Leita í fréttum mbl.is

Og hvar heldur þú Marinó að við fáum svona lán?

Bara svona að velta fyrir mér hvar Marinó heldur að við fáum lán til að fjármagna þennan sjóð til 25 ára með 5% vöxtum núna? Ef að það á að fá lán innanlands þá sogum við allt fé sem nú er mögulegt til framkvæmda í þennan mögulega sjóð. Ef við ætlum að taka lán fyrir þessu erlendis þá væri það held ég vonlítið. Og kostnaðurinn sem Marinó reiknar sem hvað um 13 milljarðar í upphafi og næstu ár á eftir er í dag meira enn allur málaflokkur fatlaðra kostar á ári.  Síðan þegar hann ræðir um fjármögnun þá er eins og hann gleymi að við erum þegar að reka ríkð með tapi. Þannig að þetta bætist við. Það er ekki hægt að segja að auðlegðarskttur er eða eitthvað annað eigi að borga þetta þegar við erum þegar með 40 milljarða útgjöld umfram tekjur hjá ríkinu. Þetta er finnst mér ekki eins borðleggjandir og hann segir.

Held að tímbundin lækkun greiðslubirgði, hærri vaxtabótum og sértækri skuldaaðlögun fyrir þá verst stöddu, væri vænlegri og um leið treysta á að við göngum í ESB. Því þá kæmust við í myntsamstarf fljóstlega skv. fréttum í gær og þar með gætum við afnumið verðtryggingu og fengið stöðuga mynt sem lægri vöxtum. Sem leiddi til aukina viðskipta með fasteignir og hækkandi verð og þar með aukin eignarhlut fólks í húsnæði sem og hugsanlega aukinar samkeppni á bankamarkaði með erlendum bönkum og hagstæðari kjörum.


mbl.is Vill stofna sjóð um leiðréttingu lána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Fyrirgefðu, Magnús, sýnt er dæmi um þessa aðferð.  Fyrr má vera vilji til að snúa út úr, ef menn geta ekki lesið það sem sagt er.  Svo bið ég þig um að lesa áfram, en þar segi ég að ég reikni með að bankarnir vilji taka sinn hluta á sig strax.

Marinó G. Njálsson, 11.11.2010 kl. 11:54

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég sé dæmið í áliti þínu þar sem reiknað er með að bankar´, fjármálastofnanir og ríkið stofni sjóð til að taka á þessum lækkunum. En bendi á að líkur eru á að ríkið væri látið bera mest af þessu m.a. vegna þess að verið er að skerða eignir bankana. Og um leið að skuldsetja þá og lífeyrissjóði. Fjármögnunin eru náttúrulega nefnd hjá þér og eru skattar á banka, auðlegið og fleira. Skattar sem nú þegar eru hugsaðir til að loka fjárlagagati.

Þá sá ég ekki neins staðar hvaðan þetta lán á að koma til 25 ára með 5 prósent óverðtryggðum vöxtum. Og ég sé engan sem myndi gera það nema gegn veði. Og í hverju þá? Þú veist að um 7 eða 800 milljarðar eða meir mun meira en helmingur þessara lána er við Íbúðalánasjóð og Lífeyrissjóði? Og bankarnir fara væntanlega ekki að borga niðurfærslur á þeim lánum? Og síðan sé ekki að miðað við að lán þeirra sem eru í vandræðum verði miklu viðráðanlegri þó þau lækki um 2,5 milljónir miðað við að meðalskuld þeirra er 18 milljónir. Það lækkar greiðslubyrgði þeirra um kannski 12 þúsund á mánuði.

  Bendi þér síðan á færslu Andra Geirs um hvað hann sér fyrir sér um þetta mál.

Til að átta sig betur á þessu, er gott að draga kúrfuna sem hlutfall skulda á móti ráðstöfunartekjum.  Þá kemur í ljós að þeir sem eru ekki taldir í vanda, þ.e. hafa ráðstöfunartekjur yfir 6 m á ári eru með skuldahlutfall undir 300%.  Þeir sem eru með ráðstöfunartekjur undir 3m fyrir hjón (2m einstaklingar) eru hins vegar með skuldahlutfall yfir 600% og í sumum tilfellum upp í 1000%.

Flöt lækkun upp á 15-20% dugar ekki fyrir þennan stóra hóp skuldara.  Það þarf miklu róttækari aðgerðir til að bjarga þessum aðilum.  Enda kemur fram i skýrslunni að flöt lækkun lækkar lánin mest hjá þeim sem eru með hæstu tekjurnar.  Allir fá sömu prósentulækkun.

Einn helsti gallinn á skýrslunni er að flokka fólk í vanda og aðgerðir til handa þeim, ekki eftir skuldahlutfalli.  Það þarf að sníða aðgerðirnar eftir vandanum og hann er mjög mismunandi.

Hópurinn sem hefur skuldahlutfall undir 300% þarf engar aðgerðir, á milli 300%-600% dugar stighækkandi skuldaaðlögun eða lenging lána, fyrir hópinn yfir 600% eru lánin orðin ósjálfbær og allar venjulegar skuldaaðgerðir duga lítið.

Sjá hér http://blog.eyjan.is/andrigeir/2010/11/11/flot-laekkun-dugar-ekki/

Ein aðallexían af þessari skýrslu fyrir framtíðina er að takmarka lán við 300% af ráðstöfunartekjum.  Það tryggir betur en flest annað að heimilin lendi ekki í greiðsluvandræðum

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.11.2010 kl. 13:22

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svo kannski eitt. Ert þú viss um að bankar myndu ganga að þessu? Eða lífeyrissjóðir? Sé ekki hvernig að það kæmi til með að ganga. Þyrfti væntanlega að fara í gegnum kröfuhafa stóru bankanan. Ríkð á jú Byr þannig að það þyrfti ekki sérstaklega að semja við sjálft sig. Frjálsi er í eigu kröfuhafa þrotabúsins.  Og eins þá er það spurning hvað gerum við varðandi að lífeyrissjóðir eru aðal eigendur skuldabréfa Íbúðalánasjóðs á það að lenda á þeim eða ríkinu að Íbúðalánasjóður tapar þarna 15,5% af eignum sínum?

Var dæmið skoðað m.t.t. að bara þeim sem tóku lán 2004 til 8 yrðir boðinn flatur niðurskurður? Og hvað það myndi kosta.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.11.2010 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband