Leita í fréttum mbl.is

Nýjan ríkisbanka takk!

Ég er með þá hugmynd að þar til að bankarnir láta af þessum okurkjörum við okkur almenning hér á landi, verði Íbúðarlánasjóð breytt í banka sem stundar almenna bankastarfsemi. Þar sem fólki verði boðið upp á eðlileg vaxtakjör bæði á innlánum og útlánum. Miðað verði við að starfsemnin skili eðlilegu framlagi (hagnaði) og kjör til viðskiptavina miðuð við það.

Þessi starfsemi gæti aðalega verið á netinu og þyrfti því ekki að vera ógurlegur rekstrarkostnaður. Í reglum verði að þegar bankar bæði innlendir og/eða erlendir bjóða sambærileg kjör verði þeim gefnin möguleiki á að kaupa þennan rekstur með skilyrðum

Frétt af mbl.is

  Hagnaður Kaupþings langt yfir spá Greiningar Glitnis
Viðskipti | mbl.is | 30.1.2007 | 12:03
Mynd 418071 Hagnaður Kaupþings til hluthafa á fjórða ársfjórðungi nam 18,1 milljörðum króna en það er langt yfir spá Greiningar Glitnis, sem spáði því að hagnaðurinn næmi 11,9 milljörðum króna, og annarra spáaðila.
iki á að kaupa starfsemi þessa banka með skilyrðum

 


mbl.is Hagnaður Kaupþings langt yfir spá Greiningar Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Á meðan að orkrað er á okkur á ríkið ekki að sitja hjá og gera ekkert. Við erum að fjármagna með okrinu nær allar fjárfestinga bankana erlendis. Við borgum vexti á yfrirdrætti sem nálgast það sem okurlánarar erlendis taka.

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.1.2007 kl. 14:24

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Bankarnir eru orðnir verstu okurfyrirtæki íslandssögunnar. Vaxtamunur hefur margfaldast eftir einkavæðinguna og í staðinn fyrir að hrósa sér af ofsagróðanum, ættu stjórnendur   þeirra að skammast sín.

Þórir Kjartansson, 30.1.2007 kl. 15:14

3 Smámynd: Bragi Einarsson

nei, ekki ríkisbanka, bara að heimta laun í peningum, taka út allan peninginn. Hverning haldið þið að málin og taugaveiklunin verði þegar um 150.000 manns færu einn daginn í bankana og tækju út allt sem þeir eiga þar inni? Leifa þeim að skjálfa í svona vikutíma og sjá til hvernig viðbrögðin verða

Bragi Einarsson, 30.1.2007 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband