Leita í fréttum mbl.is

Þetta eru nú kannski ekki rétt viðbrögð hjá Marínó.

Það hefur nú hélt ég alltaf legið fyrir að Marinó og fleiri í Hagsmunasamtökunum fóru í sína baráttu vegna þess að þeir eins og aðrir voru skuldugir og með gengistryggð lán sem hækkuðu griðalega. Mig minnir að þeir hafi nú flestir sagt frá þessu áður þó ekki væri talað um upphæðir.  Eins hefur þetta verið í umræðunni. Og hversu ákaft þeir hafa beitt sér er náttúrulega líka kannski tengt hvernig þeirra skuldamálum er háttað. En ég sé ekki að það ætti að valda því að þeir hætti að tala fyrir sínum málum. Marinó hefur jú yfirleitt verið málefnalegur þó ég sé ekki sammála honum! 

En það hlýtur að hafa verið öllum ljóst að þeir sem fara m.a.  fyrir málum í Hagsmunasamtökunum sem og fleiri eru þarna vegna þess að þeir eru knúnir áfram af m.a. eigin stöðu. Og ekkert að því. Bara að fólk geri sér grein fyrir því.


mbl.is Segir sig úr stjórn vegna umfjöllunar Fréttatímans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll er það ekki málið og hvers vegna ætti hann því að víkja sé enga ástæðu til þess.

Sigurður Haraldsson, 18.11.2010 kl. 17:01

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

lesið fréttina aftur, drengir. kona hans tók af honum loforð sem hann stendur við.

Brjánn Guðjónsson, 18.11.2010 kl. 17:06

3 identicon

Sammála Brjáni, hann er að gera þetta konu sinnar vegna.

Pétur (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 17:10

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sá það að hann gerði þetta fyrir fjölskyldu en ég hef um missera skeið lesið umræðu um skuldamál hans. ´Kannski finnst honum að hlutverki sínu sé að ljúka? Eða  kannski ég ætti að hætta að fabúlera um þetta og bíða þar til á morgun þegar Fréttatíminn kemur út?

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.11.2010 kl. 17:26

5 Smámynd: Fjarki

Það eru ekki margir skuldlausir á Íslandi í dag, svo að fréttin sem slík er enginn frétt! Heldur atlaga að einkalífi manns sem er í baráttu fyrir hagsmunum heimilanna.

Svipað var uppá teningnum þegar maður með kjark var ráðinn Umboðsmaður skuldara, hann var véfengdur í fjölmiðlum og sagði af sér í kjölfarið og viðráðanlegur einstaklingur með minni hörku og engar hugmyndir ráðinn í staðinn.

Fjarki , 18.11.2010 kl. 17:30

6 identicon

Já. Svona eru menn teknir af lífi í dag.

Ráðast á einstaklinginn en ekki málefnið.

Já takk.. Böðlar þjóðfélagsins (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 17:48

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta er náttúrulega furðuleg umræða hér hjá okkur. Enginn svo ég viti hefur séð þessa frétt. Eigum við ekki að bíða þar til á morgun með að halda áfram. Vill taka fram að ég og Marinó höfum oft átt rökræður hér á netinu og ég reikna með að hann sé ekki hættur að halda fram sínum skoðunum. Marinó hefur það fram yfir marga aðra sem ég hef rökrætt við að hann er alltaf málefnalegur og ekki með skítkast og leiðindi. Við erum sannarlega ekki sammála en ég ítreka að það er spurning hvort þetta er rétt hjá honum að bregðast svona við. Það eru jú tugir eða hundruð einstaklinga sem hafa lent í að einkamál þeirra séu borin á torg hér á landi. Fólk ætti að hugsa um hvernig ráðist var að Steinunni Valdísi, bankamönnum ýmsum, Viðskiptaráðherra og fleiri og fleiri þar sem að vaðið var í þeirra einkamál sem snertu ekki störf þeirra.  Þetta er það sem fólk vill heyra nú á Íslandi í dag. Þetta selur blöð og eykur heimsóknir á vefsvæði. Hvernig er t.d. talað um Jóhönnu, Steingrím og aðra stjórnmálamenn. Gylfa hjá ASÍ Vilhjálm hjá SA og fleiri og fleiri. Þorgerði Katrínu og fleiri. Það er sko ekkert verið að vernda fjölskyldur þeirra ef sagan er góð. Þetta er það sem fólk vill og þá er erfitt að gera upp á milli hverjir lenda í þessu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.11.2010 kl. 18:18

8 identicon

Sammála  þér Magnús.

HG (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 18:19

9 Smámynd: Einar Þór Strand

Ég er oft ósammála Marinó, en að ákveðin öfl í þjóðfélaginu boli honum úr umræðunni er óþolandi.  Staðreyndin er sú að ríkisstjórnin þolir ekki að menn séu að berjast fyrir hagsmunum almennings og er farin að beita til þess ráðum sem eru þekkt úr sögunni en það er að sverta mannorð og síðan þegar menn hafa komið sér enn betur fyrir ritskoðun og síðan kosningasvindli / eða afnámi lýðræðisins.

Einar Þór Strand, 18.11.2010 kl. 19:40

10 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Staðhæfing þín um að ákafi okkar tengist skuldastöðu stjórnarfólks er ekki rétt.  Staða manna er misjöfn, en við höfum aldrei haft hliðsjón af henni við vinnu okkar. ALDREI.

Marinó G. Njálsson, 18.11.2010 kl. 20:22

11 identicon

Það eru athyglisverð viðbrögð við kvörtunum Marínó á blogginu. Ef einhver bankastarfsmaðurinn, íþróttamaðurinn eða kvótaeigandinn hefði kvartað yfir yfirgangi fjölmiðla yfir því að þeir hafi fjallað um fjármál hans, hefði sá hinn sami verið úthúðaður af sömu heilalausu eyjuhjörð og er að verja fremur öfgakennd viðbrögð Marínós. Marínó hefur lítið fylgst með umræðunni undanfarin ár ef þessi spurning sárnar honum svona rosalega, eða kemur honum á óvart.

mar (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 20:44

12 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Átti ekki að vera nein gagnrýni í þessu aðeins að benda á að áhugi manna sem stofnuðu HH er eðlilega drifinn af stöðu þeirra. Annars hefðu þeir væntanlega ekki lagt sig niður við það. Ég tel ekkert óeðlilegt við það. Sem og að ég efast ekki um að þú og þið hafið verið að kynna ykkar hugmyndir að lausnum fyrir fjöldan. Og ekkert  að vinna að ykkar hagsmunum sérstaklega.  Ég er ekki sammála ykkur og tel svona aðfarir að fólk ekki sniðugar en þær tíðkast hér því miður. Og bloggarar, lesendur og nafnlausu athugsemdarskrifarar þrífast á þessu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.11.2010 kl. 20:49

13 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Magnús, ég er með sms-samskipti mín og Jóns Kaldals í símanum mínum.  Ég ætla ekki að birta þau opinberlega, en við tækfæri skaltu hafa samband og þá get ég sýnt þér þau.  Ein segir þó í lauslegri endursögn að fréttin verði á morgun.

Eins og ég rek málið, þá tók konan mín það loforð af mér að okkar einkafjármálum yrði haldið fyrir utan opinbera umræðum.  Ef það tækist ekki þá viki ég úr stjórn HH.  Ég er einfaldlega að standa við mín orð.  Auðvitað hefði ég kosið að þeir hefðu bara virt friðhelgi einkalífs míns.

Marinó G. Njálsson, 18.11.2010 kl. 21:34

14 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Magnús, ég hef alltaf virt það að þú værir ekki sammála mér og mun gera það áfram.  Rökræður eiga að fjalla um málefni, en ekki þá sem standa í rökræðunum.  Oft er eina aðferðin við að leiða deilur til lykta að menn setjist niður og fari yfir málin lið fyrir lið.  Sérfræðingahópurinn um daginn var tilraun til þess.  Tilraun sem gekk ekki nógu vel upp, þar sem hópnum tókst í reynd ekki að ljúka öllum verkefnum sínum.

Marinó G. Njálsson, 18.11.2010 kl. 21:40

15 identicon

æi marinó, kommonn, ef að þú værir skuldlaus maður og værir að leigja litla íbúð einhvers staðar þá myndi ég fullyrða að þú stæðir ekki í þessu. Ég myndi leggja aleiguna undir að það gilti fyrir alla í HH.

ari (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 21:54

16 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hér má sjá fréttina í Fréttatímanum á morgun. Engar upplýsingar um mál Marinó

http://maggib.blog.is/users/74/maggib/img/marino.gif

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.11.2010 kl. 22:30

17 identicon

Ég sé ekki að það sé svona óeðlilegt að fjölmiðlar séu að spyrjast fyrir um skuldastöðu Marinós. Ég dreg ekki heiðarleika hans í efa en hvað ef hér væri óheiðarlegur maður á ferð. Væri það þá svívirðilegt af fjölmiðlum að spyrjast fyrir um bakgrunn hans? Mér þætti eðlilegast að hann kæmi bara hreint út. Það skemmir ekkert málstað hans eða mannorð ef hann er einlægur um sín skuldamál.

Ekki nema hann sé að fela eitthvað í raun og veru...

Kristján Jónsson (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 01:59

18 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Kristján, það hefur legið fyrir frá upphafi að Marinó skuldar lán, eins og fjölmargir aðrir. Hversu mikið hann skuldar kemur engum við.

Þessi "fréttamennska" er runnin undan rifjum þeirra sem hafa yfirráð yfir fjármagninu, þeir hafa þegar máð stjórn á ríkisstjórninni og eru að ryðja úr vegi öðrum hindrunum. Fréttatímanum er það til ævarandi skammar að leggjast undir þessa menn og verða handbendi þeirra!!

Gunnar Heiðarsson, 19.11.2010 kl. 07:33

19 identicon

Ég er bara ekki sammála því að það komi engum við. Mér finnst það skipta máli hvort hann hafi tekið venjulegt lán sem stökkbreyttist í hruninu eða hvort hann hafi verið hvílíkur afglapi í sínum fjármálum að hrunið hefði engu breytt. Annað í mínum hug gerir hann vanhæfann.

Ég dreg líka í efa þessar samsæriskenningar að fréttatíminn standi fyrir einhvern sérstakann hóp fjármagnseigenda.

Kristján Jónsson (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 10:00

20 identicon

Jón Kaldal lék af sér þarna - hefur líklega ætlað að æra alla úr gleði yfir þessari frétt.

Ég skil hins vegar ekki hvers vegna síðuhaldari getur ekki tekið gild orð Marinós. Hann hét konu sinni að hagsmunamálið sem hann vann að yrði ekki persónugert þannig að fjárhagur fjölskyldunnar yrði básúnaður um allt. Það er skýringin. Ef síðuhaldari heldur að Marinó sé að ljúga og geri sér upp ástæðu til að draga sig í hlé þá er það annað mál og í raun aðeins eiginkona hans sem getur svarað því. Mér finnst þessar vangaveltur því neikvæðar og ómaklegar í garð Marinós.

Eva Sól (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 09:00

21 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Eva Sól þú getur hvergi lesið út út því sem ég skrifa að ég taki ekki orð Marinó gild. Ég er bara ekki sammála honum um að þessi viðbrögð hans hefðu verið nauðsynleg. Segjum svo eða einhverjar upplýsingar hefðu komið fram. Þá hefðu þær verið komnar í loftið og sé ekki að Marinó hefðu breytt neinu um þær hvort eð er. Úrsögn úr stjórn hefðu þar litlu breytt. Enda eins og ég sagði fannst mér þetta varla fréttir.  Því það var búið að ræða þetta annarstaðar. Þannig var ég búinn að sjá hjá Marinó sjálfum að hann eins og margir aðrir lentu illa í því hann sagði þar m.a.

Vignir, mínar fjárhagsupplýsingar eru mitt einkamál, auk þess sem við hjónin eru skrifuð saman fyrir öllum húsnæðisskuldum, þannig að þú ert að biðja mig um að upplýsa um fjárhagsstöðu hennar líka. Það hef ég ekki leyfi til. Hitt get ég sagt að við sitjum uppi með tvær eignir, aðra sem við getum ekki selt og hina sem við getum ekki klárað.

Ef fólk getur ekki greint á milli málflutnings míns og skulda minna, þá finnst mér eðlilegt að það geri sömu kröfu alls staðar í umræðunni. Það geri líka sömu kröfu til sjálfs síns og annarra, þ.e. birti viðeigandi upplýsingar um eigin stöðu þegar það spyr aðra um sömu atriði

Það sem ég var að segja í færslunni að það voru náttúrulega skuldir heimila sem voru forsenda fyrir stofnun Hagmunasamtakana og þeir sem drifu þau í gang voru náttúrulega einstaklinga eins og aðir sem höfðu áhyggjur af sínum málu. Þessvegna var þetta ekki frétt að mínu mati. Þeir sjálfir sögðu frá því í upphafi og Hagsmunasamtökin eru stofnuð til að vinna þeirra hugmyndum um lausnir brautargengi. Og eins og ég sagði í færslunni:

En það hlýtur að hafa verið öllum ljóst að þeir sem fara m.a.  fyrir málum í Hagsmunasamtökunum sem og fleiri eru þarna vegna þess að þeir eru knúnir áfram af m.a. eigin stöðu. Og ekkert að því. Bara að fólk geri sér grein fyrir því.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.11.2010 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband