Föstudagur, 3. desember 2010
Gat nú verið bloggarar með allt á hornum sér.
Nú er verið að tala um eftirfarandi lausnir:
Kjarnastriði viljayfirlýsingarinnar eru sem hér segir:
- Eigendum íbúðarhúsnæðis, þar sem áhvílandi skuldir eru umfram 110% af verðmæti eignarinnar, verður boðið með tilteknum skilyrðum að færa skuldirnar niður í 110% af verðmæti eignarinnar (sbr. aðgerðir í þágu yfirveðsettra heimila í yfirlýsingunni).
- Þannig má afskrifa allt að 4 milljónir króna hjá einstaklingi og 7 milljónir króna hjá hjónum, sambýlisfólki eða einstæðum foreldrum.
- Kveðið er á um heimild til að afskrifa enn meira ef svo ber undir, allt að 15 milljónir króna hjá einstaklingi en allt að 30 milljónir króna hjá hjónum, sambýlisfólki eða einstæðum foreldrum. Skilyrði slíks er eignakönnun og mat á greiðslugetu í samræmi við samkomulag um sértæka skuldaaðlögun.
- Skilyrt er að greiðslubyrði vegna íbúðarlána viðkomandi skuldara sé yfir 20% af tekjum fyrir skatta á undanförnum tólf mánuðum (framtaldar tekjur 2009).
- Þessi úrræði standa skuldurum til boða til 1. júlí 2011 og eiga að geta gengið hratt fyrir sig. Framkvæmd þeirra er hugsuð sem nokkurs konar hraðferð.
- Í sérstakri skuldaaðlögun eru lán færð niður í 100% af verðmæti fasteignar.
- Þegar greiðslugeta lántaka er metin getur hún legið á bilinu 70-100% af verðmæti fasteignarinnar. Ráði skuldari ekki við að greiða af öllu láninu fer það sem út af stendur í bið í þrjú ár, óverðtryggt og vaxtalaust.
- Ef skuldari getur ekki greitt af biðláninu sínu að þremur árum liðnum verður leitað annarra leiða, sem getur verið að framlengja skuldaaðlögun eða að skuldari selji eignina og komist þannig undan skuldaklyfjunum.
- Vettvangur kröfuhafa verður settur á laggir til að flýta fyrir skuldauppgjöri og einfalda úrlausn flókinna mála. Þar verða fulltrúar fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs.
- Boðaðar breytingar á vaxtabótakerfinu eru í raun forsenda þess að aðgerðirnar skili því sem þær eiga að skila.
- Stuðlað verður að því að fólk með lágar tekjur og miðlungstekjur og miklar skuldir njóti hlutfallslega meiri vaxtabóta hér eftir en hingað til.
- Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir nýju úrræði, tímabundinni niðurgreiðslu vaxta í gegnum vaxtabótakerfið. Ráðstafað verður alls 6 milljörðum króna vegna þessa á árunum 2012 og 2013.
- Lífeyrissjóðir leitist við að greiða götu félagslegra úrræða í húsnæðismálum með kaupum á sérstökum flokki íbúðabréfa sem Íbúðalánasjóður mun bjóða út á lægstu mögulegum vöxtum. Fjárhæð útboðsins mun ráðast af stefnumörkun nefndar félags- og tryggingamálaráðherra og mati nefndarinnar á fjárþörf. Andvirði bréfanna yrði notað til að endurfjármagna útistandandi félagsleg leiguíbúðalán, fjármagna ný slík lán og fjármagna búseturéttarkerfi.
Og viti menn hér í bloggi við þessa frétt eru fyrirsagnir svona
Hilmar Þór HafsteinssonGöngum hægt... Pétur Óli JónssonMjög gott framtak en... Páll VilhjálmssonGengisdómurinn gaf meira en leiksýningin Ólafur GíslasonAð kasta blýi til drukkandi manns... Kristján HilmarssonKosta ?? Hvern ??? Einar GuðjónssonÞýfið lánað réttum eigendum tímabundið Axel Jóhann AxelssonEkki eftir helgi, en strax á næsta ári Ragna BirgisdóttirBesta jólagjöfin.... Halldór Egill GuðnasonViljayfirlýsing eða raunverulegur samningur? Guðborg EyjólfsdóttirEn þeir sem eru með erlend lán og ... Jón Ingi CæsarssonRisaskref í átt til lausna á Íslandi.
Held að fólk ætti nú að hysja upp um sig og fara í að leysa úr sínum málum. Það verður ekki gengið lengra enda komnar lausnir fyrir flesta sem geta bjargað sér. Nokkur hópur eru heimili sem verður ekki bjargað og hefði ekki haft þetta af þó ekkert hrun hefði verið. Fyrir þau eru líka þarna inni möguleikar á að leigja húsnæðið áfram í nokkur ár sem og að koma á upp örðum úrræðum.
Nú er tímabært að hætta þessu væli og hætta þessum bölmóði.
60 þúsund heimili njóta góðs af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 10
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 58
- Frá upphafi: 969467
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 55
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Hefur þú eitthvað hugsað þetta út frá þéim sem áttu eitthvað í eign sinni fyrir hrun. Þetta er allt á sömu bókina lært, það er samið við "hagsmunaaðila" en hvergi sést í skuldarana sem eru nú beinir hagsmunaaðilar að þessu dæmi og Hagsmunasamtökum heimilanna er haldið utan við málið með pólitík og það ljótri. Talað er um að þetta hljómi upp á um 100 milljarða en bara gert ráð fyrir að fara niður í 110 prósent, þannig að skuldarar standa eftir með 10 % yfirveðsetningu. Hver borgar þetta fyrir bankana því ekki gera þeir það sjálfir. Tökum dæmi: Tvær fjölskyldur keyptu sér sitt hvora íbúðina í sama húsinu 2007 á 25 milljónir. Önnur fjölskyldan tók 100 % lán og skuldar í dag um 33,2 milljónir. Hin fjölskyldan átti 10 milljónir og tók því 15 milljónir að láni og skuldar í dag um 20 milljónir. Gefum okkur að íbúðirnar kosti í dag um 20 milljónir og lánin hafi hækkað um c.a. 33 % samkvæmt verðtryggingu. Samkvæmt leið ríkisstjórnarinnar þá fær fyrri fjölskyldan sem tók 100 % lánið afskrifað niður í 110 % og skuldar því 22 milljónir og hefur engu tapað þó hún skuldi 2 milljónir umfram verðmæti. Hin fjölskyldan fær enga leiðréttingu, skuldar 20 milljónir og er búin að tapa þeim 10 milljónum sem hún lagði fram í upphafi þannig að hún er búin að borga fyrir leiðréttingu hins aðilans í þessu dæmi og gott betur. Þetta kostar ekkert fyrir bankana þegar verið er að færa lán í 110 % veðsetningu, veðsetningin var ónýt áður og ef þeim tekst að fá fólk til að borga af 110 % veðsetningu þá eru þeir að græða en ekki tapa því eðlilegt er að skuldari skuldi ekki meira en nemur verðmæti eignarinnar ef hann lagði eitthvað fram sjálfur í upphafi, ef bankinn lánaði honum 100 % í upphafi þá verður bankinn sjálfur að taka tapið af því. Það er enginn akkur í því fyrir neinn að skulda umfram verðmæti húsnæðissins síns og sinnar fjölskyldu.
Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 3.12.2010 kl. 12:48
Sæll Magnús ! þó ég sé akki alltaf sammála þér, máttu eiga það að þú ert nokkurnveginn laus við "alhæfingarsyndrómið" sem gjarnan háir okkur íslendingum í stórum mæli og einkennir mörg innleggin hér við fréttina.
Þetta kemur auðvitað vel fram í innleggi þínu hér og engin ástæða til að andmæla neinu þar, ég hef verið hlynntur því að skoða þessi mál útfrá stöðu og þörfum hvers og eins, sem mér sýnist vera ráðandi í þessum "pakka" í stað þessa að setja niður "flatt" eins og búið er að þrefa um allt of lengi.
En þetta er og verður bara bráðalausn í bili, það fer fljótt í sama horf, ef halda á áfram að kreista út úr fólki af því litla sem það á til að borga út glæframennina, með AGS að vopni.
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 3.12.2010 kl. 12:59
Ég veit ekki hvort er ...
Ég reiður eða þið blindir .... en það er ekki verið að fara að bjarga neinum sem ekki getur hugsanlega gert það sjálfur.
Hjálpin á að beinast mest til þeirra sem í óráðssíu settu sig og sína á allan endann.
Þetta er svona svipað og að stjórnin myndi segja af sér og setja Sjálsfstæðisflokkinn aftur við völd þar sem þeir höfðu farið illa að ráði sínu og ættu því nú að fá uppreisn´æru!!!
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 13:22
Held að réttast væri bara að ríkið afnemdi alla skatta og svo geta bara allir séð um sig sjálfir. Það yrði besta leiðin og allir orðið ánægðir, fara bara alla leið og gera Ísland formlega að villta vestrinu.
Einar Guðjónsson, 3.12.2010 kl. 13:47
Hækkandi skatta minnka hvata..... sem lækkandi skattar auka.
Hækkandi skattar valda undanskotum og lögbrotum ...lækkandi sjkattar eru þar til að lækka afbrotatíðni.
Hækkandi skattar er það eina sem Miðjumoðandi f(l)okkar WC og Sjalla (auk Kommúnista og Bænda-) hafa boðið uppá í 100 ár.
Þegar svo kom fram eitthvað nýtt...... kusu menn bara það sama og venjulega!
Óskar Guðmundsson, 3.12.2010 kl. 14:05
Vilhjálmur,
Hvaða fjölskylda á bara sí svona 10 milljónir inn á bankabók, þegar um fyrstu fasteignakaup er að ræða??
Hver lætur síðan 10 milljónir eigin fé í fyrstu fasteignakaup á uppsprengdu verði???
Þetta dæmi þitt er absúrd!!
Varðandi útreikningana þá gerir þú ekki ráð fyrir neinum afborgunum á þessum 3 árum, og tölurnar eru frekar ýktar. Klárlega hefur afborgunin verið töluvert meiri hjá fyrra dæminu.
Einnig er spurning hvernig markaðsvirðið er reiknað út í þínu dæmi miðar þú við að markaðsvirði íbúðar hafi lækkað um 20%, sem er einnig meira en er raunverulega.
Það má deila um þetta, en í guðana bænum ekki fara að halda umræðunni í viðjum heimskunnar enn einu sinni.
Ingvi (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 15:04
Ingvi minn, þú ræður á hvaða plani þú vilt hafa þína umræðu samanber neðstu línurnar hjá þér.
Var ekki sagt einhvers staðar: Margur heldur mig, sig.
Hver talaði um fyrstu íbúð ef það skiptir þig svona miklu máli og afborganir eru ekki það sem var verið að ræða hér ef þú hefur ekki tekið eftir því. Hvað segir þú að markaðsvirði hafi lækkað mikið frá 2007 fyrst þú ert sérfræðingur í þeim málum.
Dæmið stendur og ef þú kannt eða vilt reikna það þá gerðu það og skjóttu svo, ekki dæma þig sjálfur út úr umræðunni og saka svo aðra um heimsku.
Það er fullt af fólki sem lagði peninga í íbúðarkaup sín og það er það sem ég var að benda á, þeir sem lögðu pening í íbúðarkaup voru þeir sem voru kannski búnir að spara fyrir þessu í langan tíma.
þessar leiðir "hagsmunaaðilanna" þ.e. bankanna, lífeyrissjóðanna og ríkissins ganga út á að láta fólk borga yfirveðsettar skuldir á eignunum og skila ekki neinu til þeirra sem áttu eitthvað í eignunum sínum.
Miðað við þín skrif þá mundi ég halda að þú annað hvort ættir enga íbúð eða hefðir að minnsta kosti ekki lagt neitt til kaupanna ef þú átt íbúð, þú hlítur nú samt að þekkja einhvern sem átti íbúð og skuldaði, það væri kannski best fyrir þig að spurja þína nánustu hvort þeir séu jafnsáttir og þú með þessar tillögur.
Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 3.12.2010 kl. 15:37
Íhaldið var náttúrulega lélegt að hrekja þjóðina í þessa stöðu.
Enn lélegri er frammistaða þeirra núna, þegar þeir neita að viðurkenna ábyrgð sína og ráðast stöðugt að þeim sem eru að reyna að lagfæra stöðuna. Verstur er æðsti gúrú þeirra, Davíð Oddsson, sem setti sjálfan Seðlabankann í þrot. Það útaf fyrir sig er líklega einstakt í veraldarsögunni, en þessi maður telur sig vera þess umkominn að henda svívirðingum í björgunarfólkið í nafnlausum leiðurum í Mogganum.
Doddi (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 16:01
Ingvi eða hvað sem þú heitir nú í alvörunni, ég er ekki alveg búinn að gleyma þér þó þú þorir ekki að svara mér aftur. Var ekki búinn að taka eftir að þú ert einn af þessum feluaumingjum sem þora ekki að koma fram undir sínu rétta nafni. Hefði verið miklu hvassari við þig áðan hefði ég verið búinn að átta mig á því. Komdu fram undir þínu rétta nafni og gerðu síðuna þína þannig að maður geti séð hver er á bak við þessi "stórkallalegu" orð þín. Hvers leigupenni ert þú og hver ert þú ef þú þorir.
Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 3.12.2010 kl. 16:18
Sveinn Páls. Án þess að ég ætli að verja Íhaldið eða neinn annan stjórnmálaflokk þá finnst mér þetta ekki snúast um stjórnmál eða stjórnmálaflokka yfirleitt lengur.
Þetta snýst um að lifa af og að það verði lífvænlegt á þessu frábæra landi okkar og við látum ekki einhverja banka og stjórnmálaaumingja hrekja okkur úr landi.
Ég er með 4 börn á heimilinu og geri allt sem ég get til að þetta verði ekki svona eins og útspilið var kynnt í dag, veit að "úrræðin" hafa í för með sér mikinn fólksflótta og aðra neyð sem fylgir fátækt og vonleysi.
Berjast.
Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 3.12.2010 kl. 16:24
Ég setti þennan texta á eyjuna fyrr í kvöld og hef litlu við hann að bæta.
Fólkið sem aldrei átti neitt (tók 90-100% lán) er einmitt fólkið sem líklegast er til að hætta að borga, ganga frá öllum skuldbindingum og fara í gjaldþrot.
Fólkið sem átti 50% og stendur á núlli, hefur tapað allri eign sinni, þetta er fólkið sem mun halda áfram að borga..HVAÐ GETUR ÞETTA FÓLK ANNAÐ GERT ??
110% leiðin er engin björgunarleið !!! Nei, það er einungis verið að færa fyrrum 100% lántaka nálægt núllinu svo þeir fái von og HALDI ÁFRAM AÐ BORGA !!! Ekkert annað.
Fólk þarf að vera alvarlega trúgjarnt, eða undir meðalgreind, ef það telur að þessi "björgunarpakki" stjórnvalda sé mannúðarverk !
En ekki kemur það mér á óvart að "jafnaðarmenn" fái gæsahúð yfir þessu óréttlæti !
runar (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 18:09
Vilhjálmur,
Ég var ekki að beina þessu til þín, heldur umræðunnar almennt, sbr. titilinn hérna að ofan.
Ég er ekki leigupenni
Ég leigi íbúð, og hef beinlínis ekki lagt í að kaupa íbúð síðustu ár, vegna ruglsins, og allt of hás fasteignaverðs.
Dæmið sem þú tekur er absúrd. Það er bara málið.
Fólk sem átti íbúðarhúsnæði fyrir bóluna, tvöfaldaði eign sína á 2 árum. Það er málið. Það átti engin von á efnahagshruni, en á nú ekki að hjálpa fólki sem þurfti að kaupa sína fyrstu íbúð þegar verðið var mjög hátt, og síðan hafa þessi háu lán hækkað mikið.
Það fá allir eitthvað, en það hlýtur allavega vera mikilvægt móralskt séð að koma eitthvað til móts við þennan hóp! Þó að ekki sé hægt að færa þetta niður of mikið. Kerfið hérna er bara svo ruglað með þessar verðbætur.
Tek það fram að ég hef engan hag af þessu, og þekki engan sem er illa staddur vegna þessa, en þetta er bara réttlætismál.
Hvenær hættir þessi græðgi í fólki. Allavega burt með verðtryggingu til lengdar, þar sem hún skekkir allan fasteignamarkaðinn.
Ingvi (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 19:03
Ingvi, dæmið hans Villa er ekki absúrd. Það er fullt af svona dæmum og þau hafa dottið inn á borð hjá þeim sem hafa verið að berjast fyrir réttlæti öllum til handa, en ekki bara sumum.
Samkvæmt tillögunum, þá eiga hjón að geta fengið allt að 30 m.kr. niðurfelldar. Hvernig datt mönnum í hug talan 30 m.kr.? Ég skil það ekki.
Tillögurnar snúast um að afskrifa sokkinn kostnað. Það sem var tapað verður viðurkennt að sé tapað, nánast ekkert annað.
Marinó G. Njálsson, 3.12.2010 kl. 20:45
Alltaf snýrð þú öllu á haus Magnús. "komnar lausnir fyrir flesta sem geta bjargað sér" Það eru engar lausnir komnar fyrir þá sem geta bjargað sér. "Nokkur hópur eru heimili sem verður ekki bjargað og hefði ekki haft þetta af þó ekkert hrun hefði verið" Öll áherslan hefur verið á að bjarga þessum hóp sem fór óvarlega yfirskuldsetti sig án þess að raunverulega eiga neitt. En þeir sem fóru varlega fá reikninginn fyrir öllu saman með ofurvöxtum og skattpíningu.
Hreinn Sigurðsson, 4.12.2010 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.