Leita í fréttum mbl.is

Alveg svakalega þreyttur á þessu fólki

Er ekki rétt hjá mér að samningurinn við AGS nær fram í ágúst á næsta ári? Þau tala um í þessari tillögu að :

Verði tillagan samþykkt á efnahagsáætlunin að liggja fyrir 1. mars 2011 og koma þá þegar til framkvæmda.

Það er semsagt verið að tala um að flýta burtför AGS um  5 mánuði. Með öllum þeim látum sem myndu fylgja því bæði hérlendis og erlendis. 

Þar segir líka:

Í frumvarpinu segir að efnahagsáætluninni verði skilgreindar nauðsynlegar aðgerðir til að gera íslenskt hagkerfi óháð aðstoð sjóðsins og forðast frekari skuldsetningu ríkissjóðs, aðgerðaáætlun útbúin og henni fylgt eftir. „Leitað verði liðsinnis færustu erlendra sérfræðinga á sviði hagvísinda við mótun og framkvæmd áætlunarinnar til að tryggja efnahagsstjórn landsins nauðsynlegan trúverðugleika.“

Menn gera sér náttúrulega grein fyrir að menn eru að fara fram á þetta um leið og verið er að vinna að fjárlagagerð fyrir næsta ár sem byggir á þeim áætlunum sem hefur verið fylgt.

Man ekki betur en nær allir erlendir sérfræðingar ráðleggðu okkur að leita til AGS.

Síðan er þetta náttúrulega spurning hvernig litð er á land sem fær lán hjá AGS og fleirum út á einhverja áætlun en hættir svo við áætlun vegna þess að einhverjir spekingar á Alþingi þykjast hafa svo miklu betri lausnir en vita óvart ekki alveg hvernig.

Svo þetta tal um að AGS hafi látið þjóðir grípa til kreppuvaldandi aðgerða í mörgum tilfellum. Halló við erum að tala um lönd sem hafa beðið um aðstoð AGS vegna þess að þau eru í kreppu. Eins að þau flest  því marki brennd að löndin eru fátæk og geta því ekki annað en skorðið niður til að greiða af lánum sem þau verða að fá.

Síðan væri gaman að vita af hverju lönd almennt leysa sín vandamál án AGS ef það er svona auðvelt? Við heyrðum síðast af Írlandi sem fær lán hjá AGS og ESB á hærri vöxtum en við borgum.


mbl.is Vilja efnahagsáætlun án aðkomu AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Magnús ! það að vera hlynntur aðild að ESB og svo hitt að vera haldinn þessari skammsýni gagnvart AGS, er tvennt ólíkt (hélt ég) 

Í dag er fullveldisdagur Íslands haldinn hátíðlegur, þrátt fyrir þá staðreynd að fullveldið er í stórhættu og eiginlega ekki virkt, meðan AGS stýrir landinu.

þegar þú lætur sem þú sért hissa á að einhver taki mark á "spekingum" á alþingi Íslands, sbr hér: "Síðan er þetta náttúrulega spurning hvernig litð er á land sem fær lán hjá AGS og fleirum út á einhverja áætlun en hættir svo við áætlun vegna þess að einhverjir spekingar á Alþingi þykjast hafa svo miklu betri lausnir en vita óvart ekki alveg hvernig."

Þá væri kannski nær að spyrja, hvernig og hvaðan þessir "spekingar" hafa fengið hugmyndir sínar, það er nefnilega vaxandi skilningur og þekking á því hvernig óprúttnir fjárglæframenn og bankanraskarar, hafa náð tökum á AGS og nota síðan sem kúgun á almenning þjóða sem hafa lent í kröggum , JÁ einmitt vegna þessarra sömu óprúttnu glæframanna, spila með fé skattborgaranna, tapa öllu og senda þá reikninginn aftur til almennings gegn um AGS.

Svo þetta: "Halló við erum að tala um lönd sem hafa beðið um aðstoð AGS vegna þess að þau eru í kreppu. Eins að þau flest  því marki brennd að löndin eru fátæk og geta því ekki annað en skorðið niður til að greiða af lánum sem þau verða að fá."

Hafa beðið um lán ? hver er það sem "biður" um þessi lán og til hvers?

Og "geta ekki annað en skorið til að greiða af lánum sem þau VERÐA að taka ?? verða til hvers ?? ekki batnar afkoma almennings í þessum löndum.

Lyftu augnabrúnunum aðeins, sjáðu havð er að gerast á Írlandi núna, veit þú ert það glúrinn að "gúggla" að þú getur fundið það sem málsmetandi menn eru að segja um þessi mál, svo sé ekki það sem mitt verkefni, hvet þig bara til að hugsa aðeins um þetta:

1: Hversvegna lenda þjóðir í efnahagsörðugleikum ?

2: Hvernig stendur á því að þegar "hjálpin" berst, þá harðnar enn á dalnum hjá almenningi í hærri sköttum og niðurskurði í heilbrigðis og félagsmálum ?

Kíktu á þetta Magnús, með allri þeirri dómgreind og víðsýni sem þú getur, við þurfum á öllum góðum kröftum að halda bæði hérlendis og erlendis, standið bak við forsetann, hann "smíðar" þetta ekki úr eiginn smiðju:  "Og þegar ég les sum ummælin í dag og í gær um erfiðleikana í mörgum evrópskum ríkjum virðist mér sem margir gleymi að þetta er í eðli sínu lýðræðislegt vandamál. Það er spurning hvort vilji sé til að leyfa fólkinu innan ríkjanna að raunverulega ákvarða framtíðina. Eða á að stjórna lausnunum með kænsku (e. maneuver the solutions) með samstöðu elítunnar í fjármálum og stjórnmálum á efsta þrepi, bæði innan Evrópu og annarra ríkja? [...] [V]egna þess að framlag Evrópu varðar meira lýðræði og mannréttindi en fjármálamarkaði.“ tekið úr þessari frétt, þetta byggir hann á því sem er að hrærast og gerast meðal fólks um allann hinn vestræna heim.

MBKV að utan en með hugann heima (ekki síst í dag)

KH

Kristján Hilmarsson, 1.12.2010 kl. 13:11

2 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Það er greinilega enn verið að lagfæra og breyta (herða) fjárlögin í takt við kröfur AGS Magnús !

http://eyjan.is/2010/12/01/heimahjukrun-langveikra-og-fatladra-barna-i-uppnami-haetta-skal-greidslum/

Kv.KH

Kristján Hilmarsson, 1.12.2010 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband