Sunnudagur, 7. nóvember 2010
Nú á að mótmæla fyrirfram. Alveg makalaust fólk
Nú loks þegar komið er að því að niðurstöður Sérfræðinganefndarinnar sem hefur veirð að skoða möguleika fyrir skuldug heimili þá finnur fólk hjá sér þörf að reyna að klúðra væntanlegri samvinnu með því að skapa hávaða þannig að vonlaust verður fyrir fólk að tala sig niður á niðuststöðu.
Það hefur komið fram að skýrsla þessa sérfræðinga kemur á mánu-/ þriðjudag og tekur á eftirfarandi möguleikum.
Leiðirnar sem starfshópurinn skoðaði
Allir gangist undir sértæka skuldaaðlögun. Flöt niðurfærsla skulda um 15,5 prósent. Flöt niðurfærsla sem miðist við upphaflega fjárhæð láns í stað eftirstöðva. Niðurfærsla skulda í 110 prósent af verðmæti fasteignar. Niðurfærsla skulda í 100 prósent af verðmæti fasteignar. Hækkun vaxtabóta - ýmsar útfærslur. Lækkun vaxta á fasteignalánum niður í þrjú prósent. Skuldarar afhenda kröfuhöfum fasteign sína. Skuldir umfram verðmæti eignarinnar verða afskrifaðar og þeim sem eiga eigið fé í fasteigninni greitt út. Fólki verði gefinn kostur á að leigja eignina og kaupa hana aftur að ákveðnum tíma liðnum. LÍN-leiðin. Afborganir af lánum verði hlutfall af tekjum. Eignarnám íbúðarveðlána með niðurfærslu skulda eftir mati gerðardóms.
Halda menn að hægt verði að ræða sig niður á sameiginlega lausn í kannski 100 db hávaða. Síðan ef maður skoðar facebook síðu mótmælenda þá byggja þeir á einhverjum sögusögnum um að þessi eða hinn sé að koma í veg fyrir þetta og hitt. Svona miðað við síðustu mótmæli þar sem þau börðust fyrir utanþingsstjórn þá hef ég nú ekki trú á að þau hafi fyrir þessu neinar traustar heimildir.
Væri ekki rétt að sjá hvað kemur út úr þessu áður en fólk fer að mótmæla með þessum helvítis tunnum.
Tunnumótmæli boðuð á þriðjudag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:05 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Sæll ertu orðin pirraður. Eða kannski hræddur um að elítan þurfi loks að leggja eitthvað til málana!
Sigurður Haraldsson, 7.11.2010 kl. 02:06
Komið þið sælir; Magnús Nafni minn - og Sigurður Þingeyingur, félagi minn !
Sigurður !
Förum gætilega; að Kópavogsbúanum - honum gæti orðið brátt í brók, hvar;; hann jú, styður þau Jóhönnu og Steingrím, fram í rauðan Dauðann, blessaður garpurinn.
Ástæðan ?
Jah; látum Manga svara fyrir hana, Sigurður minn.
Með byltingar kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 02:22
"Flöt niðurfærsla skulda um 15,5 prósent."
Kostar ekki krónu, búinn að reikna það út. Allir sem halda öðru fram eru að ljúga og þeir sem mæla gegn því eru um leið að mæla gegn hagsmunum þúsunda fjölskyldna í þessu landi. Þetta snýst akkúrat ekkert um að vera með eða á móti ríkissstjórninni heldur er núna komið að því að taka afstöðu til þess hvort þú ert með fólkinu eða á móti því. Þeir sem vilja skálmöld vita ekki hvað þeir eru að biðja um. Þetta er fúlasta alvara, ég veit um fullt af fólki sem hefur engu að tapa og er tilbúið að verja heimili sín fram í fulla hnefana.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.11.2010 kl. 05:51
MÓTMÆLA FYRIRFRAM ?????
Fyrirgefðu Magnús Helgi - þessi lánlausa stjórn er búin að sitja í 2 ár og hefur allan þann tíma keyrt þjóðina lóðbeinr til hel.... Steingríms.
Hún hefur hafnað öllum tillögum minnihlutans - sem þó tókst að bjarga þjóðinni frá Icesave aftökunni með aðstoð nokkurra VG liða.
Mótmælin á þriðjudag má ekki eyrnamerkja neinum. Hvorki lifandi eða dauðum pólitískum flokkum. Það væri dauðadómur yfir mótmælunum.
Ég mætti á Austurvöll síðast ( ekki í fyrsta skipti ) en heyrði svo í þeirri sem átti heimasíðuna sem hvatti til mótmælanna. Hún talaði ekki á þeim nótum sem ég átti von á og var búið að gefa út að væri markmið mótmælanna.
Blekkingarleikir ríkisstjórnarinnar eiga ekki að smita út til boðara mótmælanna.
Þar á markmiðið að vera skýrt - það er verið að mótmæla ástæðulausum kjaraskerðingum - ástæðulausu atvinnuleysi - ástæðulausri andstöðu við uppbyggingu - ráð og dáðleysi ríkisstjórnarinnar -
Það er verið að gera kröfu um réttar aðgerðir - það er verið að gera kröfu um samvinnu á þingi - ekki bara um hugsanlegar tillögur starfshóps stjórnarinnar heldur líka tillögur minnihlutans.
Róbert Marshall sagði eftir að starf nefndar á þingi sem hann veitir forystu - hafði á skömmum tíma náð góðri lendingu og sátt í málum - (sem forveri hans hafði ekki borið gæfu til ) ÞAÐ Á AÐ HLUSTA Á MINNIHLUTANN OG TAKA MARK Á TILLÖGUM HANS ÖÐRUVÍSI NÆST ENGIN SÁTT -
Því miður hafa sjs og js ekki þennan þroska Róberts til að bera - og það er slæmt.
Mótmælum helstefnunni í nafni almennings í landinu - ekki í nafni flokka.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 7.11.2010 kl. 07:20
Það er verið að mótmæla aðgerðaleysi tveim árum eftir hrun.
Og vittu til, það er búið að reikna sig frá réttlætinu.
Baldvin Björgvinsson, 7.11.2010 kl. 08:18
Getuleysi þessarar ríkisstjórnar er algjört og 2 ár án þess að gera ekki neitt - vinstri " velferðarstjórn " þvílíkt öfugmæli - ef Jóhanna ber hag þjóðar sinnar fyrir brjósti þá skilar hún inn umboðinu -
Óðinn Þórisson, 7.11.2010 kl. 09:12
Þessi mál eru ekki til að prútta um, eins og Jóhanna hefur gert síðan hún vaknaði við þingsetningar mótmælin.
Þjóðin lætur ekki bjóða sér kúgun AGS. Handrukkara samfélags bankamafíunnar. Sem Ríkisstjórnin er handgeng.
Nú er að efna KOSNINGALOFORÐIN ÖLL. Og það í hvelli.
Annað hvort stendur hún með þjóðinni undir tunnuslætti eða verður borin út undir tunnuslætti.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 11:33
Ekki þýðir að mótmæla ESB.-innlimun eftir á.
Helga Kristjánsdóttir, 7.11.2010 kl. 12:48
Það er sorglegt hvað sumir eru blindir...
Daníel (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 13:17
það sést bara hérna að ofan öfgarnar. Öfgfólk sem þekkir ekkert til mála og hefur ekkert vit á eðli og efni máls. Tilgangur sumra er augljóslega aðeins það að koma sjöllunum sínum að og ber að virða þá hreinskilni.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.11.2010 kl. 15:04
Komið þið sæl; að nýju !
Ómar Bjarki; ágæti drengur !
Hvaðan; í ósköpunum ber þig að ? Feykti fellibylur þér; inn í umræðuna, eða hvað ?
Öfgafólk hvað ?
Hér er fólk; í mestu rólegheitum, að ræða málin - við Magnús síðuhafa, eða þá, sín í millum, og þú kemur, eins og stormsveipur, Ómar minn.
Í Guðanna bænum; róaðu þig niður, ögn, ljúfi drengur.
Með; þeim sömu kveðjum - sem fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 15:14
Sigurður, hver er þessi elíta?
Guðmundur, það væri gaman að sjá þessa útreikninga þína, og ertu búin að láta stjórnvöld og lánastofnanir fá þessa útreikninga?
Ólafur, var okkur bjargað frá IceSave? Það hefur eitthvað farið fram hjá mér.
Arnór og Helga, vitið þið hverju þið eruð að mótmæla? Mér sýnist þið setja allt saman í einn graut. Er ESB eða AGS að stöðva að það sé gert eitthvað fyrir almenning. ESB væri t.d. snilldarlausn ef við viljum fá lága vexti og losna við verðtrygginguna á húsnæðislánum. Arnór, heldur þú að það sé AGS að kenna hvernig komið er fyrir okkur? Þú ert kannski búin að gleima bankahruninu?
Annars virðist það bara vera móðins að mótmæla, fólk virðist ekki vita hvað það er að mótmæla og virðist ekki hafa mikið fyrir því að koma sér inn í hlutina. Það mætir bara í eitthverjum byltingarhug með læti.
Bjöggi (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 15:29
Maggi minn, ég legg til að þú fáir þér líf. Fæst að vísu ekki í Bónus, en það fæst með því að leita. Ef þú gerðir það (fengir þér líf) værirðu ekki að skeyta skapi á þeim sem eru að reyna að þoka okkar hrunda samfélagi í rétta átt.
Held að það sé allt í lagi að tromma aðeins undir fundarhöldum, svo fundarmenn hugsi um annað en að éta kleinurnar og drekka kaffið.
Ekki nema jákvætt að ýta aðeins á eftir þessu liði sem hefur dregið lappirnar í lánavandamálum heimilanna. Er orðið leitt á að draga lappirnar og eru þess í stað farin að draga Hagsmunasamtök heimilanna á asnaeyrunum í leiknum sem heitir:
Við ætlum ekki að gera neitt, erum bara að plata ykkur og vinna tíma til að geta haldið áfram að gera ekki neitt og hlaða undir fjármagnseigendur.
Theódór Norðkvist, 7.11.2010 kl. 15:36
Menn segja að mótmælin eins og kemur fram hér að ofan eigi að:
Nú hvað er að gerast í þjóðmennigarhúsinu nema einmitt að þar er fundur allra flokka, þar er verið að kynna útreikninga á öllum þessum tillögum sem allir flokkar hafa lagt fram. Og menn að reyna að koma sér niður á rétta lausn. Hvað eru réttar aðgerðir? Eru það aðgerðir sem flytja kostnað af skuldalækkunum frá einum hóp yfir í skatta hjá örðum? eða er hægt að fara einhvern milliveg? Og þegar verið er að tala um fjármagnseigendur eigi að bera sinn hluta eins og Birgitta talar um núna. Þá eru það að uppistöðu Lífeyrissjóðir. Í bönkunum eru það kröfuhafar sem er nú ekki hægt að segja að hafi ekki tekið á sig skell vegna gömlu bankana. Minnir að þeir hafi tapað hér um 10.000 milljörðum. Og eiga nú Arion og Íslandsbanka. Og nú er það óvart þannig að skuldir vegna íbúða eru bara að 35% hjá bönkum. Aðrar íbúðaskuldir eru hjá Íbúðalánasjóði og Lífeyrissjóðum. Íbúðalánasjóður er að stórum hluta fjármagnaður merð skuldabréfum sem Lífeyrissjóðr eiga. Þannig að fjármagnseigendur sem Lilja og Birgitta eru að tala um erum við sem eigum lífeyrir í þessum sjóðum. Þannig að við erum aðallega að tala um að flytja peninga okkar á milli hópa. Þannig að lífeyrisþegar núna taki á sig skerðingu til að létta skuldum á öðrum. Nema að menn finni lausnir eins og að lækka vexti á íbúðalán sem er verið að skoða og kostar einhverja milljarða minnir mig um 10 til 12 milljarða á ári næstu áratugina en möguleiki á að fá til baka með hækkunum eftir einhver ár hugsanlega. Sbr http://blog.eyjan.is/andrigeir/2010/11/06/2-leidin/
En fólk ætti þá líka að gera sér grein fyrir að þetta þýðir að tekjuskattur verður hér 2% hærri hér næstu árin en hann yrði annars því að ríkð þarf þessa 12 milljarða til að leggja til Íbúðalánasjóðs sem og að hann myndi væntanlega hrapa í lánshæfi sem og að EES reglur væru hugsanlega brotnar með niðurgreiðslum á lánum hans. Þetta myndi líka bitna á Lífeyrissjóðum sem þarna tapa hluta af endurgreiðslu skuldabréfa sem þeir eiga hjá íbúðalánasjóði sem og endurgreiðslum á lánum þeirra til almennings. Sem þýðir skerðingu.
Magnús Helgi Björgvinsson, 7.11.2010 kl. 16:59
Eru það aðgerðir sem flytja kostnað af skuldalækkunum frá einum hóp yfir í skatta hjá örðum? eða er hægt að fara einhvern milliveg?
Eins og ég sagði í athugasemd #3 þá kostar flöt niðursfærsla um 15,5% ekki krónu, hvorki fyrir ríkið, bankana, þig eða mig. Ég er búinn að reikna það út og þeir sem halda öðru fram kunna annað hvort ekki að reikna eða eru að ljúga vísvitandi. Það gerði t.d. viðskiptaráðherra í fréttum í dag. En hvað með þig Maggi, hvort ertu að reikna vitlaust eða hitt? Geturðu sýnt útreikninga sem styðja einhverjar af þínum fullyrðingum eða eru þær staðlausar?
Guðmundur Ásgeirsson, 7.11.2010 kl. 19:38
Það er rosalega pirrandi að sjá fólk með réttlætiskennd taka þjónkunarsemi sína við stjórnmálaflokka fram yfir eðlilega sanngirni.Ég get ekki sagt að ég sé sammála sumum kröfunum en krafan um sanngirni og réttlæti dugar mér. Og flokkshyggja víkur fyrir því. Ég er ekki a velta fyrir mér flötum niðurskurði eða lausnum annarra. Bið bara um sanngirni. Sem stendur ekki til boða.
Ævar Rafn Kjartansson, 8.11.2010 kl. 00:23
Athyglisvert er hvad Gudmundur Ásgeirsson segir.
15,5%
Nákvaemlega 15,5% ....... hvorki meira né minna?
Er svolítid forvitinn. Hvernig komst thú ad thessari nidurstödu.
15,5% heillin (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.