkið sem mætir á Austurvöll hafi í raun verið að taka undir sínar kröfur hverjar sem það voru og að það hafi verið „venjulega fólkið“ sem hafi tekið þar undir kröfur þeirra um ríkistjórnina burt, Nei við ESB eða Ísland fyrir Íslendinga!


mbl.is Mikill meirihluti hlynntur mótmælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll mikið afskaplega hlýtur þér að líða vel með þessa stjórn sem nú er við stjórnvölinn!

Skoðaðu bankana og hvað margir sem stálu öllu úr kerfinu eru búnir að svara til saka? Komdu svo og þrusaðu þína ræðu þegar þú ert búin að útskýra hvers vegna allir ganga enn lausir varðir af stjórnkerfi, dómskerfinu og bankanum meðan almenningur er píndur til að borga hroðann sem varð vegna þessara þjófa!

Sigurður Haraldsson, 2.11.2010 kl. 01:50

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Þess vegna höfnum við stjórninni,komdu og sjáðu Maggi á fimmtudag.

Helga Kristjánsdóttir, 2.11.2010 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband